Heima er bezt - 01.09.2007, Síða 9
Uppábúinn við matreiðsln.
Glaumbær, Klúbburinn og Sigtún
Ég vann á Borginni frá 1965 til 1969 en réði ég mig eftirþað
til starfa á Glaumbæ. Þá var vert þar Sigurbjörn Eiríksson.
Vann ég niðri í salnum á stóra speglabarnum. Þar unnum
við Ólafur Laufdal t.d. saman, en hann var síðar var með
veitingahúsin Hollywood og Broadwy. Hann vann þar
frammi í sal.
Speglabarinn var langur og eitt sinn fór ég að taka eftir
því að endaflaskan á barnum hvarf alltaf og sá ég aldrei
hver var þar að verki. Svo ég tók það til bragðs að fylla
tóma flösku af vatni og setja þar á endann. En það breytti
engu, hún hvarf alltaf eftir sem áður.
Svo brann Glaumbær og þar varð mikið tjón, eins og
gefur að skilja. Meðal þess sem þar glataðist var mávastell
fyrir 600 manns.
Á Borginni spiluðu m.a. sextett Ólafs Gauks og hljómsveit
Hauks Morthens, en þáverandi kona mín, Elva Hannesdóttir,
frá Akureyri, söng með honum í hljómsveitinni.
Eftir bruna Glaumbæjar lá ekki annað fyrir en að fara að
leita fyrir sér um starf annars staðar og fékk ég þá starf í
Víkingasal Hótels Loftleiða, líklega um 1971. Þar starfaði
þá hljómsveit Karls Lilliendahls og söngkonan Hjördís.
Starfið þarna var eiginlega hálfgerð biðstaða hjá mér, því ég
var að bíða eftir starfi í Klúbbnum hjá Sigurbirni Eiríkssyni.
Það starf losnaði svo eftir um ár, og fór ég þangað 1973.
I Klúbbnum var m.a. heljarmikið grill í salnum á hæðinni
þar sem ég vann, og þar höfðu áður verið grillaðir heilu
grísimir í matargesti. Grillið var bara frammi í sal og eitt
sinn mun það hafa gerst að gaskúturinn við það sprakk, og
svínið splundraðist um allan sal og yfir alla gestina.
Ekki var boðið upp mat af grillinu í tíð Sigurbjöms, en
samkvæmt lögum varð að samt að bjóða upp á mat á staðnum.
Og ef fólk pantaði hann var hann bara sóttur með leigubíl upp
á Ask hverju sinni. Það var því einfaldlega boðið upp á sama
mat í Klúbbnum og jafnan var á Aski upp á Suðurlandsbraut.
Og fólk undraðist ekkert tímann sem það tók, því það gilti
sérregla um sérrétti, það tók alltaf 20 mínútur að fá þá. Og
enginn fattaði neitt.
Og það var nú svo sem stundum farið í kringum hlutina.
Ég man t.d. á Hótel Borg að þar mátti aldrei afgreiða heila
flösku á borðin. Þá gerði maður það stundum að hella viskíinu
í könnu, setja hana á borðið, taka svo miða af tepoka og
festa á barminn.
Svo kom nú upp Geirfinnsmálið kunna, á meðan ég starfaði
í Klúbbnum. Ég þekkti Geirfínn. Þetta var allt hálf dularfullt,
og ég lenti að hluta til í Spíramálinu svokallaða. Þannig
háttaði til að þjónarnir keyptu vínið sjálfir af húsinu. Þá fór
ég að taka eftir því að innsiglið var alltaf brotið á flöskunum
sem ég fékk. Það leist mér engan veginn á og fór með það
tilbaka og sagði þeim að þetta gæti ég ekki selt. Við það
var engin athugasemd gerð og ég fékk nýjan skammt. Á
þessum tíma bjó ég suður í Keflavík. Ég var svo meðal
þeirra sem tekinn var til yfirheyrslu vegna Spíramálsins
en ég slapp frá því, vegna þess að ég hafði aldrei selt neitt
misjafnt á mínum bar.
Þegar þama er komið sögu er Sigmar Pétursson að opna í
Sigtúni við Suðurlandsbraut og fékk hann mig til að starfa hjá
sér ásamt tveimur öðrum úr Klúbbnum. Þar var aðalhljómsveit
þá hljómsveitin Islandia, með Þuríði og Pálma. Ég man að
þá vann meðal annarra þar í gestamóttökunni, Arnþrúður
Karlsdóttir, síðar lögreglukona og útvarpsstjóri.
Mér gekk vel að selja þama í Sigtúni og varð einn þjónninn
býsna öfundsjúkur út í það. Til mín komu ýmsir gamlir
kunningjar úr Glaumbæ, auk þess sem ég var með bar á
besta staðnum í húsinu. Svo er það að við hjónin förum til
Spánar. Þá notar þessi þjónn tækifærið og er að bakatala
mig við Sigmar vert. Hann lagði trúnað á það og úr verður
að ég er færður á bar sem var á versta staðnum í húsinu. En
þeir misreiknuðu sig þar, því þeir höfðu ekki gert ráð fyrir
því að kúnnarnir fylgdu mér einfaldlega þangað, svo það
breytti engu fyrir þann sem klagað hafði. Og þegar þetta
dugði ekki þá fór hann að bera það upp á mig við Sigmar
að ég væri að bera vín inn í húsið. Og Sigmar virtist trúa
þessu öllu upp á mig. Þegar þetta reyndist ekki eiga við
nein rök að styðjast, þá fór hann að bera það upp á mig
að ég væri að blanda vitlaust, þ.e. minna í hvem skammt,
sem sagt stela úr málinu, þannig að húsið væri að fá minna
Heima er bezt 441