Heima er bezt - 01.10.2002, Blaðsíða 15
Valdimar Ólafsson og systkinin á Kirkjubóli í Bjarnardal, Guðmundur Ingi,
Jóhanna og Halldór.
inn. Það fluttu sárafáir Vestfirðingar
til Kanada um aldamótin 18/1900
þegar fjöldinn frá heiðarbýlunum og
afdölunum flýði landið vegna matar-
skorts og eymdar.
Heima í Önundarfirði reru bændur
og oft ungir synir þeirra á vorin frá
Kálfeyri, sem var skammt utan við
Flateyri og höfust þar við í frum-
stæðum og oft skjóllitlum verbúðum.
Sumarið 1992 rölti ég þangað frá
Flateyri með Ingu systur minni og
fleira fólki, ásamt leiðsögumanni til
að skoða rústirnar. Þá reikaði hugur-
inn til þessara fornu vinnubragða og
erfiðleikanna við að sækja sér björg í
bú til úthafsins í litlum árabátum, allt
fram á þriðja áratug tuttugustu aldar.
Osinn
Já og svo var það Ósinn, hann var
dásamleg matarkista og stórkostleg
guðsgjöf, þangað komu rauðmaginn
og grásleppan á vorin. Sameiginlega
voru þau kölluð hrognkelsi.
Svo hagar til að Holtsoddinn,
kenndur við prestssetrið Holt þar
sem Brynjólfur Sveinsson biskup
fæddist, lokar næstum firðinum, og
innan við hann er Ósinn. Bæirnir
Breiðadalur, Veðrará, Holt, Tannanes
og Mosvellir áttu land að Ósnum, en
allir bændur sveitarinnar og margir
Flateyringar veiddu þarna, þetta var
almenningur.
Þarna var mikill munur flóðs og
ljöru og grunnt um fjöruna. Þegar
logn var og spegilsléttur sjór, mátti
sjá hrognkelsin fela sig í þanginu, þó
nokkuð samlit væru. Þarna var ekki
veitt í net eins og víðast á landinu
heldur húkkað með langri stöng með
5 járnkrókum á öðrum endanum
Veiðimaðurinn reri einn á árabáti,
hafði pall, sem hann stóð á í stafni,
þannig að borðstokkurinn var í hné-
hæð. Svo ýtti hann sér áfram með
þeim enda stangarinnar sem ekki
hafði krókana og skyggndist niður í
þangið. Yrði hann var hafði hann
endaskipti á stönginni, stakk króka-
endanum útfyrir veiðina og dró síðan
snöggt að sér. Stundum náði hann
tveimur í einu og lét þá detta aftan
við sig milli þóftanna í bátnum.
Góðir veiðimenn gátu stundum
fyllt bátinn á ijörunni en besti veiði-
tíminn hófst eldsnemma á morgnana,
þegar ratljóst var orðið. Afi og pabbi
fengu oft 5-600 á fjörunni og stund-
um yfir 1000. Það var svo starf barna
og unglinga á bænum, foreldra okkar
á sinni tíð og síðar okkar Ingu systur
minnar, að mæta með kerruhest,
stundum tvo, í ljörunni þegar aðfall-
ið kom og þar með báturinn að landi
og flytja veiðina heim.
Rauðmaginn og siglingar
Rauðmaginn var svo soðinn eða
steiktur nýr eða léttsaltaður, síðan
hengdur upp og þurrkaður og loks
reyktur. Stundum var hann líka
steiktur í hveljunni við móglóð í
eldavélinni og þannig fannst mér
hann raunar allra bestur. Ekki man
ég samt eftir að aðrir en Guðrún
amma matreiddu hann svona. Hertur
steinbítur og reyktur rauðmagi sem
viðbit, var vinsæll og algengur réttur.
Grásleppan var nátturlega borðuð
líka, bæði ný og söltuð, en mér
fannst rauðmaginn miklu betri matur.
Ef vindgola var dró Guðmundur
afi ætíð segl að húni og sigldi bátn-
um sínum bæði að og af miðum og
eins í kaupstaðarferðum til Flateyrar.
Bjarni Jónsson hreppstjóri sem bjó í
Tröð í Álftafirði við ísaljarðardjúp
og nefndur var siglari, kenndi afa að
sigla þegar hann var á fermingaraldri
og í heimsóknum hjá honum í Tröð.
Bjarni þessi var í vinfengi við hjónin
Gils og Guðmundínu á Mosvöllum
og þar eð þau voru þá barnlaus, gaf
hann þeim nýfæddan dreng þeirra
hjóna sem hét Guðmundur. Sá
drengur dó mjög ungur en þá gáfu
þau hjón bara sömu Mosvallahjónum
næsta dreng sem þeim fæddist og
það var Guðmundur afi minn sem
var borinn fáeinna vikna gamall frá
Álftaljarðarbotni yfir i Korpudal í
Önundarfirði og að Mosvöllum.
Þetta var nú útúrdúr en ég man
bara ekki eftir að aðrir sigldu skekt-
um sínum en hann á uppvaxtarárum
mínum. Þó svo hafi vafalaust verið.
Seint gleymist sú ljúfa tilfinning að
sigla um ijörðinn með gamla mann-
inum, hann þá gjarnan við stýrið og
segjandi fyrir um skipan seglanna.
„Híf og heis Halldóra mín“ var haft
eftir honum.
Nú er búið að leggja þjóðveginn
yfir Ósinn miðjan, með einni langri
brú, frá Breiðadal og jarðgöngunum í
stefnu á Holt. Nú er öldin önnur,
ekkert lífsspursmál lengur að veiða
hrognkelsin enda flestir hættir því,
en þessi veiðiaðferð Önfirðinganna
er merkileg og má ekki gleymast.
Barnaskólinn
Vert er að minnast barnaskólaár-
anna. Ætli unga fólkinu í dag finnist
fyrirkomulagið ekki fornfálegt. Við
fórum í vorpróf í lestri, skrift og
reikningi, sem við höfðum lært
heima, átta og aftur níu ára gömul.
Heima er bezt 431