Heima er bezt - 01.09.2007, Side 37
Og Ingólfur kveður á dansleik um fagrar konur:
Vekur hjá mér villta þrá
með vonargneista sínum,
kœra vina - vil þigfá
að vefja í örmum mínum.
Ærið fögar ertu snót,
aðeins þig ég dái.
Armlög þín ogyndishót
alltafheitt ég þrái.
En hagyrðingur septembermánaðar yrkir ekki aðeins um hið
ljúfa líf. Hann yrkir um haustið og liti þess:
Sölnað gras ogsorþð barð,
snœvi þaktir tindar.
Haustið er að ganga í garð;
gnauða svalir vindar.
Fölnar strá ogfrystir grund,
fer að kaldur vetur.
Vindar kveina, klökk er lund,
kvíða að mérsetur.
Eftirfarandi vísa er ort til manns, er þóttist eiga nóg af veraldlegum
gæðum:
Um það herma ýmsar spár;
oft þeir vilja stranda,
sem hafa vasa fulla jjár,
en fátœktina í anda.
Þegar klámstjömunum var bannað að koma til Islands, bmgðust
Bændasamtökin hart við. Þá orti Ingólfur Omar:
Klámstjamanna kunna lið
komið er áforboðslista.
Samtök bænda brugðust við
og bönnuðu þeim að gista.
Að lokum er falleg vísa, sem Ingólfúr Omar orti til konu
sinnar:
Linda mín er Ijúfog góð,
- lífsglöð framar vonum,
yndsfögur, ung og rjóð;
með álitlegri konum.
Ég hefí kynnt vísur og erindi eftir Ingólf Ómar Ármannsson.
Hann mun vera yngsti hagyrðingur mánaðarins ífam að
þessu.
Hafið gaman af! Vísnagerðinni er borgið, ef hin ungu halda
íþróttinni við.
Dægurljóð
Dægurljóðaunnendur. - Nú sendi ég ykkur dijúgan þátt ljóða undir
ljúfúm lögum. Eitt sinn kom út bók með því heiti, eftir Guðmund
Bjömsson landlækni, er notaði dulnefnið Gestur. Bók hans kom
út 1918, og vakti athygli vegna léttleika og þokka. Eitthvað hef
ég birt úr þessari ágætu bók í þáttum hér I ritinu.
Nýlega birti ég ljóð um heiðardalinn og hið ljúfa líf sem lifað var
þar. En þetta var lengra ljóð en það sem ég birti. Kona á Dalvík,
Ema Kristjánsdóttir, sendir mér erindin þqu. Hún segist eiga allt
HEB Ifá byijun. „Mig langar til að þakka þér fyrir allar vísur og
kvæði, sem komið hafa í blaðinu lfá því að þú fórst að ritstýra
vísnaþættinum.“
Ema bendir mér á, að lína ein í ljóðinu sé rétt þannig: „Og
falslaust viðmót þess...“ Því miður viti hún ekki, hver ort hefúr
þetta fagra ljóð. Ema segist alltaf byija á því að lesa ljóðaþættina,
þegar hún fær blaðið í hendur.
I Heiðardalnum
I Heiðardalnum er heimbyggð mín,
þar hefég lifað glaðar stundir,
því hvergi vorsólin heitarskín
en hamrajjöllunum undir.
Ogfólkið þar er svo jtjálst og hraust,
svo falslaust viðmót þess og ástin traust.
Já, þarerglatt, það segi égsatt,
og sælt að eiga þar heima.
A vorin brýst þar úr bntmifram
á björkum laufskrúðið jríða,
um sumarjjallablóm hlíð og hvamm
og holt og grundir þar prýða.
Um haust er roðinn á hnjúkum skær,
um himin flugeldum á vetrum slær.
Já, þar er glatt, það segi ég satt,
og sælt að eiga þar heima.
Eg elskajjöllin, því höfitð hátt
ég hefi lœrt afþeim að bera.
A Ijósum tindi við lojiið blátt
m ig langar jajhan að vera.
Því þar í öndvegi uppi hcest
er útsjón fegurst björtum himni næst.
Já, þar er glatt, það segi ég satt,
og sœlt að eiga þar heima.
Ég þakka þetta ljóð, og veit, að það muni falla í góðan jarðveg
hjá lesendum.
Hinn 26. nóvember 2006 barst mér bréf og ljóð ffá konu í
Hafnarfirði, Erlu Ragnarsdóttur að nafni. Hún segist hafa ort
lfá bamsaldri, vera Vestfirðingur og hafa búið í Hafharfirði um
árabil. Að lokum segir Erla, eftir að hafa látið lofsyrði falla um
ljóðaþáttinn í Heima er bezt:
„Mig langar til að senda þér ljóð, sem ég orti fyrir tveimur árum,
og er um landið okkar hér á hjara veraldar.“
Heima er bezt 469