Heima er bezt - 01.10.2002, Blaðsíða 43
Jensen yngri stendur kyrr á hlaðinu og horfir á eftir
gamla manninum, þar sem hann röltir í hægðum sínum nið-
ur götuna í kvöldkyrrðinni, í átt að Fornaldarbænum. Og
mikið undur þykir hnum vænt um þennan trausta og góða
afa, hann vill sannarlega líkjast honum í sem flestu, hugsar
ungi sæfarinn og saknaðarkennd fer um brjóst hans. En
endurfundir verða með haustinu og þá verður gaman að sjá
upplitið á afa Jensen þegar hann sýnir honum hana Gurrý
sína. Jensen brosir við þá tilhugsun. Fiann efast ekki um að
fjölskylda sín öll muni taka vel á móti íslensku stúlkunni
hans og með þá fullvissu í hug og hjarta, hraðar hann sér
inn í húsið til foreldra sinna, sem bíða hans þar.
Árla að morgni næsta dags heldur Jensen matsveinn að
heiman til Bodö, út í sumarævintýrið.
• • •
Hafið blátt og óravítt, ífeyðir fyrir stafni. Bræsund klýfur
létt í suðrænum óskabyr, lágreistar öldur Atlantsála og ferð-
in gengur greitt. Jensen matsveinn bíður þess með óþreyju
að sjá ísland rísa úr sæ. En hvenær honum auðnast að stíga
þar fæti á fasta fold, fer eftir duttlungum veðurs og vinda og
atferli síldarinnar stjórnar því hvenær Súlnavogur verður
nærtækasta afdrep í brælutíð og nú er það þolinmæði sam-
fara bjartsýni, sem gildir. Silfur hafsins veður í stórum torf-
um úti fyrir norðaustur strönd íslands, síldveiðifloti nor-
rænna þjóða raðar sér á miðin og eys upp þessari dýru auð-
lind uns sjór flýtur við lunningar. Bræsund siglir beint inn í
fyrstu aflahrotu sumarsins og verður vel til fanga. Engin
óveðursský sjáanleg að ysta sjóndeildarhring og þannig fer
fram um skeið.
Jensen matsveinn á annríkt um þessar mundir, mikil
vinna og langar vökur um borð og ærin þörf fyrir mat og
drykk hjá stritandi mönnum og hann leggur sig allan fram
til þess að veita þeim sem besta þjónustu. En þrátt fyrir allt
annríki og eril leitar hugur unga matsveinsins óbeislaður til
lands á vogskorinni strönd og biðin er honum vissulega þol-
raun. í sígildum fræðum segir að allt hafi sinn afmarkaða
tíma og skyndilega breytast góðveðursský í skuggalegar
blikur á lofti. Vaðandi síldartorfúr leita ffá yfirborði sjávar
niður í djúpin og norðan bræla bindur endi á fyrstu afla-
hrotu sumarsins. Odd skipstjóri leitar landvars ásamt öðrum
skipstjómendum. Súlnavogur er ekki það allra nærtækasta í
þetta skipti en hann lætur það ekki á sig fá og siglir
Bræsund inn á Voginn og kastar þar akkerum við dagrenn-
ingu. Jensen matsveinn gengur að sínum skyldustörfúm á
þessum morgni af sömu alúð og dugnaði og ætíð áður, en
gleðin og effirvæntingin sem blikar í augum hans dylst eng-
um, er lítur þau. Ffann framreiðir hátíðarmálsverð, sem
skipsfélagar hans fá nú að snæða í rólegheitum og næði,
eftir skyndiborðhaldið í mestu veiðitöminni og þeir njóta
þess ríkulega.
Að borðhaldi loknu hverfa skipveijar flestir til koju sinn-
ar, langþreyttir og svefnþurfi og ætla að njóta híldar á með-
an hún gefst en Odd skipstjóri stendur vaktina.
Framhald í næsta blaði.
(aima
w
I Borgarvefsjánni er að finna
upplýsingar um staðsetningu allra lagna
og tengingar þeirra við hús í Reykjavik.
Ekkert mál að finna vatnið,
rafmagnið og símainntakió
með aðstoð Borgarvefsjárinnar.
Heima er bezt 459
w w w.