Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 36

Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 36
segja mér þetta, en ég þagði og kunni ekkert til málanna að leggja. Við héldum áfram í áttina að ósnum, Ég vissi að pabbi gjörþekkti leiðina, ég bara elti og hafði engar áhyggjur af ánni. „Ég var nú vaninn á að fara héma yfir,“ sagði hann, og stöðvaði hestinn, „en sumir fóra alltaf lítið eitt sunnar. Þeir sem búnir era að venja hestana sína við brúna þurfa ekki lengur að spekúlera í gömlum vöðum. En það tekur tíma að venja hesta á að fara yfir brýr, sérstaklega þá sem hvumpnir era og hljóðhræddir eins og til dæmis hann Gustur minn. Er ekki annars allt í lagi hjá þér, Dolli minn. Haltu þér bara fast og horfðu ekki niður í vatnið. Horfðu á okkur Gust eða á landið hinum megin. Ég fer á undan og þú fylgir fast á eftir, og alls ekki nema spölkorn eða snertispöl á milli.“ Krummi var hinn rólegasti og virtist ekki hræddur við ána þótt hún sýndist vatnsmikil. Mér fannst hann hafa óbilandi traust á Jarpi sem var mun stærri og sterkari hestur en hann. Svo var haldið af stað út í ána. I fyrstu var vatnið rétt í hné hestanna, en svo tók við áll þar sem dýpi var talsvert og Krammi greip til sunds og það flaut yfir lend hans, en aðeins örskotsstund; það syrti sem sé ekki í álinn hvorki fyrir mér né honum og ég held okkur hafi báðum fúndist þetta ævintýralegt og gaman. Þegar yfir ána kom fóram við af baki og hestamir hristu af sér bleytuna. Frá ánni var stutt að túngirðingunni á Stóra-Ósi en landið var allt á fótinn. Við túnjaðarinn fóram við aftur af baki og teymdum hestana síðasta spölinn að bænum Pabbi sagði það ókurteisi að ríða yfir tún sem farið væri að grænka nema á því væri greinileg sporaslóð. A Stóra-Ósi var reisulegur bær, byggður úr timbri skömmu eftir aldamótin 1900. I honum var kjallari, hæð og svefnloft í risi. TorfVeggjum var hlaðið upp með timburþiljum á norður og austurhlið, en þykkur tjörapappi var festur á suður og vesturhlið bæjarins. Aðalinngangurinn í bæinn var á vesturhlið, andspænis árósnum og fjarðarboganum og opnuðust dymar fram í skúrbyggingu sem var góð vöm við útidyr í norðanátt og hríðarkófi. Pabbi sló nokkram sinnum þessi þrjú kristilegu högg á útdymar en enginn kom til dyra. „Það virðist heldur fátt um manninn hér Friðrik Arnbjörnsson, hreppstjóri á Stóra-Ósi í Miðfirði. um þessar mundir,“sagði pabbi, og var ami í röddinni, „Þær hafa líklega lagt sig, gömlu konumar og sofnað fast, og hreppstjórinn einhversstaðar afbæjar í embættiserindum, en við bíðum og sjáum hvað setur.“ Svo gengum við í kringum bæinn, bundum hestana við snúrastaur, en urðum ekki manna varir. Ekki leið þó á löngu þar til kona kom úr útihúsi ofan við bæinn. Hún heilsaði pabba, en mér heilsaði hún ekki. „Ertu kominn með drenginn,“sagði hún, jæja, það er nú ágætt,“ Konan var í dökku pilsi mjög síðu, grannholda og píreygð, hvarmarnir kipraðir, og mér fannst andlitið veðurbarið og þreytulegt. „Það er nú fátt af fólki heima núna, það er verið að reka búsmalann til heiða eins og lög gera ráð fyrir. Ætlarðu ekki að stansa?“ „Ég hefði nú kannski viljað ræða svolítið við hreppstjórann,“ sagði pabbi, „en fyrst hann er ekki heima held ég að best sé að fara heimleiðis strax. Við getum hist við kirkjuna næst þegar messað verður.“ Svo leit pabbi til mín og ég sá að það var einhver kvíði og angur í svipnum. Svo sneri hann sér að mér og sagði: „Jæja, þá er nú komið að kveðjustund, drengurinn minn. Ég vona þú verðir bæði duglegur og hlýðinn - en gleymir þó aldrei að hugsa vel um hvað best sé og réttast þegar einhvem vanda ber að höndum. Við pabbi föðmuðust. Svo leysti hann fataböggulinn frá hnakknum á Gusti og rétti konunni hann. Ég vona þetta endist honum ffarn til haustsins - og vertu nú sæl og sjáðu vel um drenginn. Ég bið að heilsa hreppstjóranum!“ Það kom brátt í Ijós að á bænum var ijölbreytt og litskrúðugt mannlíf. A jörðinni var tvíbýli. Flreppstjórinn, Friðrik Ambjömsson, bjó á öðra býlinu ásamt konu sinni, Ingibjörgu Þorvaldsdóttur og bömum þeirra, tveimur sonum, Böðvari og Guðmundi og tveimur dætram, Hólmffíði (Fríðu) og Sigurlaugu (Löllu). A hinu búinu var systkinabúskapur; þar bjuggu fjögur systkini Friðriks einu búi, öll komin vel til aldurs, bræður tveir, Eggert og Jón, og tvær systur, Hólmfríður og Sigurlaug; að auki var Jón, sonur hreppstjórahjónanna alinn upp hjá þeim en vann utan heimilisins þetta sumar. Ég var ráðinn til snúninga, eins og það var kallað, á heimili hreppstjórahjónanna. Orðið starf þótti ekki við hæfi um athafnir þær sem snúningagutti eins og ég var hafður til. Ég var orðinn ellefú ára og mér fannst gaman að sjá til fullorðna fólksins og ræða við það þegar tóm og tækifæri gáfúst og taka eftir því sem fyrir augu og eyra bar. A sveitabæ á þessari tíð með blönduðu búi var mörgu að sinna og snúningastrákur var til margra hluta nytsamlegur, ekki síst fyrir það fólk sem komið var nokkuð til aldurs. Að morgni að loknum mjöltum var mitt fyrsta verk að láta kýmar út og reka þær i haga; að því loknu var farið heim og neytt morgunverðar í eldhúskjallaranum hjá Ingibjörgu. Svo var aftur farið í fjósið, hjálpað til við þrif og flórmokstur og kálfúm sinnt sem vegna aldurs síns höfðu enn ekki fengið útgönguleyfi. Þá var kominn tími til að huga að hrossum. Þau vora sjaldnast í sjónmáli að morgni dags og tók stundum talsverðan tíma að fínna þau, enda var þeim auðvelt að leynast bak við hóla og hæðir austur á hálsinum ofan bæjarins. Nauðsyn bar til að hrossin héldu sig þar sem þau sæjust frá bænum því að oft þurfti að ná í þau með litlum fyrirvara. Friðrik hreppstjóri þurfti oft að skreppa af bæ margvíslegra erinda því að á hann höfðu hlaðist flest störf stjómsýslunnar sem um var að ræða í einu hreppsfélagi. 84 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.