Heima er bezt - 01.09.2007, Side 25
eitt af því, svona í augnablikinu a.m.k.
Það kannast nú allir við þessa vísu:
Drangey sett í svalan mar,
sífellt mettar snauða.
Báran létta leikur þar,
Ijóð um Grettis dauða.
Er hún ekki eftir Gísla Olafsson, þessi,
mig minnir það? Eitthvað hefur verið
andstætt þegar þessi var kveðin:
Yndi hallast ýtum hjá,
er það varla gaman
ef drengir snjallir Drangey hjá
deyja allir saman.
Þaö var stundum golugt við og háar
öldur og krappar dynja á bergtröllinu.
Til þess benda m.a. þessar vísur:
Drangey þá úr legi lítur,
lauguð gráum þokuhjúpi.
Aldan háa oft þar brýtur
úti á lágu Ránardjúpi.
Og:
Varla má hér finna frið
fyrir þráum Kára.
Dimmu og háu Drangey við
drynur sjávarbára.
En falleg er Drangey og tignarleg
og skelfing myndi ijörðurinn okkar
blessaður, svipminni, ef hann væri
sviptur þessu djásni. Það er sannmæli
að
Grettis-fríða-friðarláð
fjörðinn prýðir Skaga,
fæðir lýði í lengd og bráð,
letur þýðir saga.
Og:
Úr hörðu grjóti, linum leir,
með list ogframann.
Þaó er bœði gagn og gaman
að guð hefur hnoðað
Drangey saman.
- Ortirðu aldrei neitt sjálfur, Hjálm-
ar?
- Onei, drengur minn. Guö hefur gefið
mér góða heilsu og sæmilegan kjark en
hann hefur afskipt mig hagmælskunni.
Nú, enda ekki von, að öllum sé allt jafn
vel gefið. Eg hefi ort eina vísu. Var þá
að koma úr Siglufirði, að mig minnir, og
sjóleiðis. Mun hafa verið skömmu eftir
aldamótin. Margt fólk var með bátnum.
Þar á meðal Hermann Jónasson, fyrrum
skólastjóri á Hólum. Við hrepptum
versta veður og var báturinn talinn
í verulegri hættu. Flestir voru meira
og minna hræddir nema Hermann.
Hann hélt bara ræður og talaði kjark í
samferóamennina. Og þá datt mér allt
í einu vísa í hug. Hún er svona:
Látum sjó ei raska ró
né réttu hófi bifa.
Oft er tófu kalt á kló,
kýs hún þó að lifa.
Mikið þakkaði Hermann mérvel fyrir
þessa vísu. Hann lærði hana strax og
kvað hana yfir mannskapnum. Jæja,
áhrifin gátu verið verri.
Ég dreg í efa, að sá, sem ort hefur þessa
vísu hafi aldrei ort meira en Hjálmar
aftekur það með öllu.
Hefur sigrað ellina
Vilhjálmsson:
Já, ég á minningar um margar yndis-
stundir frá Drangeyjarferðum og varla
líður svo nokkur dagur, að mér komi
ekki einhverjar þeirra í hug. Þeir eru
nú flestir farnir samferðamennirnir, og
bráðum fer ég á eftir. En ég hef yfir engu
að kvarta. Hér í sjúkrahúsinu er gott að
vera, fólkið er elskulegt og allir vilja allt
fyrir mig gera. Það máttu segja.
En mér sýndist Hjálmar frá Kambi
ekki vera þesslegur, að hann væri á
förum frá þessu tilverustigi. Hann vann
það því nær einstæða afrek, að sigra
tröllkerlinguna við Drangey. Á þeim
tíma þegar viðtalið fór fram, átti hann
í glímu við aðra og að vísu skæðari,
þar sem var Elli kerling. En skyldi ekki
mega segja, að maður, sem orðinn var
því nær 91 árs og hélt þó líkams- og
sálarkröftum, svo sem Hjálmar gerði, hafi
einnig, með nokkrum hætti, gengið með
sigur af hólmi frá þeirri þolraun?
Þýskur kafbátur á siglingu 1941-42.
Leið U-435 um Austfirði, 28.-30.
janúar 1942.
456 Heima er bezt
Miðvikudaginn 28.janúar, 1942,
var stafalogn og heiðríkt veður
á Seyðisfirði. Umkvöldiðvar
bjart af tungli og stjörnum.
Þetta kvöld var Eiríkur Vigfússon í
Stefánshúsi staddur út í Dagsbrún, hjá
hjónunum Regínu dóttur sinni og Þórami
Þorsteinssyni.
Um klukkan tíu heyrðist vélarhljóð frá
sjónum og þegar að var gáð sást kaíbátur á leið
inn með Eyrunum. Á móts við Þangsteina,
sneri hann út á fjörðinn og stöðvaðist við
hlið enska varðskipsins, sem hélt vörð
miðfjarðar, við hlið kafbátagirðingar, sem lá
milli Sörlastaðaeyrar og Kolstaöakletta.
Sigurður Magnússon á Þórarinsstöðum
tilkynnti sýslumanni um komu kafbátsins, sem
kom boðunum áfram til hemámsliðsins.
Varðskipsmenn urðu ekki kafbátsins varir.
Á Vestdalseyri var varðlið, sem iýlgdist
með umferð um fjörðinn og halði tvö sterk
leitarljós, sem lýstu fjörðinn og strendurnar
allt til
fjarðarmynnis. Var nú ljósið látið hvíla
á varðskipinu og kafbátnum. Seint og um
síðir náðu boðin til varðskipsmanna og sáust
þeir manna fallbyssuna, en þeir virtust ekki
geta náð miði á kafbátinn sökum nálægðar
hans við varðskipið. Engu skoti var hleypt
af og þegar kafbáturinn hélt loksins til hafs
og kafaði undan Hamarsnefinu, lýsti sjórinn
af maurildum.
Varöbáturinn halði þá forðað sér inn til
hafnar.
Tveimur klukkutímum síðar vöknuðu
Þýskur kafbátur kom til Seyðisfjarðar 28. janúar 1942.
menn vió dunur og dynki frá firðinum og
vom þar að verki siðbúin varðskip búin
djúpsprengjum. Þau höfðu verið i höfn
og höfðu ekki uppi damp þegar voðann
bar að.
Daginn eftir gekk sú saga um bæinn að
vísbending væri um að kafbátnum hefði
verið grandað út við Brimnes, spýtnabrak
og olíubrák sást þar á sjónum.
En um kvöldið, þegar Þórarinn
Daníelsson á m/b Gulltoppi kom úr róðri
undan Skálanesbjargi, barst sú gleðifrétt
um bæinn, að kafbáturinn hetði komið út
með bjarginu og haldið til hafs og áhöfnin
verið á þilfari og veifað í kveðjuskyni til
áhafnar Gulltopps. Auk þess sem sást til
kafbátsins frá Eymnum sást hann fiá Hrólfi
og Selstöðum.
Heimildir: I FREMSTU VÍGLÍNU, höfijndur
Friðþór Eydal.
Seiðfirskir hemámsþættir, höf. Hjálmar Vilhjálmsson.
Frásögn Eiríks Vigfússonar, daginn eftir \ iðburðinn.
Vitnisburður höfundar, sem sá kafbátinn við hlið
varðskipsins.
Heima er bezt 457