Heima er bezt - 01.10.2002, Blaðsíða 28
Astin brýnir ungra þrótt;
en eldri svíninýinna,
eftir vín og vökunótt
verður grínið minna.
Sveinn frá Elivogum orti þessa vísu um haustið barn að
aldri, og er hún trúlega fyrsta vísa, sem hann orti:
Kalda haustið komið er;
kný ég Ijóðastrengi.
Alftin burtu fljúga fer;
jölna blóm á engi.
Hagyrðingur októbermánaðar hér í ritinu fæddist í
Austur-Húnavatnssýslu og ól þar allan aldur sinn. Hann
hét Ágúst Sigfússon og var uppi frá 1964 til 1944. Hann
naut lítillar skólagöngu og bjó á erfiðum fjallajörðum
með ómegð ærna. Var því fátækur af veraldarauði. En eitt
átti hann, sem auðgaði líf hans að miklum mun: ríkahag-
mælsku. Að vísu sagði hann um sjálfan sig og þessa gáfu
sína, að hann hefði verið mjög hagmæltur, en skort hug-
myndina. Ég, sem þetta rita, man eftir Ágústi, eða
Sellands-Gústa, eins og hann var oft nefndur, á efri árum
hans. Þá var hann nokkuð á ferðinni og kom víða. Varp-
aði þá fram stökum, án þess að hafa mikið fyrir því. Til-
finningar eru áberandi í vísum þessa hagyrðings, eins og
í þessari vísu :
Ein sat tófa upp við stein;
yrðling mjóan syrgði.
Kvein við skógar gisin grein;
gaddur flóa byrgði.
Þagar Ágúst kvaddi Kálfárdal á Skörðum orti hann:
Ég kveð bala, ég kveð laut,
ég kveð dalaskjólin.
Ég kveð valið jurtaskraut;
ég kveð smalahólinn.
Ágúst var við heyskap í flóanum fyrir neðan Litla-
Vatnsskarð á Laxárdal. Bjó þar þá Agnar Jóhannesson.
Missti Ágúst sjónar á hesti, sem hann átti, og bað Agnar
að liðsinna sér í því efni og kvað:
Oft í skyndi óheppnin
einatt hindrar rænu.
Agnar, finndu folann minn,
Fróns á strindi grænu.
Eitt sinn henti Ágúst það óhapp að detta af baki hesti
og vindast á fæti. Þá kvað hann um það, og var ekki lengi
að:
Hrökk í kasti hættustig
hitarasta þundur.
Fótur vattst; ég marði mig;
móttak brast í sundur
Eins og fyrr sagði, var Ágúst nokkuð á ferðinni. Hann
kom oft að Stóra-Búrfelli í Svínadal og kvað eitt sinn, er
hann bar þar að garði:
Dimma ei hrellir dugnað minn
dags þó félli glóra.
Minn er elliáfanginn
að Búrfelli stóra.
Eitt sinn orti Ágúst til manns eins, er hafði hætt hann
og gert lítið úr honum í ljóði:
JJpp þig spora eg vil fá
óðs við þorug málin.
Vel ég þori þig að sjá;
þín er slorug sálin.
Að gefnu tilefni orti Ágúst þessa stöku um hjú ein:
Sat í hlöðu Siggu hjá,
sviptur sköðum kífsins
Amorsföður ýtti þá
inn í slöður lífsins.
Á hörðum vetri orti Ágúst Sigfússon, og sá fram á hey-
þrot, ef svo héldi fram sem horfði. Viðumefnið Sellands-
Gústi hlaut hann vegna búsetu á koti einu, er Selland
nefndist og var fremst í Blöndudal. Vetrarstökur Ágústs
koma þá hér:
Varla tíðin virðist góð,
veldur stríði halnum.
Agúst smíðar um það Ijóð
uppi í hríðadalnum.
Ljót á norðan lemur hríð,
lukku-skorðast-fengur.
Fönnin orðin æði stríð;
á heyforðann gengur.
Nú er kauði nauðstaddur;
nú er af sauðum brosið.
Nú er dauði nálægur,
nú er hauður frosið.
Kuldi þvinga þróttinn fer,
þeirra ringast gœði.
Grátittlinga hópur hér
harma-syngur-kvæði.
Ágúst gat stundum verið nokkuð harðorður í kveðskap
sínum. Hann vandar ekki svikaranum kveðjurnar:
444 Heima er bezt