Heima er bezt - 01.09.2007, Síða 10
-s
38
Walt Disney garðurinn, þar sem Sigurður vann um tíma.
fyrir sinn snúð. Á þessum tíma var ég trúnaðarmaður fyrir
þjónafélagið á staðnum, en þrátt fyrir það þá fer svo að
Sigmar segir mér upp, sem var náttúrlega ólöglegt, af því
að ég var trúnaðarmaður. Þjónafélagið fer því í mál við
Sigtún og þetta fer fyrir dóm. Það varð heilmikil pappírs
og skýrsluvinna í kringum þetta og ég á í kringum 20-30
sentímetra pappírsstafla sem varð til í málinu.
Sigmar stóð fastur á sínu og gekk svo hart fram að tvisvar
þurfti að vísa honum úr dómssal vegna talsmáta. Svo kemur
að þeim punkti í málarekstrinum að kölluð eru fyrir þau vitni
sem áttu að sanna ranga blöndun á mig. Þegar þau mæta
og eiga að bera kennsl á mig, þá kemur bara allt í einu í
ljós að þarna er verið að lögsækja rangan mann. Ég var alls
ekki sá sem málið snerist um, og það furðulega kom í ljós
að það var sá sem kærði, og hafði borið upp á mig ranga
sök. Og þá fóru nú vopnin heldur betur að snúast í höndum
manna. Hann hafði greinilega ekki gert ráð fyrir því að
frekari vitni yrðu kölluð til. Þannig að þjónafélagið vann
þetta mál fyrir mína hönd. Ég hefði sjálfsagt getað farið í
mál við hann vegna atvinnurógs, en ég ákvað að gera það
ekki. Ég afskrifaði þetta bara út úr mínu lífí, mér ofbauð svo
öll þessi framkoma þeirra sem hlut áttu að málinu.
Á Keflavíkurflugvelli
Og nú þurfti ég auðvitað að fá mér nýja vinnu, og varð úr að
ég fór að vinna sem matreiðslumaður á Keflavíkurflugvelli,
í kringum 1976. En ég hafði ekki alveg sagt skilið við Hótel
Borg ennþá, því Hjálmar Hermannsson, sem var yfirþjónn
á Borginni þá, vantaói þjón, og bað mig að koma til sín.
Það varð úr, og vann ég því um tvö ár enn á Borginni.
Þegar því lauk fékk ég starf aftur á Keflavíkurflugvelli og
vann þar sem bakari á næturvöktum. Jafnframt því rak ég
fornbókasölu í Keflavík, þar sem ég seldi einnig leikföng
og lopapeysur frá Álafossi.
Nú, ýmislegt skeði nú stundum á Vellinum eins og víðar,
og kemur t.d. upp í hugann eitt tilvik sem átti sér stað á
baksturstímabilinu, en ég var vaktstjóri þá. Með mér starfaði
maður, sem eitt sinn kom „rakur“ eins og sagt er, í vinnuna.
Ég bað hann að útbúa þeytirjóma, en það var gert í risastórum
skálum, eins og gefur að skilja á svo stórum matstað. Hann
byrjar á því og ég fer til minna verka. Svo nokkru síðar fer
ég að athuga hvernig gangi hjá honum, og þá gefur nú á
að líta. Hrærivélin á fullu, maðurinn sofnaður, og rjóminn
kominn upp um alla veggi í eldhúsinu.
Ég varð náttúrlega að láta yfírmann minn vita hvað hefði
gerst, og sá syfjaði varð svo reiður út í mig fýrir það, að
hann reyndi að ná fram hefndum með því að hella salti
úr saltstampi yfir heljarmikið deig sem ég var að útbúa
í kleinuhringi, þarna seinna um nóttina, og drap þar með
niður gerilinn deiginu hjá mér og allt varð ónýtt.
Já, það er skrýtið hvernig sumt fólk er innréttað, en þetta
varð auðvitað til þess að hann var látinn fara, svo það er
óhætt að segja að stundum skjóti menn sig í fótinn, eins og
sagt er, þó ætlunin hafí nú verið einhver önnur.
Það var mikil umsetning á Vellinum og þurfti náttúrlega
mikið til. Mér er t.d. minnisstætt þegar Mondale varaforseti
Bandaríkjanna kom í heimsókn, þá var ég settur í það að
baka kleinuhringi, þeir hafa löngum verið vinsælir hjá
Bandaríkjamönnum. Og þá dugði ekki minna en að gera 2000
stykki í einni lotu, og alla hringina þurfti ég að handskera
úr deiginu.
Eftir þetta fór ég að vinna í Húsnæðismáladeild bandaríska
hersins, en hún var rekin með svona nokkurs konar
hótelfyrirkomulagi. Var ég þá með lyklavöld að nánast öllum
húsum á Keflavíkurflugvelli. í starfinu fólst að lagfæra það
sem aflaga fór og ef hermennirnir voru að læsa sig úti þá
voru sendir menn með lykla til að bjarga því, o.s. frv.
Útfyrir landsteinana
Þegar þessu tímabili lauk svo hjá mér þá ákvað ég að flytja til
Orlando á Flórída í Bandaríkjunum. Þar byrjaði ég að vinna
hjá Holiday Inn hótelkeðjunni, sem þjónn. Þar var ég í hálft
ár og reyndist það bæði góð og skemmtileg reynsla.
Á meðan ég var erlendis sá pabbi um mín mál á íslandi,
og hafði hann umboð til þess. Fékk hann því jafnan sendan
póst og annað sem mér tilheyrði. Þá fer hann skyndilega að
fá tilkynningar um það að ég skuldi afborganir af einhverjum
skuldabréfum, sem við könnuðumst hvorugir við. Þegar hann
fer svo að grennslast fyrir um málið kemur í Ijós að strákur í
Keflavík, sem ég hafði eitt sinn skrifað upp á víxil fyrir, var
farinn að falsa nafnið mitt á skuldabréf út og suður, og hafði
það víst gengið um nokkum tíma. Svo þegar hann lendir í
því að geta ekki borgað af þeim, þá kemst málið upp.
Ég komst auðvitað ekki hjá því að taka mér frí í vinnunni
og koma heim til þess að hreinsa til í þessu máli, kæra til
lögreglunnar og færa sönnur á að ég ætti þarna engan hlut
að máli. Ég hefði sennilega getað látið vinna það í gegnum
442 Heima er bezt