Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 23
Hólmgangan
- Já, það var víst bara tómt mont.
Og Hjálmar vill ómögulega fara ofan
af því, að það hafi verið montið eitt og
unggæðingsháttur, sem kom honum til þess
að leggja í þessa ofdirfskulegu för.
- Reyndu menn ekki að fá þig til þess
að hætta við þetta uppátæki, þegar þeir
vissu um ákvörðun þína?
- Jú,— o-jú, raunar vissu nú víst fáir um
þetta fyrr en á hólminn kom. Eg held að
menn hafi ekki almennilega trúað því, að
mér væri þetta alvara. En þegar mönnum
varð ljóst að hverju fór, þá held ég, að
fáum hafi komið annað til hugar en að
ég mundi steindrepa mig.
- En þú hefúr ekki verið á því?
- Nei, datt það aldrei í hug. Eg var
vanur klettamaður. Vissi ekki hvað
lofthræðsla var. Fram af Deildardal er
fjall, sem Ófæruhyma nefnist. Hún þykir
ekki árennileg. Þar er klettaskeið, sem
ég veit ekki til að neinir hafí farið nema
faðir minn og ég.
- Vissirðu til, að Kerlingin hafi verið
klifin áður?
- Já, um 1840, að mig minnir, gerði það
maður að naini Jóhann Schram. Hann var
danskur í aðra ættina. Mér þótti hart til þess
að vita ef að heill Islendingur gæti ekki
gert það, sem hálfúr Islendingur gat.
- Hvaða útbúnað notaðirðu svo við
uppgönguna?
- Ég hafði með mér jámfleina, við
getum kallað það stóra nagla. Bergið er
fremur gljúpt og á því byggðist áætlun
mín. Naglana rak ég svo inn í bergið fyrir
ofan mig jafnóðum og ég prílaði upp og
útbjó mér þannig eins konar stiga.
- Var ekki erlltt að standa að slíkum
smíðum svo að segja í lausu lofti?
- Jú, óneitanlega var það nú dálítið
óþægilegt og raunar versta smíði, sem ég
hef fengist við um dagana, en það var þó
engan veginn erfiðara en ég bjóst við. Nei,
ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum
með það.
- Hvað er Kerlingin talin há?
- Hún er álitin vera 80- 100 faðmar,
líklega vita menn það ekki nákvæmlega,
en mér þykir sennilegt, að hún sé nær
100 foðmum. Og þverhnípt að kalla í
sjó niður.
- Hvað varstu lengi að fikra þig
upp?
- Ég man það nú ekki. Hef líklega
ekkert hirt um að athuga það. Hef ekki
hugmynd um, hvað Jóhann Schram var
lengi og líklega veit það enginn, svo að
hér var ekki um það að ræða að setja
nýtt hraðamet.
- Varstu ekki feginn þegar upp var
komið?
- Veit ekki hvort ég get beinlínis sagt
það, en ég var náttúrulega ansi mikið
upp með mér. Já, eiginlega rígmontinn,
svo montinn, að ég gat ekki stillt mig
um að fara að æfa þar íþróttir.
- Já, einmitt. Mér þykir nú sennilegt,
að toppurinn á Kerlingunni sé sérstæðasti
íþróttavöllur á heimsbyggðinni. Hvaða
íþróttir æfðirðu svo þama uppi?
- O, þær voru nú ekki Ijölbreyttar.
En ég stóð á haus. Og þá litu þeir nú
undan, sem niðri biðu. Glánahátturinn
hefur víst alveg gengið fram af þeim.
Og það var von. Ég skil það núna, að
svona uppátæki var hrein og bein storkun
við forsjónina. En hún lét mig ekki
gjalda þess, ónei, og hefur aldrei gert.
Ég var algjörlega óttalaus. Ekki frekar
lofthræddur en ég stæði á jafnsléttu,
annars væri ég nú heldur ekki hér. Ég
er handviss um, að ef ég hefði nokkru
sinni kennt minnsta ótta í þessari för
þá hefði taflið verið tapað.
- Hvernig gekk svo nióur?
- Ja, það þykir nú kannski ekki trúlegt,
en eiginlega fannst mér verra að klifra
niður og þó var ég þó auðvitað laus
við stigasmíðina. En það var slæmt, að
Karlinn var fallinn. Hann er talinn hafa
verið talsvert hærri en frúin, eins og vera
ber, svo að líklega hefði ég heldur kosið
að kljást við hann. En hann hrundi nú,
að talið er, fyrir 300 árum, svo að hún
er farin að reskjast þessi vísa:
Kviðarkallið Kerlingar
kúrði ífjallið Haga.
Eg sá Karlinn einnig bar
í jarðfallið Má/meyjar.
Þessi staka hefur sjálfsagt átt að vísa
á ákveðin mið.
- Hvernig var þér innanbrjósts þegar
þú komst aftur ofan í bátinn?
- Jú, ég var glaður. Ég get ekki neitað
því. Glaður yfir unnum sigri, þótt ég
efaðist aldrei um, að ég mundi vinna
hann, eða að mér mundi a.m.k. ekki
hlekkjast verulega á. Auðvitað hefði ég
átt að lofa guð fyrir hans handleiðslu.
Og kannski hef ég gert það, svona með
sjálfum mér. En þó er ég ekki viss um
það. Það gleymist nú stundum þegar
maður er á þessum aldri og telur sér alla
vegi færa. Já, gleymist of oft.
- Vildirðu ráðleggja nokkrum að leika
eftir þér þessa bjarggöngu?
- Nei, engum, því hættulaust er þetta
nú ekki, segir Hjálmar hógværlega,- en
ég mundi heldur ekki letja neinn, enda
sæti það ekki á mér, engum sönsum
tók ég.
Tuttugu vertíðir við
Drangey
- Varstu ekki margar vertíðir við
Drangey?
- Jú, nokkrar, ég var þar 20 vertíðir,
lengst af sigmaður. Hafði alltaf góða
og trausta menn á brúninni. Það ríður
á miklu. Undir þeim á sigmaðurinn
lífið, þótt hann geti auðvitað týnt því
í bjarginu án þess að festarmönnum
verði um kennt. En smávægileg mistök
hjá einum manni geta samt sem áður
orsakað dauða þess, sem í bjarginu
er. Ég hafði gaman af að síga og ég
held ég hafi aldrei komist í verulegan
lífsháska við það. Ég tók við siginu af
manni, sem hét Guðni Frímannsson,
annálaður dugnaðar- og bjargmaður, svo
að mér var nokkur vandi á höndum að
standa mig ekki verr. En hvort mér hefur
tekist að halda í horfínu skal ég ekki um
dæma. A eftir mér kom, að mig minnir,
Friðrik Jónsson frá Sauðárkróki og síðan
Maron Sigurðsson og þeir bræður. Allt
voru þetta mjög snjallir bjargmenn. Já,
Drangey færði mörgum mikla björg í
bú í þá daga. Ég held, að það sé óhætt
að segja, að hún hafi stundum bjargað
sumum heimilum frá hungri.
Drangeyjarkveðlingar
- Var ekki mikið ort við Drangey,
Hjálmar? Kanntu ekki margar
Drangeyj arvísur?
- Ojú, oft var nú kastað fram
kveðlingum en misjöfnum, eins og
gengur. Ég kunni töluvert af þeim en
það er nú flest farið, eins og annað.
„Ellin hallar öllum leik“. Ég á töluvert
af þessu skrifað heima en ég man fátt
Heima er bezt 455