Heima er bezt - 01.10.2002, Blaðsíða 26
ekki heim um kvöldið, en ræður það
að hafast við í Húsmúlakofanum um
nóttina. Var það eina sæluhúsið á
austurleið, því þá var ekki byggt á
Kolviðarhóli.
Grímur kemur eftir dagsetur að kof-
anum og lömb, sem hann hafði með-
ferðis, hýsti hann þar. Bálkur var í
öðrum enda kofans, með mosa á, fyrir
þá menn sem gistu kofann um nætur.
Þegar Grímur hafði matast, leggst
hann fyrir á bálkinum með yfirhöfn
sína yfir sér og hund sinn hjá sér.
Þegar hann hafði legið skamma
hríð, heyrist honum lest koma að kof-
anum, þar sem silar marra í klökkum
og jafnframt heyrir hann mannamál.
Honum heyrist lestin færast nær, og
þá þekkir hann raddir dáinna manna.
Við það sprettur hundurinn upp með
gelti. Fer þá Grímur út og sér hvorki
né heyrir neitt, fer inn í kofann aftur
og leggst þar fyrir á bálkinn. Heyrir
hann þá aftur eins og komi lest. En nú
ókyrrist hundurinn og getur Grímur
ekki þaggað niður í honum. Rís hann
þá upp af bálkinum og ætlar að leita
dyra, en finnur engar dyr. Ætlar hann
svo að leita til bálksins, en þá sér
hann þrennar dyr á kofanum. Hann
hafði byssu sína með sér og var hún
hlaðin. Hleypir úr henni skoti, svo allt
í einu verður bjart um allan kofann,
og sér þá hinar réttu dyr og flýtir sér
út hið bráðasta. Var þá auð jörð og
dimmt í lofti og kolsvarta myrkur.
Beið hann svo við kofann til miðnætt-
is, að tunglið kom upp. Þegar birti af
því, sá hann mann standa við tjömina
skammt frá kofanum. Hann lengdist
og styttist ámátlega, þangað til loks
hann sneri að Grími og heilsaði hon-
um með því að taka ofan hausinn og
hvarf síðan.
Hélt Grímur svo af stað með lömb-
in upp Hellisskarð og austur Hengla-
dali. En í efra skarðinu féll hundur
hans niður dauður.
Gömul sögn úr Ölfusi er að eitt sinn
hafi ferðamaður um vetur í vondu
veðri, haft náttstaö í Húsmúlakofan-
um, lokað dyrum að sér og lagst til
svefns. Að nokkurri stundu liðinni
heyrði hann að komiö var við hurðina
og gerð tilraun til að komast inn. Sá,
er inni var, hugði það vera draug og
Rútubill á leið niður Kamba, í byrjun
þriðja áratugar 20. aldarinnar.
opnaði ekki. Heyrði han um hríð
þrusk utan við hurðina, en svo þagn-
aði það. Um morguninn, þegar mað-
urinn leit út, brá honum ónotalega
við. Utandyra lá örendur maður. Var
það sá er um kvöldið áður hafði knúið
dyra og maðurinn hafði haldið vera
draug.
Þetta spurðist víða og þóttu hörmu-
leg mistök. Eftir það hafði alvarlega
verið brýnt fyrir ferðamönnum að
loka aldrei húsinu að sér um nætur.
Og sú hefð hélst um langan aldur og
það eftir að Kolviðarhóll var mönnum
byggður. Var það gert til þess að að-
framkomnir ferðamenn gætu óhindr-
að gengið inn, þó um hánótt væri.
Önnur frásögn, öllu viðfelldnari,
sem tengist leiðinni austur yfir Fjall,
gerðist í sláttarbyrjun sumarið 1890.
Þá eru á ferð austarlega á Hellisheiði
ung hjón, Jóna Guðmundsdóttir, 23ja
ára og Eyjólfur Sveinsson, 27 ára, á
leið í kaupavinnu austur í Amessýslu.
Höfðu þau lagt land undir fót sunnan
úr Leiru, þegar hér var komið sögu og
var konan vanfær. Hefur hún greini-
lega hvorki gert ráð fyrir að barnið
fæddist eins fljótt og raun varð á né
vegalengdin væri jafn löng og erfið,
er hún átti fyrir höndum. Segir ekki af
ferð þeirra fyrr en þau komu austur á
Hellisheiði. Þann dag var veður gott
með 12-14 stiga hita. Logn var, en er
leið á daginn gerði hæga útrænu. Degi
var tekið að halla en austur yfir heiði
ætluðu þau hjón að ná til náttstaðar.
Bar þá svo við er þau voru komin
austarlega á heiðina að konan kenndi
nokkurs lasleika, enda vafalaust orðin
mjög þreytt. Jókst lasleikinn smám
saman og brátt fann hún hvers kyns
var. Hún var búin að taka léttasótt.
Lagðist hún þá fyrir í grasivaxinni
laut, lítinn spöl frá veginum og beið
þess er verða vildi. En sú bið varð
ekki löng. Fljótlega fæddi hún mey-
barn og var það bóndi hennar sem
skildi á milli. I sama mund bar þar að
ferðamenn. Brugðu þeir skjótt við til
hjálpar. Fór einn þeirra strax vestur að
Kolviðarhóli og var komið þaðan með
tjald yfir konuna og aðra aðhlynn-
ingu, en annar reið austur í Ölfus að
ná í yfirsetukonu, Valgerði Ögmunds-
dóttur, að Kröggólfsstöðum. Þegar
henni bárust tíðindin af Hellisheiði,
hraðaði hún ferð sinni þangað sem
mest hún mátti. Dagur var liðinn en
björt miðsumarsnóttin sigin yfir, eins
kyrr og fögur og hún getur orðið á
þeim tíma árs. Þegar Valgerður kom á
staðinn þar sem sængurkonan lá, sótti
hún þannig að, að bæði móðir og barn
sváfu værum svefni. Hún hreyfði við
hvorugu um stund, en lofaði Guð, því
hún var trúuð kona. Svo djúpt snart
Valgerði þessi aðkoma að hún varð
henni minnisstæð jafnan síðan.
Um nóttina fór hún heim og hafði
barnið með sér. Móðirin lá í tjaldinu á
annað dægur, en þá var hún flutt aust-
ur að Kröggólfsstöðum. Var hún þá
orðin það hress að hún gat setið í
söðli á hestbaki að Kröggólfsstöðum.
Ekki er annars geti en að þeim mæðg-
um hafi heilsast vel hjá yfirsetukon-
unni, en nokkrum árum síðar (1903)
fluttu þessi hjón til Ameríku.
Hér er aðeins lítið sýnishorn er
tengist leiðinni austur yfir „Fjall,“ en
maður hraóans hefur engan tíma til að
sinna jafn úreltum vangaveltum og
þeim er bundin eru hrundum sælu-
húsum og grónum götutroðningum.
Slíkar minningar eru honum fram-
andi heimur, sem auk þess er löngu
horfinn inn í dulúð hins liðna.
442 Heima er bezt