Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Side 6

Heima er bezt - 01.02.2009, Side 6
Jón Magm'ts, bróðir Skúla og systir þeirra Herdís. Jón var sjómaður ogfórst er holskefla hreifhannJyrir borð ífyrstu veiðiferð hans sem háseti á togara. Móðir mín hét Elísabet Magnúsdóttir, en faðir hennar var Magnús Þorbergsson, ættaður af Alftanesinu. Kona hans var Vagnbjörg, vestan úr Dölum. Hann vann hjá útgerðarfyrirtækinu Alliance og þar við fyrstu íshúsin sem til urðu á íslandi. Árið 1898 sendu þeir hann til Vopnaijarðar til að koma þar upp íshúsi. En eins og kunnugt er var m.a. safhað ís af tjöminni í Reykjavík til að nota í þessum íshúsum. Og á Vopnafirði fæðast þeim tvíburar, þ.e. Elísabet og Þorbjörg. Þær em báðar látnar í dag, systumar. Mamma náði háum aldri, varð 94ra ára gömul, fædd 1903 og deyr 1997. Hún var send í vist þegar hún var orðin eitthvað um 16 ára gömul, og þá sem vinnukona. Hún var reyndar ekki alveg ánægð með vem sína í vistinni, sem var hjá kaupmannshjónum á Raufarhöfn. Þar mun hún samt hafa verið í 4 ár, og fékk ekki að fara nema einu sinni heim á þeim tíma. Þá fer hún ásamt fleira fólki, um vetur, líklega nálægt jólum, og þau köfuðu snjó alla leið suður til Vopnafjarðar. Þar varð nú stoppið víst ekki langt, hjá foreldmm og systkinum, og gangandi varð að fara tilbaka. Eins og fyrr segir þá var hún aldrei ánægð í þessari vist, og með einhveijum hætti fékk hún sig lausa og fór aftur til Vopnafjarðar en lagði svo fljótlega land undir fót og fór suður til Reykjavíkur. Þá hefur hún sjálfsagt verið nánast allslaus og ekki til stórra hluta, en hún átti bróður sem hafði alist upp á Vopnafirði, en fæddan áður en þau flytja austur. Jakob hét hann, og fór í húsgagnasmíði hér í Reykjavík. Þar kynnast þeir, hann og faðir minn. Þeir höfðu þó verið á sinn hvomm staðnum þegar þeir vom að læra til iðnarinnar. Pabbi hafði lært í Gamla kompaníinu, sem svo hét og var til húsa neðst á Skólavörðustígnum. Og hann kynnist svo mömmu í gegnum bróður hennar. Og það verður úr að þau fara að hokra saman, eins og sagt er. Þau fá íbúð í Þingholtsstræti og þar er ég svo fæddur, 31. maí 1925. Fólk var alltaf að flytja á þessum tíma, nánast stanslausir flutningar á fólki. Þetta hús var þar sem ísafoldarprentsmiðja varð síðar og var rifið þegar það hús var byggt. Nánast beint á móti var þá prentsmiðjan Gutenberg, sem síðar varð gerð að ríkisprentsmiðju. Þau áttu svo eflir að flytja á fleiri staði, en ég man fyrst eftir mér á Grettisgötu 44 í risíbúð. Þar er ansi stæðilegt hús sem enn stendur á homi Grettisgötu og Vitastígs. Var það beint á móti húsinu þar sem KRON-verslunin var í mörg ár, og var í eigu Halldórs skattstjóra, sem átti fleiri hús ásamt fleirum, en afi Láru Júlíusdóttur, lögffæðings félags bókagerðarmanna, var í einhverju félagi með Halldóri, og keyptu þeir hús hér og þar og áttu, einna helst á homum, líklega vegna þess að það veitti ágæta möguleika á að koma verslunum þar fyrir. T.d. leigðu þeir KRON, þama á móti húsinu okkar, þegar þetta var, sem líklega var í kringum 1946. en KRON var lengi með matvömverslun þama. Húsið átti Olafur nokkur, ég man nú ekki föðumafh hans, og kona hans Elínborg, og átti hún húsið lengi eftir að hann dó. Ólafur var vélsetjari í Félagsprentsmiðjunni. Þegar þama er komið sögu er Jón bróðir minn fæddur en ég held samt að hann sé ekki fæddur þama, þau vom áreiðanlega búin að búa einhvers staðar annars staðar í millitíðinni, þó það sé gleymt hjá mér, en Jón fæddist 1928. En ég man vel eftir því þegar þau em að flytja niður á Hverfisgötu, en þá er ég 4ra ára gamall. Fólk var sífellt að flytja á þessum ámm, ýmist á hálfs- eða einsárs fresti, flutningsdagamir vom alltaf 15. maí og 1. október, svokölluðum fardögum. Ég man þetta vel, einhverra hluta vegna, þau fluttu niður á Hverfisgötu 96, en það hús stendur enn, og þar bjuggum við í kjallaranum. Karl faðir minn hafði fengið lánaðan handvagn, en búslóðin hefur líklega ekki verið fyrirferðarmikil og komist fyrir á einum vagni, en einhver félagi hans var honum til hjálpar. Ég man hvað þeir þurftu að halda við vagninn af öllum kröftum, því brekkan Skúli á Laugaskóla ásamt einni skólasystur þar. En svo lendir hann í vinnu við surtarbrandsnámumar á Tjömesi ásamt Helga Helgasyni, ffægum útgerðarmanni, en þeir vom skyldir eitthvað. Þar var unnið í hópum, og vom þrír í hverjum hópi. Hann lenti í því að verða aðal sprengimeistarinn, við námugröftinn. En surtarbrandur var notaður til eldiviðar á stríðsámnum. Önnur slík náma er til á Vestfjörðunum. Segja má að faðir minn hafi verið með síðustu ef ekki síðasti námumaðurinn á íslandi og sé ég alltaf eftirþví að ekki skyldi hafa náðst að skrá niður eftir honum ffóðleik um þennan þátti í íslensku atvinnulífi. Þegar aðalstarfseminni í námunum á Tjömesi lauk, þá ákváðu þeir faðir minn og Helgi við þriðja mann, að taka á leigu eitthvert svæði þama og reyna að halda áffam surtarbrands námi. En ekki reyndist það hagkvæmur rekstur eða gefa mikið af sér og því sjálfgefið að hætta og fóru þeir báðir fljótlega suður til Reykjavíkur. Pabbi að nema húsgagnasmíði en Helgi flutti til Vestmannaeyja þar sem hann gerðist stórútgerðarmaður. 54 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.