Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 39
Þreyttir göngugarpar standcmdi upp við vörðuna á Þrœlsfelli. Frá Fellinu er
geysilegt útsýni til allra átta: til Stranda, Vestjjarða og Vesturlands, suður til
jökla og um Húnaþing allt. Þrœlsfell og hæsti kambur Esjunnar eru í svip-
aðri hæð yfir sjó. Esjan hefur þó vinninginn: 918 m. móti 906 m. A myndinni
eru talið frá vinstri: Ingibjörg Daníelsdóttir, Sigurlaug Friðriksdóttir, Guð-
rún Jósefsdóttir (Dúfa), Guðmundur Friðriksson (Mundi), Hjalti Jósefsson,
þreyttur greinarhöfundur, Böðvar Friðriksson, Zophonías Jósefsson. Þeir
voru brœður Hjalti og Zophonías. Hjalti var síðar, um tíma, bóndi á Melstað,
en þeir bræður fluttu báðir norður í Eyjafjörð og eignaðist Hjalti jöróina
Hrafnagil, þar sem hann bjó til æviloka.
brúkun, voru fengnir að láni til viðbótar
við nothæfa heimahjörðina; mikið magn
af reipum þurfti til stórræðanna; en það
sem á vantaði var fengið að láni hjá góðum
grönnum.
Daginn fyrir heimflutninginn var lokið
við að binda megin hluta Hólmaheysins
í sátur. Arla næsta morguns lagði
heybandslestin af stað niður í Hólma
og gekk ferðin slysalaust. Eg hafði
gaman af að virða fyrir mér þann mikla
mun lundarfars- og styrkleika sem var
á hrossunum. Flest voru ljúf og gæf og
þróttmikil eftir gott sumar og virtust
ánægð með sitt hlutskipti, en ffá því voru
undantekningar.
Folaldsmerar tvær voru í hópnum,
báðar vel tamdar, að sagt var, og fengu
folöldin að trítla með við hlið mæðra
sinna. Samt voru þær afskaplega fúlar
og geðillar og sátu um hvert færi að bíta
klárana sem næstir þeim voru, og olli það
truflun í lestinni. Var því ákveðið að hafa
þær síðastar og gekk þá allt betur Þegar
búið var að lyfta sátunum á klakk voru
hestamir bundnir hver aftan í annan; þurfti
nú vel að gæta þess að jafngangur yrði
á lestinni og því mikillar aðgátar þörf.
Vomm við fjögur sem fylgdum lestinni;
einn teymdi ffemsta hestinn, tveir voru
til hliðanna og ég síðastur og hafði gát á
merunum sem hvað eftir annað reyndu að
slíta sig frá, sem þeim tókst þó ekki, þótt
það auðveldaði viðleitni þeirra að leiðin
milli ár og bæjar var öll á fótinn.
Þegar heim kom tóku bræðurnir Jón
og Eggert á móti lestinni. Þeir höfðu orðið
ásáttir um hvar fúlgumar skyldu standa
og mig undraði hve röskir þeir voru og
fljótir að taka baggana ofan. Það tókst
að flytja allt heyið heim úr Hólmanum
þennan dag og um kvöldið roðaði sólin
himininn. „Já, það verður áreiðanlega gott
veður á morgun og þá verður hægt að
Ijúka við að bera upp fúlgumar,“ sagði
gamli Jón og dæsti „því að kvöldroðinn
bætir, en morgunroðinn vætir.“
Það var í bígerð um tíma að gera eitthvað
eftirminnilegt þegar engjaheyskapnum lyki.
Böðvar hafði forgöngu um málið. Hann
fékk í lið með sér yngra fólkið á bænum
og að auki þrjú systkini frá Bergsstöðum
í Miðíirði: Hjalta, Zophonías og Dúfu.
Akveðið var að ganga á Þrælsfell, sem er
hæsta fell Vatnsnesfjalls, fjalls sem gefur
sýn skammt upp til hlíða öllum þeim sem
heima eiga á Austursíðu Miðljaröarsveitar
eða út með ströndum Vatnsness, en blasir
við ffá Hrútafjarðarhálsi og Vestursíðu
sveitarinnar.
I bítið sunnudagsmorgunninn næsta
eftir heybandslestina, lagði hópurinn af
stað og stefndi upp Vatnsnesfjallið, norðan
Vigdísarstaða. Það var rætt um hvort leyfa
ætti mér að vera með því að ég þótti of
ungur til fjallferða, en ég hafði mitt ffam
og kvaðst aldeilis skyldi sýna að ég yrði
ekki eftirbátur, enda óraði mig ekki fyrir
því að brekkur og hjallar, urðir og ásar
yrðu mér jafnerfiðir andstæðingar og raun
bar vitni, en mér tókst með herkjum að
þreyja tímann og reyndi ávallt að vera
samsíða þeim sem ff emstir fóm, en það
voru þeir Böðvar og Hjalti.
Þótt mér hafi fundist fjallgangan erfíð og
löng, vörðuð óþolinmæði og vonbrigðum í
mínum huga, hurfu allar slíkar tifmningar
eins og dögg fyrir sólu þegar upp á Fellið
kom. Hvílíkt útsýni, Drottinn minn! Veður
og skyggni eins og best varð á kosið. Við
blasti Húnaflóinn, nánast spegilsléttur,
Strandir og Homstrandir og Drangajökull,
sem þá var töluvert stærri en nú,
Ægifagurt var að sjá suður til jöklanna,
Eiríksjökuls, Langjökuls og Hofsjökuls og
vestur á Snæfellsnesið með sínum jökli
og suður til Borgarfjarðardala Fólkið
var samála um að vel sæist til Keilis á
Reykjanesfjallgarði, þótt í langri firð væri,
og þegar litið var í austurátt blasti við
allt hið fjölbreytilega og yfírgripsmikla
Húnaþing með sínum tilkomumiklu
fjöllum, grónum dölum, vötnum og
ströndum.
Þegar heim kom var gantast um
stund í eldhúsinu hjá Laugu eins og á
Gili forðum. Gamli Jón hafði geymt
Bergstaðahestana á vísum stað og
í kvöldhúminu riðu systkinin fram
Austursíðuna til síns heima.
Heima er bezt 87