Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 29
Kanadiskur Chevrolet, hertrukkur Magniísar Jónssonar í Va/lanesi og Chevrolet rúta í eigu hins snjalla bí/asmiðs og viðgerðarmanns, Sigþórs í Tunguhaga, sem smíðaði á hana húsið. Gekk rútan undir gælunafninu Bótó, kennd við Bót í Hróars- tungu en hún var áður í eigu Jóhanns Kröyers, bílstjóra. Ferðalangarnir eru, f.v.: Björg Jónsdóttir og Magnús Jónsson Vallanesi, Sigurjón Jónsson, Benedikt Guðnason og Þuríður Guðmundsdóttir í Asgarði, Ingibjörg Sigurðardóttir, Þuríður Jónsdóttir, Sigþór Bjarnason og Sigurður Einarsson í Tunguhaga. Rúta Vilbergs Sveinbjörnssonar bílaútgerðarmanns og bílstjóra á Seyðisfirði. Myndin sýnir húsfreyjur úr Eiðaþinghá og frá Seyðisftrði í skemmtiferð í Asbyrgi. Ljósm. Vilbergur Sveinbjörnsson. Glefsur ítr sögu bílaútgerðar á Austurlandi á liðinni öld. Allar myndirnar eru í eigu Ljósmyndasafns A usturlands. Textar: Arndís Þorvaldsdóttir. MYNDBROT Att þú í fórum þínum skemmtilega mynd, t.d. af atburði, stað, húsum, dýrum eða fólki, sem gaman væri að birta í Myndbroti? Ef svo er því ekki að senda okkur hana til birtingar og Ieyfa If'CPnHmn HFR atS ninta hpnnar HLrn9 Willys herjeppi með íslensku húsi, líklega árgerð 1942. Jeppar voru ómissandi farartœki á illfœrum vegum, sem stundum voru svo slœmir að ekki varð komist hjá því að senda farþegana út að ýta. Myndin sýnir nokkra Seyðfirðinga á leið upp á Hérað. Maðurinn í Ijósa frakkanum með hattinn er Theódór Blöndal, bankastjóri. Ljósm. Emilía Blöndal. Þorbjörn Arnoddson á Seyðisfriði við Bombarder snjóbíl. Segja má að Þorbjörn vceri þjóðsagnapersóna þegar í lifanda lífi, fyrir frœkilegan þátt sinn í vetrarferðum yfir Fjarðarheiði. Myndin er tekin 13. mars 1957. Varð kappinn sextugur þann dag en lét það ekki aftra sér frá því að halda áætlun yfir Heiðina. A Seyðisfirói fiögguðu menn í tilefni dagsins. Ljósm. Sigurjón Risl. Heima er bezt 461

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.