Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Side 37

Heima er bezt - 01.02.2009, Side 37
Hann fór allra sinna ferða á hesti, enda lélegur til gangs, stinghaltur og þungur á sér. Dráttarhestamir þurftu og vísir að vera - ekki síst um sláttinn - því að þeir drógu sláttuvélina og rakstrarvélina og vom notaðir við samantekt á heyi til hlöðu eða í galta. A Stóra-Osi var starfsamt fólk og þar átti letin sér ekki formælendur. Staðurinn var nánast eins og samgöngumiðstöð þess tíma, enda á krossgötum umferðar. Þar var mikill gestagangur og þar var öllum vinsamlega tekið og mörgum greiði gerður. Utar við ijörðinn er verslunarstaðurinn Hvammstangi. Nafiiið er dregið af hvömmum í íjallinu ofan staðarins. Þar vom að auki fimm bæir kenndir við „hvamm“: Syðri-, Kirkju-, Kot-, Græni- og Helguhvammur. Það var nánast regla að bændur í verslunarferðum til Hvammstanga, framan úr Miðfirði og Miðfjarðardölum og jafhvel víðar að, komu við á Stóra-Osi. Margir þurftu að ræða við Friðrik hreppstjóra sem var nánast sjálfsáinn sveitarhöfðingi, yfirbragðsmikill og höfðinglegur, og þiggja af honum ráð. Aðrir ekki til annars en rabba við heimilisfólkið, einkum við þá bræður, Jón og Eggert, sem lágu sjaldnast á skoðunum sínum og voru orðfimir og hnyttnir í svörum. Heyrði ég oft - og heyri enn - meðal þeirra sem muna þá - vitnað til mælsku þeirra og orðafars þótt nú séu þeir fyrir margt löngu fallnir í valinn. Sjálfum þótti mér tal þeirra forvitnilegt og hafði gaman af að heyra þá bræður tvinna saman orð í sérstæðar og eftirminnilegar setningar, tvíræðar og stundum grófar, þótt tilefhið hafi sjaldnast verið stórbrotið, heldur var þetta oftast liður í húmor þeirra og gamansemi. Þeir bræður virtust þó ekki sérlega samrýndir, unnu oftast hvor í sínu lagi, en gættu þess að verk þeirra og viðfangsefni skömðust ekki þegar svo bar undir; þurftu nánast lítið að talast við um dagleg verk og viðfangsefhi; þeir voru afskiptalitlir hvor í annars garð; gat þó komið fyrir að eilitlar snurður hlypu á þráðinn í samskiptum þeirra. Eggert var mun meira utan heimilis en Jón. Hann var natinn við skepnur, sér í lagi hesta og kýr, ef eitthvað bjátaði á, og þótti glöggur með afbrigðum, enda sóttu bændur að honum ráð. Hann var sá eini í sveitinni um þær mundir - það ég vissi - sem gelti Kona Friðriks Arnbjörnssonar, Ingibjörg Þorvaldsdóttir húsmóðir, prests á Melstað, Bjarnarsonar. stóðhesta, sem að jafnaði vom ungir folar, en það var erfitt verk og vandasamt við aðstæður þess tíma. Eggert var ef til vill meiri félagsmálavera en hinn málskrúðugi bróðir hans. Yndi hans vom hestar og hestamennska, en - eins og allir vita sem að henni hænast - örvar hestamennskan til félagslegra samskipta. Theódór bróðir þeirra var hrossaræktarráðunautur á vegum Búnaðarfélags Islands. Hann bjó í Reykjavík og var ffásagnamaður góður. Frá honum er komin bókin Sagnaþættir úr Húnaþingi, útg. Reykjavík 1941. Sigurlaug systir þeirra bræðra sá að mestu eða alveg um eldhúsverkin á systkinabúinu. Hún þótti ekki smáfríð kona, en mér fannst hún fríkka því meir og betur sem ég kynntist henni, enda laðaðist ég að henni því að hún var góðgjöm og nærgætin og notaleg í orðum, a.m.k. við mig, skilningsrík og hreinskilin ef eitthvað bar í milli og átti létt um spaugið. Hólmfríður systir Sigurlaugar var annarrar gerðar. Að vísu kynntist ég henni nánast ekkert, enda var hún lítið heima á Osi þetta sumar, en mun ef til vill hafa starfað eitthvað við umönnun sjúkra í tengslum við héraðslækni. Hún var lærð Ijósmóðir, en löngu hætt þeim störfum. Fríðleikskona þótti hún og var jafnan vel til höfð. Eg man hana sérstaklega þegar töðugjöldin vom haldin þetta sumar. Þá safnaðist heimilisfólkið saman af báðum búum í betri stofunni, drakk súkkulaði með þeyttum ijóma við dúkað borð og gæddi sér á pönnukökum, kleinum, tertum og kreinkexi. Þröng var á þingi í stofunni, rétt svo að allir kæmust fyrir, og það var nánast hátíðleikablær blær yfir athöfniimi. Hólmfríður sat við borðsendann vinstra rnegin og hreppstjórahjónin andspænis. Hún var mjög virðuleg og svipmikil og klædd svokölluðum upphlut og með ákaflega fallegt slifsi eða þverslaufu sem mér varð starsýnt á. Mér fannst hún, svona óbeint, stjóma þessari eftirminnilegu athöfn. Kynslóðamunur í aldri var á fólkinu á systkinabúinu og á búi hreppstjórahjónanna en þar sáu böm þeirra um bústörfin utanhúss. Við heyskapinn á flestum bæjum var nánast eingöngu notast við orfið og ljáinn og hrífuna. Vélræn amboð, svo sem hestasláttuvélar og rakstrarvélar, vom að vísu komin til sögunnar á Stóra-Osi og víðar, en þau gengu fyrir vöðvaafli dráttarhestanna, en hvorki vom komnir traktorar né jeppar. Hins vegar var farið að brydda á jarðvinnsluvélum, skurðgröfum og þúfnabana man ég eftir á vegum búnaðarsamtaka bænda. A einstaka bæjum hafði verið ráðist til atlögu við úthagann með þessum aflmiklu en klunnalegu tækjum í því skyni að ræsa fram votlendi og breyta mýmm og móum í véltækar túnasléttur. Vélvæðing landbúnaðarins var sem sé í reifum og það mátti segja að fólk hefði ýmiskonar væntingar gagnvart tækninni og liti - vegna hennar - bjartari augum til framtíðarinnar, en að einu leyti bar þó skugga á. Það var stríðshættan sem vofði yfir Evrópu og stafaði frá ógnarveldi Hitlers og nasista i Þýskalandi. Þegar leið á sumarið jókst umtal um væntanlegt stríð í Evrópu og tal manna um að siglingar myndu teppast til landsins - ef til stríðs kæmi - olli sumu fólki - heyrði ég sagt - áhyggjum og hugarangri. En heyskapurinn gekk með afbrigðum vel. Bræðumir Böðvar og Guðmundur voru miklir dugnaðarmenn og drifTjöðrin í heyskapnum, en Jón bróðir þeirra vann utan heimilis og kemurþví ekki við sögu. Böðvar þótti stundum seinn að koma sér að verki. Honum fannst gaman að spjalla um landsins gagn og nauðsynjar, eins og stundum er sagt, og mér fannst hann hugmyndaríkur og skemmtilegur maður. Heima er bezt 85

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.