Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Page 46

Heima er bezt - 01.09.2007, Page 46
*** Sumarið er horfið með allan sinn unað - lifír aðeins í endurminningunni. Bjartur, kyrrlátur haustdagur heilsar sveitinni. Anna á Gili nemur staðar við veginn og leggur frá sér dálitla ferðatösku. Hún bíður eftir áætlunarbifreiðinni, sem fer suður til Reykjavíkur. Sál Önnu er samstillt hinni helgu kyrrð morgunsins. Hvorki söknuður né gleði birtist í svip hennar, - aðeins þrá, sem hún verður að svala. Hún lítur á úrið sitt, og henni finnst hver mínútan lengi að líða. Endurminningarnar, sem tengdar eru við fallega gullúrið á armi hennar, streyma fram í hugann, ástljúfar og harmsárar. Þær eru grundvöllurinn að því ferðalagi, sem hún er nú að heíja, ein og ókunn. Aætlunarbifreiðin nemur staðar hjá Önnu. Ökumaðurinn tekur við fátæklegum farangri hennar og hún stígur inn í bifreiðina, sem ekur strax af stað. Æskustöðvamar smáfjarlægjast og hverfa að baki ferðakonunnar, en ný sjónarmið opnast. Anna hallar sér að glugga biffeiðarinnar í saknaðarkenndri leiðslu og horfír út. Svipmikið, tignarlegt landslag mætir hvarvetna augum hennar í fjölbreytilegum skyndimyndum, sem koma og hverfa fyrir hraða farartækisins. Allt er þetta nýtt og framandi fyrir Önnu. Hún hefur aldrei fyrr komið út fyrir takmörk sveitar sinnar og er nú að leggja út í lífíð ókunn og ein, en sál hennar geymir hinn helga eld þeirrar hugsjónar, sem hún ætlar að fórna sér fýrir, og gefúr henni nýjan þrótt. Jafnvel skilnaðurinn við foreldra hennar og æskuheimili varð ótrúlega léttur fyrir mætti hans. Nú er sveitin hennar langt að baki, horfín! Hugur Önnu flýgur heim að Gili, og sárljúf, tregablandin þrá fyllir vitund hennar. Kvöldið, sem hún bað um fararleyfið að heiman, blikar nú skýrt í ljósi endurminninganna og líður fram í huga hinnar einmana ferðakonu. Húmsælt haustkvöld hvíldi yfír baðstofúnni á Gili. Anna var þar ein með foreldrum sínum. Setningin, sem búið hafði í huga hennar frá því að hún kom heim frá Sólvangi, brauzt ffam í orðum, og hún sagði lágt og biðjandi: - Mig langar til að fara að heiman í haust. Foreldrar hennar litu bæði á hana þögul af undrun, en svo sagði móðir hennar: - Hvert langar þig til að fara, Anna mín? - Suður í Reykjavík. - Hvað ætlar þú að gera þangað? - Læra hjúkrun. - Hjúkrun? Þau höfðu bæði orðið upp effir henni. Svo spurði faðir hennar: - Hvaða peninga hefúr þú til þess, góða mín? - Sumarkaupið mitt. Hann brosti dauflega. - Það hrekkur nú skammt til þeirra hluta. Fékkstu þá hugmynd á Sólvangi í sumar að læra hjúkrun? - Já. Mig langar til að hjálpa þeim, sem þjást og Iíóa. - Það er fögur hugsun, því neitar enginn, en það verða líka að vera möguleikar fyrir hendi til að geta kostað svo langt nám, sem hjúkrunarstarf nútímans útheimtir. Hún horfði biðjandi á föður sinn, en andstaóa hans gerði hana einbeittari, og hún hrópaði heitum grátklökkvum rómi. - Eg verð að fara að heiman og læra hjúkmn, pabbi minn, má ég það ekki? Hann andvarpaði aðeins, og svo varð löng þögn. Hún horfði á foreldra sína og beið eftir svari. Loks sagði móðir hennar þýtt og innilega: Við verðum að reyna að hjálpa Önnu okkar, Jón. Hjúkmnarstarfíð er svo fagurt, sé hjartað með í verki. Ekki megum við lama hið góða í sál bamsins okkar. Jón leit hlýtt til konu sinnar og sagði mildri röddu. - Sízt vildi ég verða til þess, en þú veist bezt, hvað efnahag okkar líður. - Já, hann er að vísu nokkuð þröngur, en mikið vinnur góður sigursæll vilji. - Ekki skortir mig viljann til þess að styðja bamió mitt að göfugu takmarki. - Það veit ég, Jón, og þess vegna mun okkur takast að styrkja Önnu til hjúkrunamámsins þrátt fyrir allt. Jón brosti. - Þið mæðgumar skuluð ráða þessu. Eg vona, að allt snúist Önnu minni til blessunar. Leyfíð var veitt, hún faðmaði þau bæði, pabba og mömmu, alltaf vom þau jafn góð. Anna vaknar af endurminningum sínum, og athygli hennar beinist á ný að umhverfinu. Reykjavík birtist henni í fýrsta sinni með öllum sínum töfraglæsta mikilleik. Bifreiðin nemur staöar. Síðasta áfanganum er náð. Framundan bíða nýjar ókunnar leiðir í framandi höfuðborg, þar sem helgasta hugsjón hinnar ungu fórnfúsu stúlku á að verða vemleiki. Anna innritast til hjúkrunamámsins undir nafninu Guðbjörg Jónsdóttir, sitt fýrra nafn fellir hún niður. Námið er henni brátt eins og hugljúfur draumur. Hún ávinnur sér óskipta virðingu og aðdáun kennara sinna og samstarfsmanna sökum frábærra hæfileika í starfí og mannkosta. Hið fjölþætta ginnandi borgarlíf á engin ítök í sál hennar, aðeins eitt rúmast þar, hugsjónin helga, lífmeiður kærleikans. Og tíminn heldur áfram sínum hröðu stórvöxnu skrefum. Hljóðar rúnir hans geyma óskráðar sögur mannanna barna. Framhald í næsta blaði. Til sölu Eftirfarandi eldri árgangar af Heima er bezt: 1970 -1998, innbundnir, 1999 - 2006, í lausum heftum. Elísa Berthelsen, símar 434 1513 og 856 4939 478 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.