Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 44

Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 44
tóman kristalsvasa á borðinu. Svo snýr hún sér að Hauki, og viðkvæmt bros blikar í augum hennar. Hún segir: - Þetta verða líklega síðustu rósimar frá þessu sumri, sem anga héma í herberginu þínu, vinur minn. - Það er sennilegt. Sumarið er á enda, og fegurstu blómin eiga sér skamma ævi. - En þau vakna á ný með hverju vori. - Já, sum að vísu, en önnur vakna til lífsins aðeins einu sinni. Agnesi dylst ekki sorgin og vonleysið í rödd hans, og það snertir hana óþægilega. Hún segir: - Ég er komin til að segja þér gleðilegar fréttir. Pabbi hringdi í morgun, hann er kominn til Reykjavíkur. - Það em góð tíðindi. - Já, en þá fer víst að styttast tíminn, sem þú verður héma. Agnes lítur á Hauk, og angurblíður saknaðarblær líður yfir andlit hennar. - Já, nú er ég á fömm héðan, fýrst faðir þinn hefur lokið utanför sinni. - Verður þú ekki í Reykjavík í vetur? - Nei. - Hvarþá? - I Ameríku, vona ég. - IAmeríku? - Já, ég ætla þangað í haust til framhaldsnáms. - Haukur! - Já. - Af hverju ætlar þú af landi burt? - Mig langar til að sjá heiminn og læra meira. - Hvað ætlar þú að verða lengi ytra? - Það veit ég ekki nú, - ef til viil helga ég mig læknisstarfmu í ffamandi landi og kem aldrei aftur. - Haukur! Nafn hans líður af vömm Agnesar eins og kvalastuna. Hún hnígur niður á stólinn við borðið og grúfir andlitið í höndum sér. Herðar hennar kippast .til af þungum ekka. Haukur horfir á Agnesi, og undmn og skelfing gera hann orðiausan. Hvað hefur hann gert henni? Af hverju grætur hún? Hálf gleymt atvik frá því í vor rifjast upp í huga hans, skýrt og ásakandi. Getur það verið, að hann hafí vakið svo taumlausa ást í brjósti þessarar stúlku með gálausri framkomu sinni, nóttina sem þau komu tvö ein saman af fyrsta dansleiknum? Getur einn koss af vömm hans verið svo máttugur? Sárt andvarp líður frá brjósti hans. Vekja ást hjá konu og hrinda henni svo ffá sér, nei, slíkan glæp getur hann aldrei ffamið, samvizka hans er of viðkvæm til þess. Hamingja hans er glötuð. Hann verðskuldaði ekki ást kaupakonunnar, hún var of hrein og flekklaus fyrir hann. Kaldur sviti sprettur ffam á enni unga læknisins. Hvað getur hann gert? - Agnes, ég bið þig afsökunar, ég ætlaði ekki að særa þig, segir hann. - Ég veit það, Haukur. En ég gat ekki heyrt þig tala um að fara af landi burt og koma kannski aldrei affur. Agnes lítur á Hauk tárvotum augum. - Ég hélt, að það skipti litlu máli fyrir þig, hvort ég væri á Islandi eða Ameríku. - Þar sem þú ert, Haukur, þar er hamingja mín. Ég verð að segja þér eins og er, ég get ekki annað. Haukur horfír á Agnesi, og augu þeirra mætast. Tárin, sem glitra í augum hennar, snerta drenglynda sál unga læknisins dýpra en hans eigin tilfinningar. Á þessu augnabliki stendur hann á örlagaþyngstu krossgötu lífs síns, og hann á sjálfur sökina á því, en með drengskap skal hann taka afleiðingum gerða sinna. - Hvað get ég gert fýrir þig, Agnes? - Komið heim til mín að loknu ffamhaldsnámi. - Ég lofa þér því. - Ætlarðu að skrifa mér á meðan fjarlægðin aðskilur okkur? Bros hennar brýzt í gegnum tárin. Hún er að sigra. - Efþú óskarþess. - Þú veizt, hvers ég óska, Haukur. - Nei, Agnes. Óskir þínar em mér að mestu leyti ókunnar, en ég mun efna gefíð loforð. Hann vill ekki lengra samtal að sinni, opnar dymar fram á svalimar og gengur út. Svalt hressandi morgunloftið leikur um unga lækninn, og mesta ólgan og sársaukinn í sál hans minnkar brátt í hinu dýrðlega geislabrosi morgunsins. Agnes finnur að Haukur vill vera einn, og hún getur vel unnt honum þess um stund, en trúlofunarkossinn, sem hún hefur beðið effir og þráð í allt sumar, ætlar hún að meðtaka af vömm hans, áður en hún heldur á brott. Hún veit að Haukur býður hann ekki fram að fyrra bragði, fyrst að hann fór strax að samtali þeirra loknu út á svalir. Hún rís á fætur og gengur út til læknisins, hallar sér að barmi hans og réttir fram rósrauðar varir sínar. - Kysstu mig, Haukur, heiti þínu til staðfestingar, hvíslar hún. Haukur lítur á Agnesi og virðir hana fyrir sér nokkur andartök, töfrar augna hennar og kvenleg fegurð hafa aldrei átt meira vald en nú. Þó getur hann ekki hrifíst af því. Helgustu vonir hans em dánar, hann veit, hve þung þau örlög em. Hví skyldi hann þá láta vonir Agnesar hljóta sama dóm, fyrst hún ber þessar heitu kenndir í brjósti til hans, sem hún hefur látið í ljós. Hann er víst líka heitbundinn henni. Það urðu örlög hans. Haukur lýtur niður að Agnesi, og snertir varir hennar með léttum kossi. - Þér er óhætt að treysta mér, Agnes, segir hann dapur- lega. - Ég geri það líka, Haukur. Hún leggur armana um háls honum og þrýstir öðmm kossi á varir hans, svo gengur hún brosandi burt af svölunum. í sál hennar gnæfír sigurgleðin hæst. Haukur er hennar í framtíðinni, honum er óhætt að treysta. Meðan hann dvelur ytra, getur hún notið lífsins í fullu frelsi. Þegar hann kemur heim affur, rætast fegurstu framtíðardraumar hennar. Enn sem fýrr er hún óskabam hamingjunnar. Agnes hleypur létt í fögnuði sínum niður í forstofúna og stígurdans í hvetju spori. Við eldhúsdymar mætir hún móður sinni. Ragnhildur er á leið upp í herbergi læknisins með morgunkaffið handa honum. Þær nema báðar staðar, og Ragnhildur segir: - Þaó var gott, að þú komst, Agnes mín, ég var lögð afstað með morgunkaffið handa lækninum, upp í herbergið til hans. 476 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.