Heima er bezt - 01.02.2009, Blaðsíða 27
í land var komið, þá er ekki ljóst hvað hafí verið gert til að
bæta úr þeim á næstu 8 mánuðum, en áður en skipið fórst þá
hafði það undirgengist skoðun nýlega, og verið athugað af
tryggingarfélaginu og úrskurðað sjóhæft.“
Einnig var fundið að því að skipið var án loffskeytamanns. En
Weeldon mun hafa gengist undir eið sem talstöðvarvörður og
lært eitt'nvað sem slíkur. Um þessar mundir vom miklar deilur
milli stéttarfélags loffskeytamanna og útgerðarmanna um hvort
skipstjórar ættu að annast samskiptamál togarana.
En áffam með söguna.
Jimmy Weeldon var fastur skipstjóri á Hulltogaranum St.
Andronicus en hafði tafist vegna einhverra réttarhalda svo að
hann gat ekki farið með skip sitt er það hélt í veiðiferð. En hann
átti bara að vera með St. Romanus þessa einu ferð.
Við brottför áætlaði Weeldon að veiða við norður Noreg.
K1 19:30 að kvöldi þess 10. janúar, þá kominn 120 mílur
norð-norðaustur af Humber, talar Weeldon við Janet konu sína í
gegnum strandastöð (Humber/Wickradió?). 1 þessu samtali talar
hann um vandræði með radíótækin og hve illa hann kunni við
skipið: „Hann hafði sagt henni að St. Romanus væri hræðilegt
skip.“
1 þessu samtali lofar hann konu sinni að hafa samband daginn
eftir. En það samtal varð aldrei. Weeldon mun hafa haft samband
við útgerðina þann 11. En ekkert kom þar fram annað en venjulegt
samtal milli skipstjóra og útgerðar. Þann 20. reyndi Janet að
senda manni sínum loftskeyti í gegn um Wick radíó vegna
hjúskaparafmælis þeirra, sem nálgaðist, en án árangurs.
Nú víkur sögunni til Islands. Þann 11. janúar var ísfirski
fiskibáturinn Víkingur III á leið til lands úr línuróðri. Skipstjórinn
Asgeir Sölvason, var í hvílu, en fyrsti stýrimaður bátsins, Þórður
Oddsson, var á vakt. Þá heyrir hann eftirfarandi á ensku, á
neyðarbylgjunni 2182:
“MAY DAY, MAY DAY, MAY DAY. Þetta er breski togarinn
St. Romanus frá Hull. Við emm að fara ffá Hull á 0635 og gefum
upp staðsetningu 63°, 5 og 64°, norður, og 000°, 4 vestur.“
(I frásögn Morgunblaðsins 26. janúar er þessi staður gefinn
upp sem 64°N og 004°V. En staðurinn sem ég skráði hér að
ffaman er tekin úr bók Steinars J. Lúðvíkssonar „Þrautgóðir á
raunastund“, sem ég hef stuðst við að hluta í þessu skrifi. Þama
munar töluverðu í lengd.)
Þórður stýrimaður lét Asgeir skipstjóra strax vita og heyrðist
þeim síðan annar breskur togari kalla St. Romanus uppi en
vegna tmflana í talstöðinni heyrðu þeir ekki meir. Vegna þessa,
og langra vegalengda á milli skipanna, létu þeir þar við sitja.
Það var svo ekki fyrr en 24. janúar þegar farið var að óttast
um skipið að neyðarkallið sem þeir „Víkingsmenn“ heyrðu
komst í hámæli.
Það má segja að sorglega margt neikvætt hafi skeð í sambandi
við þennan skipstapa. T. d andvaraleysi útgerðarinnar. Það átti
að vera regla að skipstjórar hennar sendu skeyti daglega um afla,
veðurfaro. fl. sem viðkom útgerðinni. En það liðu 11 dagarán
þess að nokkuð heyrðist til skipsins og þar til að útgerðin gerði
eitthvað í málinu. Þeir höfðu sent skipinu skeyti 12. janúar en
ekkert svar fengið. Síðan liðu nokkrir dagar án þess að svar
bærist eða að nokkuð væri aðhafst í málinu.
Að vísu var þess ekki vænst að skipið kæmist á miðin við
N-Noreg, en þangað var haldið að ferðinni væri heitið, fyrr en
15.-16. janúar. En 24. janúar var fyrst farið að lýsa eftir skipinu.
Þ. e. a. s. „PAN, PAN, PAN“ viðvörunarmerkið var sent út
og skip beðin um að svipast um eftir skipinu og/eða þeir sem
einhverjar upplýsingar gætu gefið um það vom beðnir að hafa
samband við næstu strandstöð.
I fyrstu var haldið að Hulltogarinn St. Matthew, sem var á
veiðum út af Lofoten í Noregi, heföi verið í sambandi við St.
Romanus þann 13., en svo kom í ljós að þama var um misskilning
að ræða. Hann hafði talað við St. Andronicus, sem Weeldon
hafði verið fastur skipstjóri á ffá árinu 1966.
Einnig hafði danskur fiskibátur undir stjóm Eric Jensen, þann
13. janúar fundið og tekið um borð gúmmíbát á stað 57°57'00N
og 000°01 '35 A. Báturinn var útblásinn en engin merki um að
menn hefðu verið í honum. Eric lét ekkert vita af fundi sínum
fyrr en hann kom til hafnar í Esbjerg 20. janúar.
Eftir athuganir á bátnum kom í ljós að hann var af St.
Romanusi.
Það var svo ekki fyrr en 26. janúar að skipulögð leit var hafm.
Var hún umfangsmikil og beindist aðallega að svæðinu út af
Lofoten þar sem talið var að togarinn ætlaði að veiða. En án
nokkurs árangurs eins og kunnugt er, en 1. febrúar fannst svo
björgunarhringur merktur skipinu á ströndinni nærri Hirtshals í
Danmörku. (I bók Steinars J. Segir 1. febrúar en enskar heimildir
segja þann21.)
St. Romanus var horfinn af sjónarsviðinu með 20 vöskum
sjómönnum, 16-52 ára. Eg kem svo að Kingston Peridot seinna.
Með þessum 2 skipum fómst 40 enskir sjómenn.
En sagan er ekki öll sögð enn því þessi skipshvörf áttu eftir
að draga stóran dilk á eftir sér.
Víkur nú sögunni að Kingston Peridot en hann var byggður
hjá Cook Welton & Gemmell, 1948, fyrir „Kingston Steam
Trawling Co Ltd,“ í Hull, sem Kingston Peridot H591. 1966
er hann seldur „Hellyer Brothers Ltd.“ í Hull og heldur nafni
og númeri.
Þegar skipið lét úr höfn hafði það verið í 6 vikna
„klössun“.
Það er af ferðum þess að segja að það kom til Reykjavíkur 14.
janúar með kokkinn William Henri Good, sem fallið hafði í stiga
og var talin hafa rifbeinsbrotnað. Raymond Wilson skipstjóri
var kappsfullur að komast sem fyrst á miðin og var ákveðinn
í að fara frá Reykjavík kokklaus ef skilja þyrfti Good eftir.
A meðan beðið var eftir ákvörðun læknana um Good, stóð
hafhsögumaðurinn Sigurður Þorgrímsson (ávallt kallaður Siggi
Togga í vina og kunningjahópi) tilbúinn að fara með skipið út
úr höfhinni.
Þá kemur íslenskur maður um borð og gefur sig á tal við
Wilson skipstjóra og biður um kokksstarfið. Kvaðst vera vanur
kokkur þó ekki væri hann vanur að elda ofan í Englendinga en
kvað það ætti ekki að koma að sök slíkt lærðist fljótt. Hlustaði
Sigurður hafhsögumaður á samtalið. Virtist honum að Wilson
skipstjóri tæki vel í að ráða íslendinginn, sem sagðist enga stund
vera að ná í dót sitt.
Meðan enn var beðið ffétta af Good, kemur umboðsmaður
Heima er bezt 75