Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 32
„ Um lokin “ 1958. Hluti bátaflotans í Vestmannaeyjum við Nausthamarsbryggju. þar var mikið mannsefni á ferðinni og að hugur hans stefndi til sjávar. Innan fermingaraldurs var hann farinn að róa á opnum bátum með félögum sínum, þeim Þorgeiri Jóelssyni frá Fögruvöllum og Magnúsi Isleifssyni í Nýjahúsi. Allir voru þeir miklar aflaklær, harðfrískir strákar og svo fastsæknir á fiskimiðin, að mörgum eldri manninum þótti meir en nóg um. Formennsku á bátnum önnuðust þremenningarnir til skiptis, og var mikið kapp um hvern róður. Frá þessum dögum má segja að formennskuferill Benónýs sé óslitinn fram á þennan dag. Raunverulega hefur hann aldrei verið háseti, því hann gekk beint inn í formannsstöðuna á bamsskónum, þar sem hann hefur síðan starfað með þeim ágætum og glæsibrag, að fáir munu eftir leika. Fyrsti vélbáturinn, sem Binni frá Gröf vará, hét Friðþjófur Nansen. Var hann eign föður hans og fleiri. Þar var Binni vélgæzlumaður, en gegndi ávallt formannsstöðunni í forföllum og fórst það prýðilega. Síðan var honum svo boðin formannsstaða með vélbátinn Gullu, sem hann var með í þrjár vertíðir og aflaði ágætlega. Eftir það var hann með hvem bátinn eftir annan, t. d. enska bátinn Newcastle, Gulltopp, Sjöstjörnuna, Sævar, Andvara o. fl. og fiskaði yfirleitt með ágætum og ávallt með „toppbátum“ í afla. Árið 1954 tók hann við mb. Gullborgu, Re. 38. Er það stór og mikill bátur, rúmlega 80 smálestir, og hefur hann verið með þann bát síðan. Hefur hann reynzt Binna hin mesta happafleyta og sannkölluð afladrottning, sem hann hefúr beitt í brimin hvítu og lygnan sæ með frábærum dugnaói og harðfylgi í hvívetna. Þar hefur ávallt síðan verið valinn maður í hverju rúmi, menn, sem eins og sagt er, kalla ekki allt ömmu sína og taka ekki neinum vettlingatökum á verkunum. Nei, um borð hjá Binna er betra að vera snar í snúningum og handfastur. Það á betur við fangbrögð hans við gömlu Rán og trylltan dans við dætur hennar. Að vertíðarlokum 1954 var Gullborg sem sagt aflahæsti bátur í Eyjum, og hlaut Binni þá nafnbótina „aflakóngur Vestmannaeyja“. Þá var hörð barátta um tignarsessinn milli hans, fyrrverandi aflakóngs og annarra fiskigarpa. Hann flutti þá á land 877 smálestir af slægðum fiski með haus, og var það tvöfaldur meðalafli Eyjabáta þá vertíð. Efalaust hafa mestu fiskimenn Eyjanna hugsað til hefnda á vertíðinni 1955, að komast í sætið, sem þeir annað hvort höfðu skipað eða verið mjög nærri að hreppa. Þetta vissi Binni vel og hitt, að þá myndu verða hörð átök í keppninni. 464 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.