Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 35

Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 35
var lítt hrifinn af að fá ekki lengur að bíta grænkuna í hlaðvarpanum og þijóskaðist við, en þá rak tíkin upp bofs og Gustur hrökk í kút, og við hlupum öll þrjú í einum spretti upp að hliði. Þær voru blautar og framlágar tjamarrollumar, en mikið var ég fegin að sjá þær á lífí. * * * Næstu daga og vikur leit ég eftir fénu í haganum, því meir sem gróðri fór almennt fram minnkuðu hættur frá tjömum og flám. Féð sótti einna mest í valllendisgeira meðfram Svertingsstaðaánni. Sumir nágranna kölluðu hana Steinsstaðaá og aðrir Sveðjustaðaá. Ain var, við venjulegar aðstæður, ósköp meinlaus spræna, en gat nánast orðið að skaðræðisfljóti í miklum og ömm leysingum á vorin. Meðfram bökkum hennar vom valllendisteigar sem sauðfé hafði mikla löngun í, ekki síst í byrjun gróðurs á vorin. Það kom líka stundum fyrir að kindur drukknuðu í þessari ársprænu, jafnvel þar sem hún var mjóst, ámóta og læna á breiddina og rann í stokkum, eins og við sögðum, því að vatnið hafði grafíð hol undir bakkana. Þama var á köflum talsvert dýpi sem bakkamir leyndu. Og þegar æmar reyndu að stökkva yfir lænuna á bakkann hinum megin, þar sem þeim hefur vafalaust sýnst grasið grænna og lystugra, kom íyrir að þeim förlaðist stökkið og lentu ofan í - á milli bakka - og þá var leiðin upp á bakkann aftur - úr djúpi og þröng - þeim að ofurefli og lá beint í dauðann. Svo var það eitthvert sinn um aftansleytið að pabbi kom til mín dálítið kyndugur á svipinn eins og hann væri eitthvað feiminn og hikandi og segir: „Komdu nú með mér héma suður íyrir hólinn, ég þarf að tala við þig.“ „Ha, hvað, eitthvert leyndarmál,“ segi ég. „Já, kannski. Að minnsta kosti svona í bili,“ sagði pabbi og kímdi. „Ég skal segja þér, drengurinn minn, að það hafa ýmsir hér á bæjunum verið að spyrja mig hvort ég geti ekki léð þeim snúningastrák í sumar. Mér er nú tregt að láta ykkur drengina frá mér. En svo kom hreppstjórinn að máli við mig eftir messu á Melstað á sunnudaginn og sagði að sig bráðvantaði strák til snúninga í sumar og bað mig endilega að ljá sér einhvem af mínum strákum fram á haustið." „Ég er nú búinn að tala um þetta við hana mömmu þína og við emm sammála um að þú komir helst til greina. Hvað segir þú um þetta?“ „Þið mamma ráðið þessu bara, pabbi,“ sagði ég, og svo var það ekki meira. Eitthvað fór svo pabbi að tala um fólkið þama á bæ hreppstjórans, en ég tók lítið eftir því, mér fannst þetta óvænt og eitthvað skrítið, hlakkaði þó hvorki til né kveið fyrir. Við pabbi gengum heim og inn í eldhúskjallarann til mömmu, borðuðum skyrhræm með mjólk út á, en krakkamir vom búnir að borða og sum komin í háttinn. Þegar ég hafði tínt af mér spjarimar og breitt yfir mig sængina, stökk kötturinn upp í til mín; ég bauð hann velkomin með klappi og hann hringaði sig við hlið mína, latur og makráður, og malaði okkur báða inn í svefftinn. Tveimur dögum síðar kom pabbi til mín og sagði: „Hún mamma þín, blessunin, er búin að taka til fötin sem þú átt að hafa í vistina; ég held við ættum bara að skella okkur yfír að Stóra-Ósi í dag og heilsa upp á hreppstjórann. Eldri bræður þínir ætla að hjálpa þeim á Heggstaðanesinu að reka stóð fram á heiðar. Þeir ráku tömdu hrossin inn í réttina í morgun svo að þau blönduðu sér ekki saman við stóðið þegar það kemur. Þar getum við gengið að þeim Gust og Kmmma vísum þegar að okkur kemur, lagt á þá hnakk og stytt í ístöðunum fyrir þig. Við bíðum bara eftir að Nesstóðið fari fram hjá og svo ríðum við til hreppstjórans“ Það var liðið að nóni þegar stór og mikil fylking marglitra stóðhrossa kom skokkandi eftir sporaslóðinni milli Sanda og Svertingsstaða og beygði niður götumar í áttina að Melstað. Eldri bræður mínir vom með í för eins og til stóð og mamma fór út á hlað til að horfa á herlegheitin. Það var talsverður hraði á rekstrinum og það leið ekki á löngu þar til öll hersingin var horfín bak við ása og mela og þá fórum við pabbi að tygja okkur til ferðar að Stóra-Ósi. Við riðum vaðið upp Bröttugötuna og hesturinn hnaut með mig á vaðinu og lá við ég dytti af baki. Pabbi reið á eftir. „Þetta hefði nú getað farið ver, drengurinn minn, en bíddu nú við „Fall er... fall er fararheill,“ sagði pabbi. Svo sló hann í jarpa klárinn sinn, hann Gust, sem tók sprettinn alla leið niður á Háamelinn. Þar stönsuðu þeir og biðu eftir okkur Krumma. „Leiðin versnar héma neðan við melinn,“ sagði pabbi, „Þar em keldur og mýrardrög. Ég ætla bara að ríða fetið, þið Krummi komið í humátt á eftir, og haltu þér nú fast í hnakknum.“ Og ferðin gekk vel niður Buginn sem við kölluðum svo. Þegar kom á Hofvöllinn sunnan við bæinn Barð, stansaði pabbi, leit aftur og segir: „Hann er ekki nógu vel girtur, hann Kmmmi, það verður að laga!“ Svo snaraðist hann af baki og herti á hnakkgjörðinni sem mest hann mátti. Klámum varð ekkert um þessi umbrot og sparkaði hægra afturfæti til kviðar. „Þetta verður að vera í góðu standi þegar þú ríður yfír Miðfjarðarána, Það er nú talsvert vatn í henni núna, held ég, enda heiðamar orðnar auðar í allri þessari blessaðri tíð.“ „Ég hélt þú ætlaðir að sprengja klárinn, pabbi, þú girtir hann svo fast!“ sagði ég. Pabbi ansaði þessu engu, heldur sté í ístaðið og hóf sig á bak og segir: „Nú stefnum við út Melsnesið og yfír vaðið á ósnum; ég vona þú getir sprett úr spori þótt færleikurinn sé að vísu ekki beysinn." Og pabbi sló í Gust og þeir fóru nokkuð geyst, og ég mátti hafa mig allan við að halda mér á baki Krumma. Ég var feginn þegar pabbi hægði ferðina og saman með okkur dró. „Sjáðu,“ sagði hann. „Þama er kumlið hans Kormáks. Það er sagt að þar megi engan stein hreyfa; og geri einhver það, þá muni þeim sama sýnast kirkjan á Melstað standa í björtu báli. Ég tek nú ekki mikið mark á þessu, sagði pabbi, þótt flestir óttist þetta svona innra með sér.. Mér fmnst samt rétt að láta þessi ummerki í friði, enda held ég eftir litlu sé að slægjast. Mér fmnst hann Kormákur hafa verið flysjungur í meira lagi. En þú átt nú eftir að lesa söguna um hann og fleiri fomar sögur sem gerst hafa hér í Miðfirði; þú hefúr kannski aldrei heyrt á hann minnst.“ Ég fann að pabbi haföi gaman af að Heima er bezt 83

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.