Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 40
l :r ffáðiéúhiv vuwá ' Jón R. Hjálmarsson
Ingimundur gamli
Þorsteinsson
Landnámsmaður á Hófi í Vatnsdal
Við höldum eftir hringveginum norður yfir
Holtavörðuheiði og förum sem leið liggur um
Hrútaljörð, Miðfjörð, Línakradal og Víðidal og
komum loks í þá láglendu og gróðursælu sveit sem kallast
Þing og markast af Hópi að vestan og Húnavatni að austan.
Skyndilega verður þá á vegi okkar gríðarleg hólaþyrping
og það eru hinir víðfrægu Vatnsdalshólar sem sagðir
eru fleiri en tölu verði á komið. Sunnan hólanna opnast
Vatnsdalur sem er fögur sveit, sögufræg og búsældarleg
í besta lagi. Um dalinn fellur Vatnsdalsá sem víðfræg er
að fomu og nýju fyrir mikla laxagengd. Við höldum nú
inn eftir dalnum austan árinnar og undir skriðurunnum
hliðum hins mikilúðlega Vatnsdalsijalls. Úr fjalli þessu
hafa fallið margar mannskæðar skriður í aldanna rás og í
svonefndri Bjarnastaðaskriðu 1720 tepptist áin og þá varð
til stöðuvatnið Flóðið, í utanverðum i dalnum.
En við höldum áfram langa leið inn með hliðinni og
léttum ekki fyrr en við komum að Hofi, fornfrægu höfuðbóli
og landnámssetri heiðursmannsins Ingimundar gamla
Þorsteinssonar. í Vatnsdæla sögu sem fjallar um Ingimund
og afkomendur hans segir frá því þegar landneminn og
fömnautar hans komu fyrstir manna í daiinn: „að þeir sáu
þar góða landkosti að grösum og skógum; var fagurt um
að litast; lyfti þá mjög brúnin manna.“
Það mun hafa verið um aldamótin 900 sem þessir
föranautar komu i dalinn og æ síðan hefur dafnað þar mikið
og fjölskrúðugt mannlíf.
Ingimundur gamli var norskur maður. Faðir hans var
kappinn Þorsteinn Ketilsson raums og móðir hans hét
Þórdís og var dóttir Ingimundar jarls af Gautlandi. Þegar
Ingimundur Þorsteinsson var á unga aldri spáði Heiður
völva fyrir honum og nokkrum af félögum hans að þeir
mundu allir setjast að í landi sem þá var enn ófundið vestur
í hafi. Ingimundi þótti það ótrúlegt og kvaðst mundu sjá til
þess að svo yrði ekki. Spákonan sagði að hann mundi ekki
geta breytt þessu og því til sannindamerkis sagði hún að
horfinn væri hlutur úr pússi hans sem síðar mundi finnast
þegar hann græfi fyrir öndvegissúlum sínum í nýja landinu.
Ingimundur kannaði gripi í pússi sínu og var þá horfín
þaðan lítil Freysstytta af silfri.
Ingimundur stundaði víkingaferðir á yngri árum og herjaði
í vesturvegi með félaga sínum Sæmundi suðureyska. Þá
var það eitt sinn er þeir snem heim úr herferð að Haraldur
konungur hárfagri hafði lagt undir sig mestan hluta Noregs
og bjóst til að heyja lokaorrustu við andstæðinga sína í
Hafúrsfirði. Ingimundur vildi berjast með konungi, en
Sæmundur ekki og skildi þar með þeim. Sæmundur barst
seinna til Islands og gerðist landnámsmaður í Sæmundarhlíð
í Skagafirði. En Haraldur hárfagri fór með sigur af hólmi og
eftir orrustuna í Hafursfirði launaði hann stuðningsmönnum
sínum hjálpina með ýmsum hætti. Meðal annars fékk hann
Ingimundi gott kvonfang og gifti hann Vigdísi Þórisdóttur
jarls þegjanda. En upp úr þessu greip Ingimund svo mikið
óyndi og eirðarleysi að hann tolldi hvergi stundinni lengur.
Haraldur konungur sem hafði heyrt um spádóm völvunnar
hvatti hann þá til að leita forlaga sinna á Islandi. Ingimundur
kvað það fjarri sér, en þó fékk hann tvo fjölkunnuga Finna
til að fara hamfömm til íslands og finna þar hlut þann sem
horfíð hafði úr pússi hans. Finnamir sneru aftur og höfðu
fundið hlutinn en ekki náð honum. Þeir lýstu landslagi og
staðháttum í dal einum, þar sem þeir sögðu að Ingimundur
skyldi nema land og byggja sér bæ.
Eftir þetta sá Ingimundur að ekki mundi stoða að flýja
örlögin og bjó siglingu sína og félaga sinna til Islands. Þeir
komu fyrir sunnan land og sigldu vestur fyrir Reykjanes
og inn á Faxaflóa. Loks héldu þeir inn í BorgarQörð, þar
sem Grímur háleyski, fóstbróðir Ingimundar, kom til móts
88 Heima er bezt