Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 34
ráð sitt og hans fyrstu viðbrögð voru
að skamma tíkina. „Þegiðu, gijóthaltu
kjafti,“ sagði hann fastmæltur og lagði
myndugleika raddar sinnar í orðin. Tíkin
hætti gleðilátum sínum, stansaði og horfði
forviða á smalann með spum í augum.
„Já, þegiðu og komdu til mín. Þú mátt
ekki hræða kindumar sem hafa álpast út
í tjömina, þá getur farið svo að þær ani
enn lengra út í ófæmna og þá er þeim
dauðinn vís. Ég ætla að hlaupa heim og
segja honum pabba ffá þessu og þú kemur
með mér og engin læti,“ sagði smalinn,
og horfði fast á tíkina sem hlustaði með
alvöru- og spekingssvip „Ég treysti mér
ekki að ná kindunum upp úr tjöminni.
Ég verð að ná í hann pabba.“
Að svo mæltu lagði smalinn af stað
heimleiðis og hraðaði för sem mest hann
mátti og tíkin skokkaði til hliðar, en þegar
hún áttaði sig á að þetta var heimferð
tók hún undir sig sprett og varð langt
á undan, og þegar smalinn kom heim í
hlað, másandi og blásandi, sat hún bísperrt
uppi á bæjarhólnum, sæl og glöð og vildi
greinilega láta taka eftir sér.
Kvíðinn og sneypulegur sagði smalinn
pabba sínum söguna án allra vafninga
og honum til undrunar brást hann við
á annan hátt en hann bjóst við. Pabbi
hans, sem þótti örlyndur, hlustaði grannt
á ffásögnina, sagði ekki neitt, en snaraðist
inn í skemmuna, sem var geymsluhús,
sótti kaðal eða reipi sem þar hékk á snaga
og sagði svo, fastmæltur og ákveðinn,
ekki annað en þetta:
„Náðu í hann Gust, hann er með beisli
uppi á túni og komdu með hann í einum
hvelli.“
Ég lét ekki segja mér það tvisvar.
Hesturinn gat verið hvumpinn og því var
vissara að fara að honum með gát, en hann
var svo önnum kafinn við grasbitið að
hann virtist ekki taka eftir mér fyrr en ég
tók í beislistauminn. Pabbi stóð á hlaðinu
þegar ég kom hlaupandi með hestinn í
taumi og um leið og hann vippaði sér á
bak, sagði hann: „Hlauptu niður tröðina
og opnaðu fyrir mig hliðið“.
Ég horfði á eftir honum handan við ána
þeysandi berbakt og berjandi fótastokkinn,
hljóp svo upp á bæjarhólinn og fylgdist
með honum þar til hann hvarf á bakvið
Kríuholtið. Og nú fannst mér dagurinn
lengi að líða. Hugurinn var hjá pabba og
hvort honum tækist að ná kindunum upp
Heimasæturnar á Stóra-Ósi, systurn-
ar Sigurlaug og Hólmfríður
Friðriksdætur Til hægri er Fanney
Daníelsdóttir frá Bergstöðum á
Vatnsnesi sem var kaupakona á
bœnum um skeið þetta sumar.
úr tjöminni. Ég var þreyttur og kvíðinn
og leiður yfir atvikum dagsins, og þótt
Dídó gerði sitt til að hughreysta mig með
því að setjast hjá mér sunnan í túnhólnum
og sleikja andlit mitt öðm hveiju, hafði
ég enga ró í mínum beinum.
En öll bið tekur enda og þegar komið
var að kveldi sást hvar pabbi kom ofan úr
svokölluðum Heygarðsflóa með kindahóp.
Nú barði hann ekki fótastokkinn heldur
lét klárinn lötra fót fyrir fót. Mig langaði
að hlaupa á móti honum og fagna komu
hans, en ég áræddi það ekki; mér fannst
ég sekur og hafa brugðist trúnaði og taldi
réttast að láta sem minnst á mér bera.
Þegar pabbi kom í hlað, rennblautur og
dasaður, spurði mamma hvemig gengið
hefði.
„O-það gekk nú allt saman og mátti
þó ekki tæpara standa,“ sagði hann, og
brosti eilítið drýgindalega til mömmu,
„en Dolli minn,“ sagði hann - það var
gælunafnið mitt - og leit til mín „nú ætla
ég að biðja þig að fara með hann Gust
upp fyrir girðingu og sleppa honum, en
ná svo í kindurnar sem ég skildi eftir
fyrir sunnan melinn og reka þær inn fyrir
túngirðingarhliðið; þær fara sér hægt, enda
em þær allar komnar nálægt burði.“
Nú fann ég með vissu að pabbi var ekki
reiður við mig og hafði fyrirgefið mér.
Eg þaut af stað og tíkin á eftir. Gustur
Hvíldarstund í Hlíðum Vatnsnesfjalls. Talið frá vinstri: Greinarhöfundur,
Zophonías Jósefsson á Bergsstöðum í Miðfirði, Guðmundur Friðriksson,
síðar bóndi á Stóra-Ósi, Böðvar Friðriksson, síðar bóndi og hreppstjóri á
Syðsta-Ósi, Guðrún Jósefsdóttirfrá Bergsstöðum í Miðfirði (Dúfa) síðar
húsfreyja á Tannstaðarbakka við Hrútafjörð, Sigurlaug Friðriksdóttir (Lalla)
síðar húsfreyja á Brekkulœk í Miðfirði. Lengst til hægri er Ingibjörg
Daníelsdóttir frá Bergsstöðum á Vatnsnesi og var hún, ásmt systur sinni,
Fanneyju, kaupakona um skeið þetta sólríka sumar á Stóra-Ósi.
82 Heima er bezt