Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 38
Land náttmyrkra og skammdegis.
Löng er nóttin Norðurhjara á
og niðamyrkur skammdegis svo svart,
en við elskum þetta land og unnum því,
því aftur kemur vorið hlýtt og bjart.
Þá grœnkar jörð; hve gjöfult vorið er,
þá gleðjast menn, því burt er vetrarþraut.
Að hjörtum okkar leggur Ijúfanyl
og Ijóma slcer á ævi vorrar braut.
Þá bruma trén, þá brosa blómin smá,
hve bjart verður allt og gott að vera til.
Framundan mun sumar blítt á brá,
og björt verður nóttin Norðurhjara á.
Hér er létt ljóð, sem ég fann og nefnist „Bella Donna“:
Bella, bella, donna,
bella, bella, mía.
Eg svíf í draumi sœll til þín
með söngva nýja.
Engilbnosió b/íða,
bemskuljóðió þýða
flytur með sérfögnuð lífs
ogfegurð grœnna hlíða.
Og blómin svœfir sœtt
hið svása vor.
Urflilu heiði brosirfeimin stjama.
Og álfar Ijóssins rekja okkar spor
um ástarveldin heið
í dalsins kyrrð.
Að lokum er svo átthagaljóð, sem mér barst nýlega. Það er helgað
Eyjaíjöllum og er eftir einn ágætan íbiia, þess, Sigurð A. Björgvinsson.
bónda á Stóru-Boig. Hann er fæddur 10. janúar 1942. Hann er einhleypur
og býr einn ájörð sinni og hefur átt þar heima lfá æskuárum.
Sigurði kenndi ég, er ég var skólastjóri undirAustur-Eyjafjöllum, 1953-
54. Hann sýndi góða námshæfileika. Hefur tekið þátt í spumgakeppnum
í Rangárþingi og getið sér þar góöan orðstír. Sigurður er sjál ffnenntaður
maður eins og best má veiða. Ég þakka honum átthagaljóðiö um
EyjaQöll, og sendi honum í leiðinni kæra kveðju.
Eyjafjöll
iLaghodi: Urnlir hláhimni).
Það er viðsýnt ogfagurt um Fjöllin,
við þá fossandi læki og skörð,
en sú mynd, sem oft minnir á tröllin,
afsvo máttugu valdi ergjörð
En fx') blási rnjög hart með þeim hlíðum,
þá við hopum ei við það um set,
afþvi líjsins í stormunum striðum
verður ströndin oftýfð eftirhret.
Nú er sumar og kyrrð yfir sænum,
en það sindrar á jökulsins brún.
Allvel blómin sér una í blœnum,
sem þá bylgjast um engi og tún.
En þóyggld verði elfan á strauminn,
ersú alda við ströndina rís,
samt við eigum að eilífu drauminn
um þá eyfellsku vorparadís.
Nú bið ég ykkur vel að njóta og liftð heil, þótt hausti!
Auðunn Bragi Sveinsson..
Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík
audbrasjaþimnet. is
Á léttu nótunum
Rússinn og Bandaríkjamaðurinn em í úrslitaatlögu um
guilverðlaunin. Áður en loka atrennan hefst kemur þjálfari
Bandaríkjamannsins til hans og segir:
„Gleymdu nú ekki því sem við höfum fundið út um Rússann.
Hann hefur aldrei tapað viðureign vegna þessarar sérstöku
„kringlu“klemmu, sem hann nær. Hvemig sem þú ferð að, þá
láttu hann aldrei ná þessu taki! Ef honum tekst það, þá ertu
búinn að vera!“
Glímukappinn kinkaði kolli til samþykkis. Og svo hefst keppnin.
Bandan'kjamaðurinn og Rússinn snúast nokkmm sinnum í
kringum hvom annan í leit að opnu færi til að ná taki á hinum.
Allt í einu stekkur Rússinn ffam, grípur í Bandaríkjamanninn
og pakkar honum saman í kringlutakið, sem þjálfarinn hafði
mest óttast.
Vonbrigðastuna heyrðist ffá áhorféndaskaranum, og þjálfarinn
faldi andlitið í höndum sér, því nú vissi hann að keppnin var
töpuð. Hann treysti sér ekki til að horfa á endirinn.
En allt í einu heyrðist hræðilegt öskur og gríðarleg fagnaðarlæti
frá mannfjöldanum. Þjálfarinn leit upp rétt nógu snemma til þess
að sjá Rússann þeytast upp í loftið. Hann lenti aftur á bakinu á
keppnisgólfinu með háum skelli og Bandaríkjamaðurinn henti
sér ofán á hann af veikum mætti, náði lástaki og vann þar með
keppnina.
Þjálfarinn var alveg dolfallinn. Þegar hann loks náöi að vera
einn með bandaríska glímukappanum, spurði hann:
„Hvemig í ósköpunum tókst þérað losna úrþessu taki? Það
hefúr engum tekist hingað til!“
, Jú,“ svaraði glímukappinn, „ég ætlaöi að fara að gefast upp
þegar hann náði takinu á mér, en á síðasta augnabliki opnaði ég
augun og sá eistun á honum rétt fyrir ffaman andlitið á mér. Ég
hafði engu að tapa, svo af mínum allra síðust kröftum teygði
ég fram hálsinn og beit eins fast í þessar elskur og ég frekast
mátti. Og þú getur ekki trúað því hvað maður verður sterkur
þegar maður bítur svona í punginn á sjálfúm sér!“
470 Heima er bezt