Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 15
Slórfjölskyldcm saman komin á góðri stund. Talið frá vinstri efri röð: Guðbjötg
Elentínusardóttir, Sigurjón M. Sigurðsson, tengdaforeldar Elísabetar, Gubjörg
Rafnsdóttir, Sigríður Rafnsdóttir, Fremri röð: Skúli og hundururinn Stanley, Rafn
Sigurjónsson, eiginmaður Elísabetar, með Hrafntinnu, Sólveig Magnúsdóttir, Elísabet
Skúladóttir, ogfremst Björgúlfur, sonur Sólveigar. A myndina vantar Berglindi, dóttur
Rafns og Elísabetar.
staðinn. Ég er því ráðinn án frekari málalenginga. En þar sem
ég hafði ekki komist í sumarftí í mörg ár, þá samdi ég um að
geta hafið starfíð eftir að ég hefði tekið mér sumarfrí. Það fór
nú samt svo að ég gat ekki lokið sumarffíinu því það lá svo á
að fá mig til starfa.
Ekki hafði ég ætlað að vera þama mjög lengi, kannski
hvíla mig svona eina eða tvær vertíðir frá sjómennskunni, og
fara svo aftur í hana, því mér hafði verið boðið kokksstarf á
björgunarskipinu Goðanum.
En það fór nú svo að eftir eitt ár í starfi var ég orðinn yfirmaður
í smiðjunni en átti samt síðar, þega að ég var kominn með
góðan mannskap í prentið, eftir að skreppa sem kokkur á því
skipi, svona mánuð og mánuð í senn.
Ég hafði útvegað fóstursyni mínu starf og nám í vélsmiðju
skömmu áður, en það starf endaði þannig að sá sem átti
vélsmiðjuna, ákvað bara allt í einu að hætta og seldi allt heila
klabbið. Svo starfsmennimir stóðu allt í einu uppi atvinnulausir.
Ekki hafði veri búið að skrifa undir námssamning fyrir strákinn,
svo það stóð eiginlega ekkert eftir af því. Ég ákveð því að taka
hann til mín í prentnám hjá Anilínprenti.
Ég var nýbúinn að kaupa mér íbúð í Breiðholti, en þá gerist
það að við ákveðum að skilja, konan og ég. En við sonur
hennar héldum áíram okkar samvinnu og hann var áfram í
prentnáminu hjá mér.
Þegar kemur ífam á árið 1985 er
móðir mín komin á spítala og það
sama ár deyr faðir minn. Móðir mín
dó 11 ámm seinna. Þá erfúm við
systkinin Hjalla, húsið þeirra, og
sem ég hef sagt ffá hér áður. Það
verður úr að ég kaupi hlut systur
minnar í húsinu og hef búskap þar
með þriðju konunni, Unni Jónsdóttur,
um tíma en við skildum líka.
Þegar þama er komið sögu
er farið að fjara nokkuð undan
Anilínprentinu, en þar höí'ðum við
prentað alls konar umbúðapappír, t.d.
fyrir bóksala, líka jólapappír og alls
konar gjafapappír. Einnig prentuðum
við geysilega mikið á sérstakan
pappír fyrir fisklfamleiðendur, sem
þeir pökkuðu inn í fyrir útflutninginn.
En nú var plastið að byrja að
hertaka markaðinn og það þýddi
bara eitt fyrir okkur, að pappírinn
hlaut að hverfa meira og minna úr
pökkunarhlutverkinu.
En þama er ég þó að vinna allt
þangað til ég fór á eftirlaun, 68 ára
gamall.
Ég var svo eftir það með annan
fótinn að hjálpa fóstursyni mínum
í prentsmiðju sem hann hafði fest
kaup á og var að því allt til 75 ára aldurs, þegar hann neyddist
til að hætta sínum rekstri.
Þá er það sem dóttir mín kemur mér í kynni við bókbandið
og ég skellti mér út í að læra til þess og hef haft það svona
sem hobbí í ellinni.
Ég keypti mér litla íbúð í Búseta, sem ég flutti í fyrir nokkrum
ámm og bý enn í, en til stendur reyndar að ég flytji innan tíðar
í öldrunarblokk upp í Fumgerði, þar sem hægt er að fá smá
þjónustu og eftirlit sem ég þarf orðið á að halda.
Mér líst vel á það, því þar þekki ég vel til og þar get ég
stundað áhugamál mitt, bókbandið.
Heilsan er því miður eitthvað farin að láta á sjá. Fyrir nokkm
fór ég að finna fyrir einhvetjum hjartsláttartmflunum sem reyndar
löguðust af sjálfú sér en upp úr þeim rannsóknum kom svo í
Ijós að ég var kominn með hvítblæði vegna rangrar starfsemi í
skjaldkirtlinum, sem líklega haföi starfað vitlaust um margra ára
skeið. Hef ég verið í meðferð við þessu að undanfömu og hefúr
það gengið þokkalega en er nú farið að hafa áhrif á hendumar
þannig að nú á ég orðið erfitt með að skrifa, sem mér finnst
hábölvað, því ég hef alltaf gert talsvert af því að skrifa. Þetta
hvítblæði leggst á taugkerfið í útlimunum, fótum og höndum
og er þetta víst frekar óvenjulegt fyrirbæri. En ég hef nú ekki
ósjaldan þurft að hafa hlutina eitthvað öðmvísi en aðrir og fer
varla að taka upp á að hætta því, svona á gamals aldri.
Heima er bezt 63