Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Side 30

Heima er bezt - 01.02.2009, Side 30
Kviðlingar kvæðam Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson Vísnaþáttur Vísnaunnendur og aðrir ljóðavinir. Hvað á ég að skrifa, þegar ekki sér til sólar dögum saman og birta er fáeinar stundir hér á norðurhjara? Jú, andinn getur séð fram í tímann. Get sagt eins og þegar ég var ungur í skóla og upprennandi: Við skulum nota okkar afl. œskukraft og þorið. Brjótumst gegnum breiðan skafl; - bráðum kemur vorið. Við skulum nota vetrarstund, vaka, og námi unna. Þá mun gefast gleði í lund, gullbjört morgunsunna. Ég ætla ekki að þreyta ykkur, ágætu lesendur, í þetta sinn með frekara efni eftir mig á þessum vettvangi, en snúa mér að hagyrðingi mánaðarins, sem þið hafíð víst aldrei heyrt nefndan fyrr. Maður hét Dagbjartur Björgvins. Hann bar út póst á Rauðasandi og bjó á bænum Koti. Fluttist svo til Patreksijarðar. Hann setti saman vísur og erindi sér og öðmm til gamans. Hann gaf út tvo bókapésa, undir heitinu „Ur fómm landpóstsins". Ljóðin em misjöfn að gæðum, en sums staðar bregður fyrir glettni og lífsskilningi. Ég hef valið nokkur erindi úr þessum pésum, og fara þeir hér á eftir, ásamt skýringum. Þessa viðurkenningu veitti hann manni einum: Kœrleiksboðorð kristninnar kœrt er þér að halda. Miskunnarverkin mannúðar mun þér Drottinn gjalda. Dagbjartur Björgvins lýsir trúarlífi sínu á þessa leið: Ég trúi á Guð, þó trú sé veik, mitt traust er í þínu skjóli. Styrk þú mig í starfi og leik, stærstur himnasjóli. Þegar Hannes Finnbogason læknir fór frá Patreksfirði, og þau hjónin fluttu til Blönduóss, varð þessi vísa til: Þin er tækni á bjargi byggð, blóðugar læknar undir. Ykkar sakna ég með hryggð, er ég vakna af blundi Þess skal getið hér, að Hannes tók við héraðslæknisembætti af Páli V. G. Kolka lækni á Blönduósi, sem hann hafði gegnt í 26 ár (1934-1960). Höfundurinn segist vera fæddur í Kollsvík í Rauðasands- hreppi. Liggur víkin fyrir opnu úthafinu, milli Blakkness að norðan og Hnífa að sunnan. Þar gnauðar úthafsaldan á brimsorfnu fjörugrjótinu ár og síð og alla tíð. Hér var ég upp alinn við harðrétti og vönd; hér hættur á sjómanninn kalla. Hér hafaldan brotnar við helgrýtta strönd, og hrynjandi brotsjóir falla. Nokkur heimspeki birtist í þessu erindi landpóstsins: Þótt heimurinn æsist við heimskunnar óp í háljvilltum tryllinga dans, við megum ei gleyma þeim guði, sem skóp allan geiminn og festingu hans. Um fagra konu yrkir landpósturinn þessa stöku: Þú ert fögur, faldarós, flytur bögur snjallar. Með undur blíðitm englaróm elskar blómin vallar. 78 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.