Heima er bezt - 01.09.2007, Page 6
Ungdómsárin
Ég er fæddur á Snæfellsnesi í Staðarsveitinni, á bæ sem heitir
Kirkjuhóll, 16. febrúar 1946. Þar átti ég heima í eitt ár en þá
fluttumst við til Akraness.
ForeldrarmínirvoruMatthíasGuðmundssonhúsasmíðameistari,
og Friðbjörg Olína Kristins-dóttir.
Á Akranesi áttum við heima í nokkur ár, en fluttumst síðan
suður með sjó, eins og kallað er. Móðir mín var fædd fyrir
vestan, í Breiðavíkurhreppi að Einarslóni. Þar er allt komið
í eyði nú, en í hreppnum voru á sínum tíma 70 bæir, eða
bæjarstæði, kirkja og kirkjugarður. Klukkan úrkirkjunni sem
var á Einarslóni er nú í Stykkishólmskirkju.
Byggðin þarna fór í eyði 1945, en þá fluttu mamma og
pabbi að Kirkjuhóli í Staðarsveit, þar sem þau byggðu sér
bæ. Á þessum tíma byggði pabbi m.a. útihúsin á prestsetrinu
að Staðarstað.
Á Staðarstað var ég skírður. Prestur var séra Þorgrímur
Sigurðsson. Hann var m.a. kunnur íyrir að vera fyrstur
til þess að fá 1. einkunn í námi við Háskóla Islands.
Hann var líka einn í „skáldabekknum“ ffæga
í menntaskóla, þar sem m.a. voru Davíð
Stefánsson, Halldór Kiljan Laxness, Tómas
Guðmundsson og fleiri skáld saman í
bekk.
Við bjuggum svo í Njarðvíkum um
tíma en svo keyptu foreldrar mínir
íbúð í Keflavík, sem pabbi gerði upp
á kvöldin eftir vinnu. Hann fór síðar
í Iðnskólann í Reykjavík að læra
til smíða og varð seinna m.a. einn
af stofnendum Keflavíkurverktaka.
Þeir voru með talsverða starfsemi á
Keflavíkurflugvelli, en fyrirkomulagið
var þannig að Aðalverktakar sáu um allar
nýbyggingar þar en Keflavíkurverktakar
allt viðhald.
Við erum tvö systkinin, ég á eina kjörsystur,
sem heitir Hafdís Matthíasdóttir og má segja
að ég hafí átt nokkurn þátt í því að hún kom
til okkar.
Þegar ég var 10 ára lenti ég í slæmu slysi.
Ég hljóp fyrir bíl á Hafnargötunni í Keflavík
og skraut, sem algengt var að hafa fremst á vélarhlíf á bíla
á þessum tíma, stakkst inn í höfuðið á mér. í þessu tilfelli
var þetta lítið líkan af flugvél, sem var framan á þessum bíl.
Þetta slys varð til þess að bannað var að hafa slíkt skraut á
vélarhlíf bíla á íslandi. Skrautið stakkst svo illa í höfuðið á
mér að segja má að heilaslettumar hafí verið um alla götu. Ég
missti víst um 3 potta af blóði og er blindur á öðru auganu
síðan, því sjóntaug þess skarst í sundur. Ég hentist marga
metra, handleggs- og fótbrotnaði, en samt stóð ég upp og
labbaði á eftir. Ég missti aldrei meðvitund.
Ég man að mamma leitaði seinna m.a. til miðilsins
Ragnheiðar í Tjamargötunni, eins og hún var gjarnan nefnd,
mér til hjálpar. Hún fór í trans en sagðist ekki geta gert neitt.
„Nú, af hverju,“ spurði mamma, og Ragnheiður svaraði:
Sigurður Matthíasson.
,Vegna þess að hann gerir það sjálfur.“ Barnstrúin
var sterk hjá mér á þessum tíma.
Ég var að sjálfsögðu fluttur á spítala
eftir slysið og á meðan ég dvaldist þar
gerðist það eitt sinn að ég heyri á tal
hjúkrunarkvenna þar, sem em að ræða
sín á milli að gefa eigi lítið stúlkubam,
sem þar hafði verið að fæðast. Þá
skýtur þeirri hugsun upp hjá mér, 10
ára gömlum stráknum, að gott væri nú
ef mamma fengi þessa stúlku til sín,
því þá hefði hún eitthvað til þess að
lifa fyrir, ef ég skyldi nú deyja. Og ég
spyr því mömmu hvort ég megi ekki fá
þessa stúlku sem systur. Og þannig fór
reyndar að foreldrar mínir fá að ættleiða
hana, og varð hún sem sagt kjörsystir mín,
sem áður er nefnd, hún Hafdís.
Ég var merkilega fljótur að ná mér eftir slysið
og var kominn á stjá eftir um 2 mánuði.
Margir áttu erfítt með að trúa því að ég
næði mér svona fljótt.
Læknir sem kom að slysinu, Bjami
Sigurðsson að nafni, og vann þá við
sjúkrahúsið í Keflavík, setti töng nánast beint inn í höfuðið
á mér, til þess að loka fyrir slagæð. Hann hafði fengið svona
tilfelli í hendurnar í Þýskalandi á stríðsárunum, en hann
lenti í því að vera fangi Nasista þar. í því tilfelli var um að
ræða 13 ára gamlan dreng, sem hafði fengið sprengikúlu
í höfuðið. Sá drengur dó reyndar, nánast í höndunum á
honum. Bjami var giftur þýskri konu, prófessor, sem hét
Frieda. Hún kenndi hér við Háskólann í mörg ár.
Ég hafði úlnliðsbrotnað í slysinu og geri það vitlaust saman,
svo það varð að saga beinið upp aftur. Ekki var um neina
deyfíngu að ræða þá, og hafa öskrin í mér sjálfsagt heyrst
langt út á götu.
Það var yfirleitt ekki um auðugan garð að gresja hjá fólki
á þessum árum og því ekki alltaf um það að ræða að eyða
Útskriftarmynd ú r Matsveina-
veitingaþjóna skólanum, sem
var í húsnæði Sjómannaskólans.
438 Heima er bezt