Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 40
Jón R. Hjálmarsson: STOFNUN RÓMABORCAR Róm var um aldir höfiiðborg heimsins, Hún var nefnd borgin eilífa og menn sögðu gjama að allar leiðir lægju til Rómar. En Róm var samt sem áður ekki elsta borg Ítalíu, því að margar þjóðir höfðum um aldir búið í landinu áður en Róm varð til og Rómverjar tóku að láta að sér kveða í heimsmálunum. Þar á meðal voru frumbyggjar sem verið höfðu á Italíu frá örófi alda og síðan bættust við nokkrir þjóðflokkar sent fluttust til landsins á síðasta árþúsundi fyrir Krist. Ber þar hæst hina leyndardómfullu Etrúra sem ffæðimenn deila sífellt um hvaðan komu. Þeir stofhuðu fjölmörg borgríki um miðbik landsins þar sem nú heitir Toskana og náði áhrifasvæði þeirra jafnvel suður fyrir Tíberfljót um skeið. Síðan voru það Grikkir sem stofnuðu sæg af nýlendum um sunnanvert landið og á Sykiley. Báðar þessar aðkomuþjóðir lögðu grunninn að siðvenjum, trúarbrögðum, verkkunnáttu og menningu Rómverja í ríkara mæli en nokkrir aðrir. Enginn veit samt með vissu hvenær Rómaborg byrjaði að rísa sem lítið sveitaþorp á suðurbakka árinnar Tíber. En löngu síðar þegar þarna var orðinn stór staður ákváðu fróðir menn í borginni að Róm hefði verið stofnuð hinn 21. apríl árið 753 f. Kr. Það var svo sem ekki verra ártal en hvað annað, þótt rannsóknir sýni að byggð á þessum stað sé að minnsta kosti sex til sjö öldum eldri. Þessum mönnum þótti gott að hafa einhverja viðmiðun og brátt spratt líka upp ríkulegur sagnaarfur um upphaf þessarar stórmerku borgar. I þessum þjóðsögum segir frá Latverjum sem heima áttu í héraðinu Latíum fyrir sunnan Tíber. Þar töluðu menn latínu sem síðar varð tunga Rómverja og heimsmál um aldir. í Latíum voru mörg þorp og bæir. Einn þessara staða var Alba longa og sá sem fyrstur festi þar byggð var Júlus nokkur frá Tróju, en hann var sonur hins víðfræga Æneasar sem við illan leik slapp úr bmna Trójuborgar og frá segir í kviðum Hómers og víðar. í Alba longa ríkti á áttundu öld góður og göfugur konungur sem hét Númitor. Hann átti bróður sem hét Amúlíus og var sá bæði valdasjúkur og hinn mesti þorpari. Hann stofnaði til samsæris og steypti bróður sínum af stóli og gerðist sjálfúr konungur. Síðan lét hann drepa son hins afsetta konungs og gerði dóttur hans að einni af musterismeyjum Vestu, en meyjar þær máttu ekki giffast eða eiga böm og urðu að lifa sem nunnur. Væri það bann brotið voru Vestumeyjar múraðar inni í grafhvelfingu og látnar svelta til bana. Með þessum aðgerðum vildi hinn vondi Amúlíus koma í veg fyrir að Númitor ætti afkomendur sem síðar kynnu að gera kröfur til konungdóms. En áform Amúlíusar heppnuðust ekki að öllu leyti. Stríðsguðinn Mars felldi ástarhug til hinnar fögm Vestumeyjar og gat við henni tvíbura, drengi sem skírðir voru Rómúlus og Remus. Amúlíus varð æfur við þessi tíðindi og skipaði þjóni sínum að taka bræðurna og varpa þeim í ána Tíber. Þjónninn fékk sig ekki til þess, heldur setti drengina í körfu sem hann stjakaði út á ána. Brátt bar straumurinn körfuna að landi og þá sendi stríðsguðinn Mars eitt af dýmm þeim sem honum voru helguð sonum sínum til bjargar. Það var úlfynja, sem kom fram á árbakkann til að svala þorsta sínum. Hún kom auga á drengina og bar þá í greni sitt og gaf þeim að sjúga með yrðlingum sínum. Nokkm síðar fann fjárhirðir bæli úlfsins og tók drengina heim til sín og fóstraði þá upp. Þar fengu þeir gott atlæti og vöndust snemma bæði vinnu og íþróttum. Einnig stæltust þeir í bardögum við villidýr og ræningja og urðu hinir vöskustu menn. Um síðir frétti hinn afsetti Númitor af þessum drengjum og spurði fjárhirðirinn og þjóninn sem bar þá forðum út um uppruna þeirra. Kom sannleikurinn þá í ljós og reyndust 472 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.