Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Side 23

Heima er bezt - 01.02.2009, Side 23
Auðunn Bragi Sveinsson Margt um manninn á Sólgörðum í Fljótum víkinni og einnig sást vel yfir til Sæbóls í góðu skyggni. En allt er í heiminum hveríult. Af öllum þeim húsum sem voru á Látrum 1935 eru nú aðeins tvö eftir. Þau eru Ólafshús, upphaflega byggt 1906, og húsið Jaðar sem byggt var 1933. Þess má minnast að allir Grænlend- ingamir í Thule, nyrst á Grænlandi, vom fluttir burt í óþökk heimamanna, þegar Bandaríkjaher þurfti að fá þar aðstöðu. Gæti skeð að eitthvað svipað hafi legið að baki við brottflutning fólksins í Aðalvík? Friðþór Eydal Kristbjömsson segir í ritgerð um ratsjárstöðvar í Aðalvík: „Síðustu ábúendur í Aðalvík fluttu brott haustið 1952.“ Þeir sem þá fóm vom hjónin Vagn Jónsson og Jakobína Hallvarðsdóttir og yngstu böm þeirra, Hinrik, Þorgerður og Svanhildur. Skömmu fyrir brottförina urðu heimamenn á Látmm vitni að því þegar herflokkur Bandaríkjamanna gerði þar stuttan stans á þyrlum sínum í leit að hentugum stað undir ratsjárstöð. Varla gat nokkum rennt í gmn hverra umskipta mátti vænta á næstu misserum i þessari eyðibyggð. En var þetta undirbúið? En það er víst að Djúpbáturinn neitaði að fara eina ferð í viðbót til að sækja Vagn Jónsson vestur. Hann varð því að leigja sér bát undir búslóð og fjölsky Idu og tók líka með sér gömlu systkinin, Margréti og Hermann í Húsatúni, því að annars hefðu þau orðið ein eftir og það vildi Vagn ekki láta gerast. En með brottflutningi þessa fólks haustið 1952 lauk þúsund ára byggðarsögu i Aðalvik. Til sölu Heima er bezt, heilir árgangar, allir í möppum, 1954-2008. Selst í heilu lagi eða pörtum, eftir óskum. Upplýsingar í síma 553 4938. Guðmunda Bergsveinsdóttir. Hér er farið nokkuð aftur í tímann. Árið er 1955 eftir Krists burð. Snemma sumars þetta ár, réttara sagt mánudaginn 6. júní, kom ljölmennur vinnuflokkur að skólasetrinu Sólgörðum í Vestur-Fljótum í Skagafirði, með Sig- fús Sigurðsson, verkstjóra, í broddi fylkingar Eg haföi ráðist sem skólastjóri að þessum skólahéraði haustið á undan, og haföi lokið fyrsta ári þar í starfi. Þetta var heimavistarskóli fyrir böm í Haganeshreppi. Nú var hugmyndin að rafvæða Fljótin, en gerð hafði verið rafstöð við Skeiðsfoss í Stíflu, ffemst í Fljótum, er þjóna skyldi Siglufirði eingöngu. Það var um áratug fyrr. Fljótamenn vom látnir bíða eftir raforku allan þennan tíma, sem lögðu hana þó til. Nú átti sem sagt að bæta úr þessu svo að um munaði. Kominn var hópur til að vinna þetta verk og verkinu skyldi lokið fyrir vet- urinn. Haldinn var almennur fundur um þetta mál. Hermann Jónsson á Yzta- Mói, aðalráðamaður í Haganeshreppi, var fundarstjóri og skýrði málin. Leist mörgum sem þetta verk yrði býsna dýrt, þar eð vinnulaun höfðu hækkað mjög aó undanfömu. Verkstjórinn, sem hét Sigfús Sigurðsson, lagði undir sig skólahúsið, nema íbúð skólastjórans á efri hæðinni til norðurs. Sigfús var frá Sauðárkróki, sonur Sigurðar Þórðarsonar alþingismanns og kaupfélagsstjóra þar. Bar Sigfús nafn móðurföður síns, séra Sigfúsar Jónssonar prests og alþingismanns (d. 1937). Sigfús var maður meðalhár, sívalur á vöxt, 45 ára að aldri. Kona Sigfúsar var ráðskona og haföi hjálparstúlku, Ragnhildi, kjördóttur sr. Helga Konráðssonar, próf- asts á Sauðárkróki. Kona Benedikts Gunnarssonar, tækniffæðings (sonar sr. G. Ben.), er hafði umsjón með línulögninni, var aðstoðarráðsknna. Borðstofan var í norðurenda kjallarans eða fyrstu hæðarinnar. Þar var þétt setinn bekkurinn jafhan. Ég borðaði á mínu heimili. Verkamenn sváfú í svefhpokum eða á beddum í skólastofúnni í suðurenda og í heimavistarherbergjum pilta. Var þröngt um þá, en þeir fundu lítt til þess, ungir menn og hraustir. IJnnið var langan vinnudag. Aðra hvetja helgi var unnið skemur, eða til síðdegis á föstudag. Verslunarmannahelgin var lengst, eða fjórir dagar. Þá var fátt um manninn á Sólgörðum, og flestar helgar var haldið eitthvað til að skemmta sér, til Siglufjarðar og víðar. Var þá Bakkus oftast með í för. En vinnuna stunduðu menn yfirleitt vel. Verkamennimir voru víða að af landinu, og kemur það ffam í yfirliti hér á eftir. Kaup var gott, enda vinnan mikil og erfið oft á tíðum. Til ffóðleiks skal þess getið, að þá kostaði þriggja pela flaska í Ríkinu 100 krónur. Greitt var út kaup á hálfs mánaðar ffesti, og kom þá í hlut hvers kr. 4.600. En þessir peningar vom flfjótir að fara hjá þeim vínhneigðu. Menn báðu verkstjórann að kaupa fyrir sig svo og svo margar flöskur af drykknum, er hann sótti kaupið til Siglufjarðar, og fengu þá þeim mun færri hundrað krónaseðla útgreidda. Já, Bakkus er oft harður húsbóndi. Einn verkamaður í hópnum bað Sigfús eitt sinn að kaupa fyrir sig tuttugu flöskur! Ekki hefúr hann átt mikið eftir af útborguninni í það sinn. Þá setti ég þetta saman: Sigfis ók til Sighifiarðar, - sótti þangað brennivín; eitthvað, sem menn alla varðar; ú því nauðsyn virðist brýn. Verkamenn þeir, sem ég man eftir, og dvöldu um þrjá mánuði á Sólgörðum sumarið 1955 (júní- september) skulu nú upptaldir: 70 Heima er bezt 1. Auðunn Bragi Sveinsson ffá Refsstöðum á Laxárdal, 31 árs. 2. Bragi Ámason, stúdent úr stærð ffæðideild M. R. 1955,20 ára. 3. Gísli Gíslason, ffá Akranesi, son- ur G. Vilhjálmssonar útgerðar- manns, 26 ára. 4. Gísli Pétur Ólafsson, ffá Læk í Viðvíkursveit, 33 ára. 5. Gunnar Guðmundsson, ffá Hafn- arfirði, síðar hjá RARIK, 30 ára. 6. Hafsteinn Erlendsson, ffáAkranesi, (d. 2008), 23 ára. 7. Jón Bjamason, ffá Hellu á Rangárvöllum, 19 ára. 8. JónAðils Jónsson, ffá Reykjavík, var á Skógaskóla, 17 ára. 9. Ólafúr Stairí Pálsson, ffá Starra- stöðum, Skagafirði, 20 ára. 10. Sigfús Jón Ámason, nemandi í M. A. stúdent 1959, 17 ára. 11. Sigurður Brynjólfsson, ffá Akra- nesi, 22 ára. 12. Sigurður Ólafsson, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu, 19 ára. 13. Úlfar Bjömsson, frá Skagaströnd, 17 ára. Bifreiðarstjóri, þegar þurfti að aka á skemmtanir og mót: Georg Hermannsson, Yzta-Mói, 30 ára. Þegar ég komst að því að unnið yrði við raflínubygginguna komandi sumar, sótti ég um vinnu. Sigfús kom á staðinn nokkru fyrr en verkamennimir og ég ámálgaði þetta þá við hann. Hann lofaði að taka mig og endurtók ég þetta er vinnan skyldi hefjast. Þá sagði Sigfús, að þetta stæði, töluð orð yrðu ekki aftur tekin. Orðheldni þessa manns gleymi ég ekki. Honum mátti treysta. Hann hefði sjálfsagt getað sagt það sama og maðurinn forðum, að orðheldnin hefði komið sér á legg. Vinnan var fólgin í því að reisa rafstaura um Fljótin. Til þess vomm við ráðnir. Til að grafa fyrir þessum stórvöxnu staurum notuðum við ýmis verkfæri, en kröfsurnar svokölluðu reyndust drýgstar. Þá beittum við mjög öxlum og handleggjum. Oft var erfitt að fást við þetta þar sem stórgrýtt var. Annars staðar, eins og í mýrlendi, varð að finna grjót ti! að púkka með staurunum. Ekki var grjót alls staðar að finna i nánd. Og á einum bæ var bóndinn það naumur á grjótið, að sækja varð það langa leið Hann sagðist ekki tíma að láta blágrýti til þessa verks. Ég var lengst af við að grafa fyrir staumm, ásamt öðmm, en viss hópur reisti staurana. Var það ætlað hraustustu mönnunum. Ég var með þeim eldri í hópnum, en vitanlega á besta aldri. Dagbókin er dálítið, sem ég hef ekki skilið við mig frá fermingaraldri. Ég gæti vitanlega birt eitthvað orðrétt úr þessum bókum, en ætli ég láti það ekki vera að miklu leyti. Einstaka vísur sem urðu til í önn dagsins, finnst mér þó allt í lagi að birta, ekki síst þegar langt er ffá liðið. Einn félagi minn gerði lítið úr vinnu minni og ég orti að bragði: Þótt þú hafir meiri mátt og máski fleira að sýna, hér þú enga heimild átt að hœða krafta mína. Á miðju sumri, 30. júní, var kominn nokkur hausthugur í mig: Nú siglum við brátt inn í svartnœttishúm, en hvert sólblik er mér jafn kœrt. Og mig langar ei vitund að leggjast í rúm, meðan löngun fœrsál mína hrœrt. Streymdu, þú tímans taumlausa fljót; þú tekur oss öll með þér. Eg hrœðist þó ekki þitt öldurót og ótaldar klappir og sker. Um verslunarmannahelgina skrepp ég að Refsstöðum á Laxárdal, minni eignarjörð. Á ieiðinni upp Stijúgsskarð urðu eftirfarandi erindi til: Að Hta Laxárdalinn mín leitar heimfús önd. Að hitta hamrasalinn mér halda engin bönd. Að ganga um tún og grundir oggróna Jjallsins hlíð, ég lifi upp liðnar stundir og löngu horfha tíð. Ogþó égþreytast muni við þennan miklagang, ég einverunni uni að arka um feðravang. Eins og fyrr er frá greint, vom menn nokkuð drykkfelldir þama. í tilefni þess að menn fengu sér „morgunbitter“, var ort: Góður dagur genginn er, gaman velur sérhver. Drengir sumir drekka hér dýran motgunbitter. Stundum var erfitt að grafa fyrir rafs- taurunum: Akaflega er hérfast; ekki má þvi leyna. Það er eins og kringlukast að kljást við þessa steina. Sigurgeir Magnússon, roskinn maður, gróf með mér margar holur fyrir staurum í Flókadal: Heima er bezt 71

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.