Heima er bezt - 01.10.2002, Blaðsíða 24
í lok síðustu aldar var reist veglegt veitingahús á grunni gamla Skíðaskálans,
sem brann nokkrum árum áður.
inum. Svo skemmtilega vildi til að
verðandi eiginkona Sigurðar, Val-
gerður Þórðardóttir, hafði verið
vinnukona á Hólnum í tíð fyrri eig-
anda, en gerðist síðar ráðskona Sig-
urðar með þeim afleiðingum að þau
giftust nokkru síðar. I 30 ára veru
þeirra á Kolviðarhóli var mikið um
framkvæmdir á staðnum, meðal ann-
ars í búskaparháttum og þar voru lík-
lega teknar í notkun fyrstu vinnuvél-
ar til jarðræktar hér á landi.
Sumarið 1930 átti Sigurður yfir
fimmtíu hesta, sem hann leigði fyrir
ferðamenn til útsýnisferða. Annar
búsmali var 6-7 kýr og 20-30 kindur
til heimilisnota.
Það var árið 1929 sem Sigurður lét
byggja mikið og vandað steinhús á
Kolviðarhóli. Eins og sjá má af
myndum af húsinu, setti það mikinn
svip á umhverfið. Það var búið 20
herbergjum, auk tveggja veitinga-
stofa. Til gamans má geta þess að
þar voru yfir 30 hurðir á járnum og
39 gluggar. í því var miðstöðvarhitun
frá kolakatli í kjallara, raflýsing frá
dísilrafstöð og sjálfrennandi vatni
sem dælt var úr brunni neðan við
Hólinn.
Húsið mun hafa kostað um 70 þús-
und krónur, sem var mikil upphæð,
enda bar það af öðrum veitingahús-
um landsins á þessum tíma.
Á fyrrihluta 20. aldarinnar voru
ferðalög manna að hluta til með lík-
um hætti yfir Hellisheiði og verið
hafði í aldanna rás. Að vísu komu
hestvagnar til sögunnar að sumarlagi
tvo fyrstu áratugi 20. aldarinnar og
bílferðir hófust upp úr því, eftir því
sem vegirnir bötnuðu. En þegar vetur
lagðist að og allt varð ófært, var ekki
um önnur flutningstæki að ræða en
klyfjahestinn. Og þegar honum varð
ekki við komið þá brutust menn fót-
gangandi og oft með byrði á baki.
Síðar komu hestasleðamir fram á
sjónarsviðið, hin mesta samgöngu-
bót.
Við þessar aðstæður bjó Sigurður á
Hólnum og reyndar margir fyrirrenn-
arar hans og var Kolviðarhóll því
réttnefnd björgunarstöð við Heilis-
heiðarveginn, alfaraleið í óbyggðum,
ef svo má að orði komast.
Árið 1907 var landssíminn lagður
austur yfir Hellisheiði og við það
komst Kolviðarhóll í símasamband
við nágrannasveitirnar, til mikilla
bóta fyrir ferðamenn. Eftir það var
mun auðveldara fyrir Sigurð að
fylgjast með ferðum fólks að vetrar-
lagi, hvort heldur var á Hellisheiði
eða í Svínahrauni, en á þeim slóðum
eru illviðri tíð. Mun Sigurður hafa
bjargað mörgum manninum úr bráð-
um lífsháska, þá þrjá áratugi sem
hann var gestgjafi á Kolviðarhóli. Þá
var einnig föst venja að húsinu var
aldrei læst svo að ferðamenn, er bar
að garði um nætur, gætu tafarlaust
komist þar í húsaskjól og notið
hressingar.
Þannig gekk starfið fyrir sig á
Hólnum meðan þeirra Sigurðar og
Valgerðar naut við.
Það fór ekki hjá því að í þá þrjá
aldarljórðunga sem greiðasala fór
fram á Kolviðarhóli var ferðamanna-
straumur þangað jafnan mikill. Það er
talið að hann hafi verið mestur frá því
laust fyrir aldamótin 1900 og fram
yfir 1920. Meðal þekktra útlendinga,
440 Heima er bezt