Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 34
Bryggjulíf fyrri daga í Vestmannaeyjum, þ.e. um 1920. heldur varði titilinn 1951 og aftur árið 1952. Það ár fiskaði Óskar 719 smálestir í 77 róðrum, sem var álitið eindæma aflamagn í Eyjum miðað við slægðan fisk með haus. Menn væntu mikils af þessum unga, dugmikla formanni, en næstu vertíð fórst hann, sem kunnugt er, með mb. Guðrúnu, Ve. 163,23.febr. 1953, aðeins 36 ára gamall. Óskar Eyjólfsson varð aflakóngur þrisvar í röð, annar eftir Jóhanni Pálssyni sem náð hafði þeim frama. Þegar Benóný Friðriksson varð aflakóngur Eyjanna þriðju vertíðina í röð, samfögnuðu Eyjamenn honum og dáðu að verðleikum. Vertíðin 1957 byrjaði líkt og fyrri ár. Nýir bátar, hvers konar ný veiðitæki, nýjar áætlanir og fyrirheit, sem allt stefndi til aukins afla, sóknar og öryggis. Strax um áramótin hófst þessi árlegi darradans bátaflotans, sem samanstóð af um 100 vélbátum. Benóný lét ekki standa á sér til vertíðar, en hóf róðra 2. janúar ásamt fleirum. Ekki var langt liðið á vertíð, þegar menn fóru að leiða getum að, hver myndi verða aflakóngur, eða hvort Binna frá Gröf tækist að verja sætið fyrir ágengni annarra það árið. Meö febrúarmánuði jókst fiskur nokkuð, og mun Binni þá hafa fiskað um 200 smálestir. Fleiri voru með líkt aflamagn. En er leið á marzmánuð, hækkaði smálestatala Gullborgar mjög ört. Á tímabilinu frá 23. marz til 17. apríl fiskaði hann t. d. rúmar 320 smálestir. Nokkrir bátar fylgdu fast eftir, svo sem Stígandi, Ve., Freyja, Ve., og Kristbjörg, Ve., auk AustQarðabátanna, sem fiskuðu mjög vel og voru harðir keppinautar Eyjabátanna. Almenningur var orðinn mjög spenntur og fylgdist af ákafa með aílamagninu, sem stóðugt jókst. Skömmu fyrir mánaðamótin apríl—maí kom Binni með lokasprettinn, og stóðst þá ekkert við honum fremur venju. Síðustu íjóra róðrana kom hann með 51.210 kg, 61.200 kg, 41.970 kg og 43.150 kg. Þetta réði úrslitum. Hann varð þar með aflakóngur Eyjanna þessa vertíð með 1017 smálestir upp úr bát eða 806.305 kg miðað við slægðan fisk með haus. Hann varð um 100 smálestum hærri en næsti bátur, sem var mb. Víðir frá Eskifirði. Hinir garpamir á Eyjabátunum hæstu fengu: Stígandi 619.903 kg, Freyja 642.680 kg og Kristbjörg 604.680 kg. Þannig lauk þessari vertíð. Binni hafði orðið aflakóngur Eyjanna í ljórða sinn í röð, með meira en helmingi hærri meðalafla, og slegið öll met um tignarstöðuna. Enginn hafði haldið tignarsætinu ljögur ár í röð. Eyjamenn dáðu Binna fyrir afrekið, og sjómannastéttin heiðraði hann að verðleikum. „Undraverður fiskimaöur er Binni frá Gröf,“ sagði fólkið og skálaði fvrir honum á sjómannadaginn. Vertíðin 1958 hófst í Eyjum strax upp úr áramótum. Er það einhver sú stærsta í sögu þeirra með tilliti til þess, að 130 vélbátar voru að veiðum þaðan, auk fjölda trillubáta. Af þessum 130 bátum voru 38 aðkomubátar, stórir og smáir. Gert var út á línu, net og handfæri, og varð vertíðin einhver sú bezta og aflamesta nema hjá handfærabátunum. Afli þeirra varð yfirleitt mjög rýr og afkoman slæm ljárhagslega. í byrjun vertíðar leit fremur illa út með afla. Þorskur sást helzt ekki, hvar sem leitað var. Þá bjargaði það veiðunum að mjög mikið gekk á miðin af ýsu, keilu og löngu og varð af ágætur afli hjá mörgum bátum. Heldur lagaðist þetta er á leið, en verulegur þorskafli varð þó ekki. Fyrst í marzmánuði lögðu menn þorskanet vestan Eyja, en afli varð fremur lítill. Þá lluttu menn netin „undir Sand", og nú skeði það merkilega, að þar varð strax ágætur afli og 466 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.