Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 25

Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 25
Örnólfur Thorlacius Frumuminni eða sálarflakk? Fyrir skemmstu sá ég fræðslu- þátt í sjónvarpi frá Discovery World, „Transplanting Memo ries“, Minnisígræðsla. Þar voru rakin ýmis tilvik sem bentu til þess að sá sem tæki við líffæri úr öðrum, svo sem hjarta, og lungum eða lifur, fengi fleira frá gjafanum en líffærið eitt. Ung stúlka, Debbie Delgado- Vega, fékk lifur sem bjargaði lífí hennar. Eftir aðgerðina varð hún sólgin í mat sem hún hafði aldrei fyrr litið við. Þar við bættist að hún fór að stunda austurlenskar bardagaíþróttir („kickboxing“, tai- chi eða tai-boo) sem hún hafði áður vart vitað að væru til. Hún fann líka fyrir einhverjum óhugnaði er varðaði skotvopn. Reglur leyfa ekki að menn fái að vita úr hverjum þeir fá líffæri, en ungfrú Delgado-Vega linnti ekki látum fyrr en hún komst í samband við ættingja fyrri eiganda lifrarinnar. Hann reyndist hafa verið ungur svertingi og hafði fyrirfarið sér með skammbyssuskoti i höfuðið. Nýr matarsmekkur og áhugi á bardagaíþróttum átti líka við um hann. Þá er nefndur til sögu hjartaþegi, Claire Sylvia. Hið fyrsta sem hún mælti þegar hún vaknaði eftir ígræðsluna var: „I'd die for a beer right now“ - nú dauðlangar mig í bjór. Auk þess uppgötvaði hún nýjan uppáhaldsmat, kjúklingamola - „chicken nuggets“. Hún sagðist fínna fyrir „ungæðislegu eðli innra með sér“ (youthful presence within me) og ungur maður, sem hét Tim og vitraðist henni í draumi, kyssti hana. Claire Sylvia hafði með hjálp sálfræðings upp á hjartagjafanum. Hann reyndist hafa verið ungur piltur sem fórst í bifhjólsslysi rétt eftir að hann hafði keypt „chicken nuggets“. Og ofan á annað hét hann Tim! Átta ára stúlka fékk martröð eftir að grætt var í hana hjarta úr tíu ára dreng sem hafði verið myrtur en morðinginn var ófundinn. Af lýsingu stúlkunnar á draumförum sínum tókst lögreglu að hafa upp á honum. Catherine Beckham fann fyrir breyttum hugsunum eftir hjartaígræðslu. Læknar vildu rekja breytingarnar til álags vegna aðgerðarinnar eða aukaverkana á lyíjum sem hún tók eins og aðrir líffærisþegar til að halda í skeíjum ónæmisviðbrögðum sem annars myndu hafna aðskotalíffærinu. Hún var ekki sátt við þetta og tíu árum síðar komst hún í samband við fjölskyldu hjartagjafans, pilts sem fórst ellefu ára í bílslysi á leið yfír götu. Við það varð hún svo sátt við hjartað og tilveruna að hún hætti að taka ónæmisbælilyfin. Læknar reyndu að telja hana af því og töldu ólíklegt að hún myndi lifa lengur en viku án lyfjanna. Þegar síðast fréttist var fr. Beckham hin sprækasta eftir ár án þeirra. Fleiri furðuleg dæmi eru tilgreind í sjónvarpsþættinum en þetta verður látið nægja. Engin fullnægjandi skýring er fengin á þessum íyrirbærum. Sumir læknar og líffræðingar tengja þau illa skilgreindu „frumuminni“, en spíritistar telja að hluti af sál hins framliðna hafí fylgt ígræddum parti hans yfír í nýjan jarðneskan líkama. Til athugunar Mikill hörgull er á líflfæmm úr mönnum og menn hafa hugleitt að kynbæta sérstaka stofna dýra sem líffæragjafa. Einkum þykja svín vænleg til þessara nota, og með lyljameðferð og erfðatækni gera menn sér vonir um að hægt verði að sneiða hjá mörgum af þeim tálmum sem ónæmiskerfið setur gegn igræðslu svínavefja í menn. Ef það sem hér er skráð fæst staðfest má búast við ýmsum óvænlum uppákomum þegar svínshjörtu fara að dæla blóði um æðar manna. Heimildir Discovery World 2008. Transplanting Memories. Frœösiuþáttur sóttur í Fjölvarp. Örnólfur Thorlacius 2006. Viltu apahjarta eða svínsnýra? Örnólfsbók 344- 347. ' Heima er bezt 73

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.