Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 43
Ingibjörg Sigurðardóttir:
'cdjJciú, læJaiit
a
Framhaldssaga
9. hluti
Haukur hefur lokið við kvöldverðinn. Hann stendur snöggt
upp frá borðum, þakkar fyrir matinn og býður góða nótt. í kvöld
ætlar hann að vera einn. Hljómar dagsins eru þagnaðir og allt
er hljótt, þrungið kyrrlátum friði. Haukur stendur við gluggann
á herbergi sínu og horfir út í húmsælan faðm kvöldsins. Heitar,
sárar tilfinningar fylla sál hans. Anna er farin án þess að kveðja
hann... ein, gangandi, vildi ekki bíða eftir að hann kæmi heim
með bílinn og flytti hana heim að Gili. Hvað hefur hann brotið
af sér gagnvart henni? Af hverju hefur hún forðast hann upp
á síðkastið? Af hverju flýði hún út úr stofúnni í dag, þegar
hann bað hana að dansa við sig. Svarið hljómar í sál hans kalt
og miskunnarlaust: Hún vill ekki nánari kynni, vill ekki gefa
honum svo mikið sem eitt hlýtt handtak að skilnaði. Allt frá
þeírri stundu, er þau stóðu hlið við hlið í lækningastofunni í
sumar og lögðu sameiginlega ffarn hendur sínar í líknarstarf'i,
fannst honum þau heyra hvort öðm til, fannst hann vera tengdur
helgum ósýnilegum böndum þessari hugdjörfu kærleiksríku
stúlku, sem hikaði ekki við að fylgja honum. Frá þeirri stundu
hefur hann átt þá einu ósk að mega standa við hlió hennar allt
sitt líf í fómfúsu starfí, gefa henni ást sína og virðingu, en
aldrei fengið tækifæri til að bera fram með orðum játningu
hjarta síns. Nú er Anna farin og svar hennar er honum ljóst.
Hann er vaknaður af draumi, sem aldrei verður veruleiki. Hinar
deyjandi vonir hans taka á sig fölva haustsins, sumarið úti í
náttúrunni er senn á enda, ást hans og helgustu þrár lúta sama
lögmáli. Hann reikar að legubekknum og leggst upp í hann.
Húmdökk nóttin færist yfir. Ástljúf og sefandi seióir hún vitund
unga læknisins að lokum inn í faðm drauma sinna.
***
Nýr morgunn ljómar, sólroðinn og fagur. Hinar glitrandi
tárperlur næturinnar þorna fyrir hækkandi geislum hans.
Agnes er óvenjulega snemma á fótum. Hún gengur út í
blómagarðinn og tínir rósir í stóran vönd. Enn eru blómin
lítið byrjuð að fölna og angan þeirra ennþá sæt og fersk.
Dreymið bros leikur um andlit læknisdótturinnar og hún
horfir upp í herbergisgluggann yfir svölunum, og enn er
Haukur ekki vaknaður. Það er hún viss um. Nú ætlar hún
að leika morgundísina sjálfa, koma svífandi inn til hans,
setja rósirnar á náttborðið hjá honum og láta hann vakna
við ilm þeirra eins og fyrsta morguninn hans á Sólvangi.
Hún flýtir sér inn og mætir móður sinni, sem kemur út úr
dagstofúnni. Ragnhildur er glöð á svip. Hún snýr sér að
Agnesi og segir brosandi.
- Pabbi þinn var að hringja til mín. Hann er kominn til
Reykjavíkur.
- Það eru góðar fréttir. Hvenær kemur hann hingað heim?
- Á morgun, bjóst hann við.
- Nú, strax á morgun. Þér er óhætt að fara að undirbúa
heimkomugildið, móðir góð.
- Gleðin yfir endurfundunum erjafn sameiginleg hjá okkur
báðum, hvað sem öllum veizlum líður. Hún hefúr alltaf verið
það, Agnes mín.
- Eg veit það mamma.
Agnes hleypur léttilega upp stigann, að herbergisdyrum unga
læknisins og staðnæmist þar. Hjartað slær létt í brjósti Agnesar.
Hún snýr handfanginu hljóðlega, en hurðin er læst. Hvað er
að Hauki? Hann er ekki vanur að læsa. Oft í sumar hefur
hún vakið hann með morgunkaffi og alltaf komið að ólæstri
hurðinni. Áform hennar er glatað. í þetta sinn vaknar hann
ekki við rósailminn frá henni. Beiskjan yfir vonbrigðunum
rænir allri gleði hennar. Samt skal hún vekja Hauk og segja
honum fréttimar af heimkomu föður síns. Senn er vem hans
á Sólvangi lokið og þetta yndislega sumar orðið að ævintýri,
sem aldrei má taka enda. Hún drepur létt á dymar. Haukur losar
svefninn og rís upp af legubekknum, höfúð hans er óvenju
þungt og honum er hrollkalt. Hann er í öllum fötunum, hafði
gleymt að hátta í gærkveldi. Hann reikar fyrst út að glugganum
og horfir út, gullroðinn morgunn heilsar honum. En fegurð
umhverfísins hefur misst lit sinn. Allt er sviplaust og kalt í
augum unga læknisins, ekkert til, sem vekur gleði í sál hans
framar á þessu glæsilega sveitaheimili.
Lítið högg á hurðina vekur hann af dapurlegum hugsunum.
Hann gengur að dyrunum og opnar þær. Nokkur augnablik
stendur hann kyrr og horfir á Agnesi, brosið leiftrar í augum
hennar, döggvotar rósimar, sem hún heldur á, anga á móti
honum, en jafnvel fegurð þeirra hefúr engin áhrif á hann nú.
- Góðan daginn, Haukur.
- Góðan daginn, Agnes. Gjörðu svo vel að ganga inn
fyrir.
Agnes gengur inn í herbergið til hans og lætur rósirnar í
Heima er bezt 475