Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 8
Jóhannes hélt að hann væri að tala um dóttur sína, Sögu. En þegar Jóhannes brást svona við, þá snerist bóndinn á hæli og sagði: „Allt í lagi, ég fer þá bara upp á Heklu“, sem bætti nú ekki úr hjá Jóhannesi náttúrlega, því hin dóttir hans hét Hekla. Og bættist þar við annar misskilningur, því bóndinn átti náttúrlega við það að þá flytti hann sig bara yfir á hótel Heklu, úr því svona væri komið fram við hann á Borg. A hótel Borg kynntist maður mörgu fólki, og meðal þeirra sem ég kynntist þar var Jóhannes Kjarval, en hann dvaldi þar síðustu æviár sín. Hann bjó á herbergi númer 125, og fékk allt frítt, vasapeninga, mat og annað sem hann þurfti. Reykjavíkurborg borgaði þann kostnað, en hefur svo kannski tekið öll málverkin hans í staðinn, þó ekki sé ég nú að fullyrða það. En eins og sagt hefur verið frá í fréttum standa nú yfír málaferli milli ættingja Kjarvals og Reykjavíkurborgar um eignaréttinn yfir málverkasafni hans. Kjarval tók vissu ástfóstri við mig, eftir að hann fékk að vita hverra manna ég var, en afí minn, Kristján Jónsson, hafði eitt sinn bjargað Kjarval frá drukknum. Hann hafði setið út á skeri fyrir utan Einarslón við að mála málverk, og var svo niðursokkinn í verkið að hann uggði ekki að sér þegar flæddi að og skerið fór á kaf. Hefði hann líklega drukknað þar ef afí hefði ekki séð hvað var að gerast, og skotið út báti og til að bjarga karlinum af skerinu á síðustu stundu. Eípp úr því urðu þeir mjög góðir vinir. Þegar afí flutti úr Staðarhreppi varð Kjarval svo reiður, að hann lýsti því yfír að það væri allt ljótt í Breiðavíkurhreppi, meira að segja símastauramir. Hann málaði m.a. málverk af mömmu og systmm hennar tveimur, og heitir það einfaldlega Systurnar þrjár. Veit ég ekki betur en að það sé á Kjarvalsstöðum. Ég hafði það hlutverk að færa Kjarval mat í herbergi hans, en ekki mátti ég gera það hvenær sem var. Kom hann því svo fyrir að breiða úlpu sína á gólfíð í anddyri herbergisins og þýddi það þá aó ég mátti ekki koma inn í það skiptið. Fór ég að sjálfsögðu dyggilega eftir því. Hann kallaði mig aldrei með nafni, ég var alltaf Snæfellingurinn, í hans munni. Og ekki var maturinn sent hann pantaði alltaf eftir hefðbundnum siðum og venjum. Eitt sem hann pantaði t.d. gjaman var sandkaka með smjöri og osti, saltfískur meö kokteilsósu, einn skammt afsitt hvoru, en það var alltaf á mánudögum og þá afgangar frá kalda borðinu kvöldið áður. Einu sinni kom hann inn í sal til okkar, en þar sátu þá við 8 manna borð, Guido og Sverrir Bernhöft og Egill Vilhjálmsson. Þeir drukku alltaf úr mokkabollum með servíettu undir. Kjarval gengur framhjá þeim og kallar svo: „Snæfellingur!“ „Já, Kjarval minn,“ svara ég, „get ég aðstoðað þig.“ Þá svarar hann hátt og snjallt, svo heyrist um allan salinn: „Ég ætla að fá kaffí og bolla, eins og þessir þarna,“ um leið og hann bendir á þá félagana. „Og svo ætla ég að fá einn glæran,“ bætti hann við, en það þýddi brennivín í staupi. „Og svo ætla ég að sitja þarna,“ sagði hann og tiltók ákveðið borð. Þá var hann að gefa skít í þá félagana með sínum hætti. Svo mátti ekki skenkja í bollann hans. Þegar ég kom þar að var hann búinn að dreifa öllum molanum um allt borðið. Þá hafði hann tekið molakarið, hellt sykrinum úr því, og drakk kaffíð úr því. Hann var alveg einstakur persónuleiki. Kjarval var þama í nokkur ár, en svo kom að því að það þurfti að flytja hann annað, því hann var farinn að missa svolítið tenginguna við umhverfið, og t.d. farinn að koma niður í sal á nærbuxunum, einum fata. Kjarval keypti Einarslón af afa mínum, og þegar hann fékk að vita hver ég var, þá gaf hann mér afsalið, sem ég færði svo afa mínum. Annar sérkennilegur persónuleiki sem mikið sótti Hótel Borg, á þessum ámm, var Haukur pressari. Hann var alltaf að sniglast þarna í kringum okkur og betla. Hann hafði þann starfa að fara á milli húsa með straubretti og straubolta og pressa föt fyrir fólk. Hann pressaði alltaf einkennisbúninginn fyrir mig. Þá var ég með í mánaðarkaup tvöþúsund krónur, af hverjum ég borgaði 1500 í húsaleigu. Það kostaði 250 krónur að hreinsa einkennisbúninginn hjá efnalaug, en Haukur tók 150 krónur fyrir það. Einu sinni kemur hann inn til mín með bevís frá Pétri hótelstjóra, um að hann eigi að fá kaffibolla. Ég býð honum sæti og næ í kaffí handa honum. Svo segir hann með sinni smámæltu rödd: „Heyrðu, þjónn, komdu, komdu. Má ég ekki bara eiga þetta vínabrauð, þama?“ Þá vildi hann að ég stæli handa honum vínarbrauði með kaffmu. Hann var mjög mikið á Vífilsstöðum líka. Eitt sinn þegar hann var þar þá deyr þar maður sem átti enga ættingja. Haukur hittir yfírlækninn frammi á gangi, stoppar hann og spyr: „Heyrðu, læknir, má ég ekki bara eiga fötin hans?“ „Máttu eiga fötin hans,“ hváir læknirinn hissa. „Jú, ætli það sé ekki í lagi, komdu bara upp á stofu til mín á morgun,“ segir hann svo. Haukur kemur svo daginn eftir, fer beint inn á sjúkrastofuna og í fataskápinn, og fer að rífa öll fötin fram á gang. Þá rís allt í einu maður upp úr rúminu og segir: „Hvern tjandann ert þú að gera, mannskratti!?“ Haukur lætur sér hvergi bregða og segir: „Þegi þú bara, þú ert dauður!“ Barþjónn í klúbbnum, 1972. 440 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.