Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Page 43

Heima er bezt - 01.02.2009, Page 43
„Já, ætlarðu að segja mér að þú sért svo græn að skrifa allt inn í bókina, sem þú ferð með. Það má nú alltaf gleyma að skrifa. Sakar minnsta kosti ekki að reyna.“ Andrea gat ekki falið undmnarsvipinn á andlitinu. Svona fór hún þá að hlutunum „gleymdi" að skrifa. Gústu varð ljóst af svipbrigðum Andreu að nú hafði hún talað af sér og flýtti sér að segja: „Góða, settu ekki upp þennan vandlætingarsvip. Ég var bara að grínast. Auðvitað var ég bara að plata til að sjá viðbrögðin hjá þér. Það er um að gera að reyna starfsfólkið. Þegar ég tek við versluninni verð ég að geta treyst hverjir em heiðarlegir og hveijir ekki, skilurðu?“ „Guð, ég hélt þér væri alvara,“ sagði Andrea og skellihló. Nú var um að gera að leika með. Gústa drakk í botn. „Jæja, takk fyrir mig. Tíminn líður. Ég ætla með stelpuna til mömmu. Hún hefúr ekkert þarfara að gera en hafa hana í nótt og kannski lengur.“ „Hvað þér liggur ekki svo á,“ sagði Andrea. „Helena er róleg að leika sér. Klukkan er ekki svo margt. Þú þiggur nú í annað glas. Það er ekki svo oft sem við spjöllum saman.“ „Satt segirðu,“ sagði Gústa og slappaði af. „Þú varst að minnast á bættan fjárhag. Vannstu kannski í happdrætti?“ spurði Andrea og hló um leið og hún rétti að Gústu konfektskálina og bauð henni úr sígarettuhylkinu sínu. Gústa hallaði sér aftur í sófanum og reykti áfergjulega. , Já, ég talaði um það.“ Hún lygndi augunum. „Mig hefúr alltaf dreymt um að vera rík og nú emm við loksins að fá arfinn sem ég var búin að minnast á. Karlinn, tengdapabbi Ulla, var alveg forríkur skratti. Hann átti alla verslunarkeðjuna héma og mikið meira annarsstaðar. Stelpugæsin sem Úlli var giftur, kálaði sér, en áður var karlinn dauður svo Úlli erfir auðvitað allt saman. Svo er það rúsínan í pylsuendanum. Þessi ríki karl, tengdafaðir Úlla, er pabbi Helenu. Ég gerði hann að pabba Helenu. Svo hún erfir líka heilmikið. Þú skalt eiga mig á fæti ef þú kjaftar þessu í nokkra manneskju.“ Gústa var eins og hún væri að tala við sjálfa sig. Andreu fannst hún varla geta andað. „Nú giftist ég Úlfljóti Hermannssyni þó ég verði að draga hann dauðan til prestsins. Þetta gengur mér ekki úr greipum og ekkert má koma fyrir ræfilinn áður. Ég er búin að leggja of hart að mér til þess. Nú má ekkert mistakast. Ég hef alltaf ætlað mér að verða „kóngur“. Ég hef margsagt það og nú er það að rætast. Þú manst Vera. Ekki orð um þetta við nokkra manneskju.“ Hún stóð upp. „Nú fer ég meó stelpuna, bless.“ Andrea hljóp inn í svefnherbergið og náði í innkaupapoka fullan af einhverju. „Helena,“ kallaði hún niður stigann. „Hafðu þetta með til ömmu þinnar til að dunda þér við. Þetta er fyrirffam jólagjöf,“ sagði hún og tók á móti faðmlagi telpunnar. „Hvað er þetta?“ hvíslaði Helena. „Barbídót og jogging galli til að fara í á morgun, því þá er sunnudagur,“ hvíslaði Andrea á móti og stökk til baka upp stigann. Furðulegt og óréttlátt að Gústa skuli eiga svona yndislega dóttur. Svona hefði mín dóttir getað verið. Ég þori ekki einu sinni að vitja um leiðið hennar svo ég komi ekki upp um mig. Svo mundi hún eftir setningu sem Gústa hafði sagt. „Ég gerði hann að pabba Helenu.“ Eitthvað einkennilegt bjó í þessum orðum. Hún gat ekki skilið þetta nema á einn veg. Pabbi hennar var ekki faðir Helenu. Hvílík krossgáta og svo ætlaði manneskjan að verða kóngur. Hvílík bilun. Gat það staðið í einhveiju sambandi við að pabbi hennar hafði verið kallaður kóngurinn í þorpinu. Gústa ætlaði greinilega að sölsa allt undir sig sem hún gat. 0, pabbi minn, hvar endar þetta? Jæja, ekki neinar sorglegar hugsanir núna. Hún þurrkaði af sér tárin og fór inn á bað til að skrúfa frá sturtunni. Andrea fór í glæsilega, flöskugræna silkibuxnadragt, sem dró fram fallegan vöxtinn, hárið og augun. Svo málaði hún sig eftir öllum kúnstarinnar reglum. I kvöld ætlaði hún til tilbreytingar að tjalda því sem til var. Kannski kæmi eitthvað fróðlegt út úr þeirri tilraun. 21. kafli Mikið er hún góð við þig hún Vera,“ sagði Marta áreiðanlega í sjöunda sinn við ljóshærðu telpuna, sem sat yfir sig hamingjusöm með Barbie fjölskyldu fyrir fram sig og var að greiða mömmunni með lítilli, bleikri greiðu. „Aö gefa þér líka þennan flotta galla. Það er meiri gæða stúlkan. Ég get ekki að því gert en hún minnir mig alltaf svolítið á hana Andreu sálugu. Hún var svona, ekkert nema hjálpsemin og elskulegheitin. Hún lætur ekki svona mikið með þig hún móðir þín,“ bætti hún svo við á lægri nótunum. „Henni væri nær að kaupa eitthvað á bamið sitt í staðinn fyrir að bera þessi ókjör á sjálfa sig. Ég skil bara ekki að hún skuli hafa efni á þessu, það má vera meira kaupið hjá manneskjunni. Minna má nú gagn gera.“ „Vera sagði að þetta væri fyrirffam jólagjöf,“ sagði Helena. „Ég vildi að hún væri mamman mín, svo er svo fínt hjá henni og hún kyssir mig á hveijum degi þegar ég kem upp í jólin hjá henni.“ „Það er aldeilis ræðan hjá þér, Lena litla,“ sagði nú Gabríel sem kom inn í eldhúsið. ,Á.ttu ekki kaffi, kona. Það er naumast baksturinn, manneskja, allt morandi í hálffnánum og kleinum. Það verður eitthvað farið að mygla á páskunum, ég segi ekki annað.“ „Ég held þú hafir nú lyst á bakkelsinu eins og hver annar," hnusaði í Mörtu. „Þú hefur nú ekki fúlsað við því hingað til ef ég man rétt. Svo ætla ég að gefa henni Vem eins og í tvö, þrjú box. Hún er svo góð við telpuna." ,Já, hún er lánleg, sú stúlka,“ ansaði Gabríel og stakk upp í sig heilum hálffnána. „Mér þætti ekki mikið þó Ómari yrði heitt um hjartað að hafa hana nálægt sér. Gústa er nú alltaf að hnýta í hana. Vonandi gerir hún henni ekki lífið leitt eins og öllum sem hún er nálægt. Hún hefúr það ekki úr minni ætt, svo mikið er víst.“ Það var allt uppljómað hjá Ómari þegar Andrea kom að húsinu og hún heyrði hlátrasköll út um opna gluggana. Hún hringdi Heima er bezt 91

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.