Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 19
Einn af okkar vinsælustu vorboðum er lítill spörfugl, sem hefur hlotið nafnið maríuerla. Hún er af erluættinni, fuglar sem teljast til þessarar ættar eru smáir og grannvaxnir með lítið höfuð, langt stél, handflugíjaðrir eru 9, fremur stuttar, en 3 ystu armflugijaðrimar em langar. Fætur em langir og grannir, afturklóin löng og dálítið bogin, hinar eru stuttar. Stélinu, sem er óvenjulega langt, sveiflar fuglinn upp og niður. Maríuerlan er síkvik og gefur frá sé falleg hljóð sem hún endurtekurí sífellu. Á vorin er karlfuglinn blágrár að ofan, hnakki og ofan á kollinum er dökkgrátt og háls að aftan stundum næstum svartur, ljósari neðar á bringunni og kviði en dökkgrár á undirstélþökum. Tvær ystu stélíjaðrimar hvorum megin eru hvítar. Litur á kvenfugli er líkur nema kollhettan er ekki eins dökk, né greinilega afmörkuð að aftan eins og á karlfuglinum. Litur á fullorðnum fuglum dofnar þegar líður að hausti. Á ungum fuglum eru litir daufari en á þeim sem eldri eru. Einnig er talið að litur á þessum fuglum sé eitthvað breytilegur eftir því hvaðan þeir koma. Maríuerlan lifir mest á fíðrildum og öðrunt fljúgandi skordýrum, einnig á ormum og öðru sem þær fínna á jörðinni. Maríeurlan er farfugl á Norðurlöndum, hún kemur snemma á vorin, stundum í byrjun apríl á Suðurlandi ef vel viðrar en oftast ekki fyrr en upp úr miðjum mánuðinum. Algengt er að hún sé komin norður yfír heiðar seint í apríl eða byrjun maí. Maríuerlan er byggðarfugl og kann vel við sig í nærveru við mannabústaði. Hún velur gjarnan hreiðursæði í gripahúsum, sem eru nálægt tjömum eða lækjum. Einnig í mannlausum bátum, sumarbústöðum og vegghleðslum. Sumar þeirra verpa í klettum og koma þá hreiðrinu fyrir í sprungu eða þar sem er afdrep. Mikil vinna er lögð í hreiðurgerðina sem er vönduð karfa gerð úr mosa, stráum og tæjum. Að innan er hreiðrið fóðrað með tjöðrum, ull og stundum hrosshári. Varptíminn er oftast seint í maí og fyrri hluta júní. Maríuerlan verpir oftast fímm eggjum sem em mjög auðþekkjanleg frá öðmm eggjum spörfugla. Þau eru hvítleit með gráum eða brúnum dílum. Utungunartíminn er um 12-13 sólarhringar og situr móðirin mest á eggjunum. Karlinn hvílir hana á meðan hún þarf að bregða sér frá og ná sér í æti. Ungarnir dvelja í hreiðrinu nokkum tíma eftir að þeir koma úr eggjunum. Fyrstu dagana eru þeir að mestu fíðurlausir og kúra hver upp að öðrum, móðirin er hjá þeim fyrstu sólarhringana milli þess sem hún, ásamt bónda sínum, keppist við að færa börnum sínum fíðrildi og annað góðgæti. Það mætti halda að ungamir væru botnlausir því að þeir geta alltaf etið. Um leið og þeir verða varir við einhverja hreyfíngu glenna þeir upp gogginn og bíða þess í ofvæni að verða mataðir. Þegar ungarnir eru Freyja Jónsdóttir: £ Heima er bezt 451

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.