Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 11
Bókbandsmeistarar. Elísabet dóttir Skúla og
vinkona hennar. Hildur.
Ferðin í Fomahvamm hafði tekið heilan dag og
var ekki komið þangað fyrr en seint um kvöld.
Næsta dag var svo haldið áfram Borgarfjörðinn
og ekki stoppað fyrr en þar sem Botnskálinn átti
síðar eftir að rísa í Ftvalfirði. Fólkið hafði verið Skúli á miðjum aldri.
nestað og nú fóni allir út og komu sér fyrir í
kjarrinu þar og borðuðu nestið sitt.
Mosfellsdal. Var það gert með hestakerrum. Fengum við 8
krónur á dag, fyrir 9 tíma vinnu. Fer svo suður, og það er ekki
að því að spyrja að ég verð þar veikur aftur, og í þetta sinn em
það nýmasteinar sem em að herja á mig.
Svo kom nokkurt hlé hjá mér, þar sem ég gerði lítið annað
en að mæla götumar. Var þó að selja blöð og svo stundaði ég
það að kaupa bíómiða sem ég gat selt aftur nokkm hærra verði,
því á tímum hersins hér var aðsóknin að bíóhúsunum svo mikil
að það gat verið strembið að ná í miða.
Svo frétti ég það að Leifúr Asgeirsson, skólastjóri Laugaskóla,
bróðir Magnúsar Asgeirssonar, ljóðaþýðanda, væri í bænum
í næsta húsi við okkar og mér dettur í hug að það
geti verið ansi gaman að fara í þann skóla. Eg
átti enga peninga þá, svo karl faðir minn yrði að
fjármagna það.
Leifúr tjáði mér það reyndar að skólinn væri
eiginlega fúllsetinn, en hann gæti nú eiginlega ekki
neitað Reykdælingi, svo þama var ég þá talinn vera
Reykdælingur.
Þessi vist verður eiginlega sá besti skóli sem ég
hef nokkum tíma gengið í. Þama var ég í tvo vetur.
Okkur vom kenndir mannsiðir og að umgangast
annað fólk, hirða sig, þrífa herbergi sitt og fötin, og
sem sagt bara sjá um sig að mestu leyti, að öðm leyti
en því, að þama vom matráðskonur svo við þurftum
Á þessum tíma er ekki búið að leggja veg suður fyrir Esjuna
og því var farið Kjósarskarðið fyrir norðan hana og inn á
Þingvallaleiðina.
Og þegar ég kem suður þá em foreldrar mínir einmitt að
flytja inn í húsið Hjalla, sem áður er getið og er þama í efri
götunni sem síðar varð Sogavegur 112.
Á þessum tíma er farinn að ganga strætisvagn inn á Sogamýrina.
Hann keyrði inn Suðurlandsbrautina, inn í Rafstöð, tilbaka
framhjá skeiðvellinum gamla, við Elliðaárdal, niður Sogaveg
og framhjá skólahúsinu, sem ég var núna farinn að sækja skóla
í, upp Grensásveginn og út á Suðurlandsbrautina aftur. Þannig
að ég átti þess kost orðið að fara með strætisvagni í skólann.
En eins og áður varð heldur stutt í þessari skólagöngu, ég
var ekki fyrr kominn suður en ég veiktist. Hafði aldrei orðið
misdægurt þama nyrðra. Skólagangan varð því frekar rýr hjá
mér.
Um vorið fer ég svo að nauða um það að komast norður
aftur, þetta sé svo lélegt að vera alltaf veikur hér fyrir sunnan,
ég lenti meira að segja í hlaupabólu, ofan á allt annað.
Og ég hef það í gegn að verða sendur aftur norður í Gafl
þetta vor. Þá er þar kominn annar strákur, örlítið yngri en ég.
Svo vill til að við höfúm hist aftur nú á gamals aldri.
Þama er ég svo óslitið frá vori 1934 til haustsins 1937, en
þá emm við strákamir sendir að Litlu-Laugum í Reykjadal, í
farskóla og vomm þar hjá frændfólki minu á Laugabóli. Sundnám
stunduðum við þama líka.
Er ég svo í Víðum frá 1939 til vorsins 1941.
Svo kemur nú að því að ég fer að stunda launaða vinnu
og vann ég fyrst um tíma við það að breikka veginn upp í
ekki að hafa neitt fyrir slíku. Við vomm þó látin þjóna til borðs
til skiptis. Það vom alltaf hafðir tveir í einu sem sáu um það á
matmálstímum og borðuðu svo sjálfrr á öðmm tíma.
Þarna vora dansleikir og við lærðum að umgangast kvenfólk
með virðingu og var mikil áhersla lögð á það. Svo var kvennaskóli
við hliðina, sem ekki skemmdi nú fyrir.
Laugaskóla lýk ég svo 1943 og þá kemst ég í þá gæfú eða
ógæfu, eftir atvikum, að moka rauðamöl á bíla í akkorði,
upp i Rauðhólum, en sú möl var svo notuð í undirlag undir
Reykjavíkurflugvöll, sem þá var verið að byggja. Og þar fékk
maður ansi góðar tekjur. Þetta var allt í akkorði. Við vomm þrír
í teymi, og náðum yfrrleitt alltaf að moka á 21 vömbíl á dag,
hvorki meira né minna. Allt handmokað. Og þetta voru bílar
með háum grindum svo þetta var umtalsvert magn sem fór á
hvem bíl. Við þurftum að ná því að moka á 9 bila til þess að
vinna fyrir daglaunum verkamanna, en allt það sem gert var
umfram það var bónus. Það var sem sagt greitt alveg aukalega
fyrir 12 bíla hjá okkur. Það var reiknað með að mokað væri á 9
bíla á dag, að jafnaði, til að vinna fyrir kaupinu sínu. Bílstjóramir
voru náttúrlega hæstánægðir með okkur, við vomin alveg eins
og vélmokstursvélar, og orðnir mjög þjálfaðir í þessu.
Við áttum að vera komnir uppeftir kl. 8 á morgnana, og
fómm alltaf aftan á vömbílspalli upp eftir. Eg man eftir því
einu sinni að við vomm búnir að moka á 21 bíl fyrir klukkan
fimm og komnir beint í fimmbíó á eftir. Ekki man ég nú samt
eftir slíkum afköstum í annan tíma. Og ekki var það heldur
svo að rauðamölin væri alltaf laus fyrir. Það þurfti iðulega
að pjakka hann í sundur áður en hægt var að moka. En það
var einhver sérstök mynd í Nýja-bíói sem við vomm svona
ákveðnir í að sjá.
Heima er bezt 59