Heima er bezt - 01.02.2009, Blaðsíða 44
bjöllunni og gekk inn. Ómar kom þjótandi fram.
„Nei, ertu loksins komin. Mikið er ég glaður að sjá þig,“
sagði hann og rak henni rembingskoss. „Bara svona til að þú
finnir hvað þú ert velkomin. Gerðu svo vel. Má ég vitna í þann
gamla vísdóm að glæsileg kona gleður karlmannshjarta. Mikið
ertu falleg, eins og alltaf auðvitað.“
Andrea hló og gekk inn. Það var fólk allsstaðar, hlæjandi og
talandi með glöggglösin sín. Kiyddilminn lagði um jólaskreytta
stofúna og Andrea fann tilfinningu sem var sambland af
eftirvæntingu, spennu og gleði hríslast um sig alla. Henni var
vel fagnað af samstarfsfólki sínu og varkomin í hrókasamræður,
áður en hún vissi af.
„Hver ert þú fagra kona?“ sagði þægileg rödd að baki hennar.
Hún leit við og horfði beint í augun á Gesti, sem stóð og hélt
utan um axlimar á Ómari.
„Ég er Öskubuska á dansleik í höllinni,“ svaraði Andrea án
þess að hugsa sig um.
„Þá vona ég að ég finni skóinn þinn,“ sagði Gestur
hátíðlega.
„Nei, það á prinsinn að gera,“ svaraði hún jafn alvarleg.
„Hæ og hó. Við erum mætt.“ Gústa geystist inn með Úlla á
hælunum. Hann var enn stöðugur á fótunum.
„Sæktu mér í glas, elskan,“ sagði Gústa við Gest og strauk
honum um vangann.
„Hefúr þú ekki skósvein til þess?“
Gestur hreyfði sig hvergi, en horfði á konu sína sem var
spjalla við Jófríði prestsdóttur. Þær voru algjörar andstæður í
útliti. Jófríður var eins og auglýsing fyrir hreinleika óspjallaðra
meyja. Hún klæddist fannhvítum kjól með löngum ermum og
uppstandandi kraga að höku. Hvítum sokkum, hvítum skóm,
með hvíta heklaða hanska og hvíta hárspöng til að halda gráu,
þunnu hárinu vel sléttu frá andlitinu. í annarri hendi hélt hún á
hvítu veski, í hinni hendinni var glöggglasið sem hún saup ört
á, með sælusvip, sem var sjaldgæft að sjá. Jósefrna hélt líka á
glasinu sínu og var búin með meira úr því en Jófríður. Þama
virtist sjálf drottning sígaunanna vera mætt.
Utan yfir síða svarta pilsinu var hún í styttra pilsi rauðu og
þar utan yfrr í enn styttra pilsi skærgrænu. Vana sínum trú var
hún í einni af sínum þykku peysum, en nú var peysan ekki
alsvört heldur með ásaumuðum pjötlum í öllum regnbogans
litum. Um mittið, sem ekki var nú hægt að kalla mjótt í öllum
þessum útbúnaði, var margvafið einkennismerki hennar, tjull-
lengjunni, sem í þetta sinn var hvít. Kolsvart hárið varhrokkið
og óhamið út frá höfðinu niður á axlimar og í nokkrum lokkum
héngu rauðar og skærgrænar slaufúr í einni ringulreið.
Jósefina hafði ekki orð á sér fyrir að blanda geði við fólk
a.m.k. ekki að fyrra bragði. Jófríður hafði orðið skelfmgu lostin
þegar þessi litasinfónía tók stefnuna til hennar og fannst hún
vera að lenda í klónum á einhverri seiðkonu. Hún róaðist fljótt
þegar hún sá að þetta var sjálf læknisfrúin, sem hún hafði bara
einu sinni séð áður. Það var ekki vani Jósefinu að vera mikið á
ferli utandyra og alls ekki fara í verslanir. Hún sendi eitthvert
bamið, eða oflast stúlkuna sem var í vist hjá þeim. Það vissi
ekki nokkur maður hvað læknisffúin hafði fyrir stafni á daginn,
með alla krakkana í skóla eða leikskóla og vinnukonu.
Einhver í Bjömsvali hafði heyrt eftir vinnukonunni að Jósefína
læsi bækur og einkennileg rit allar nætur, en svæfi á daginn eða
væri í einhverju sem hún kallaði hugarorku æfingar. Bækumar
sem hún hafði séð í stöflum inni í hjónaherbergi og allar sem
hún hefði flett væm um galdra, hjátrú og einhverskonar kukl
og spádóma. Svo væri læknisffúin líka að mála myndir niður
í kjallara. Ef myndir skyldi kalla sagði vinnukonan. Þær vom
af einhveijum ósköpnuðum með marga hausa og tungumar
út úr sér. En svo vom aðrar myndir sem líktust einhverskonar
englum en óskaplega skrýtnum samt. Þessi sami starfsmaður
Bjömsvals hafði líka haft þær fféttir að færa eftir vinnukonunni,
að læknisffúin harðbannaði að orðið vinnukona væri nefnt á
sínu heimili eða utan þess. Signý, en það hét stúlkan, væri „au
pair“ hjá sér, en ekkert vinnudýr.
Signý sagðist nú ekki finna neinn mun. Hún þyrfti að gera
allt hvort sem væri, nema sofa hjá lækninum. En þama stóðu
nú andstæðumar, „hvít og svört“, supu vel á glösum sínum og
virtust hafa heilmikið að tala um.
Ómar var búinn að setja plötu með suðuramerískum dönsum
á fóninn.
„Nú eiga allir að dansa og skemmta sér, eins og pláss leyfir,“
kallaði hann.
„Leyfist mér,“ hann hneigði sig fyrir Andreu. Fleiri bættust
í hópinn. Gústa var búin að toga Gest út á gólfið. Úlli dansaði
við Jósefínu, sem virtist ansi stíf í dansinum.
„Þú minnir mig á stúlku sem ég dansaði einu sinni við,“
sagði Ómar allt í einu og horfði á hana eins og hann væri að
skyggnast inn í sál hennar.
„Það var skemmtilegt,“ svaraði Andrea og barðist við að
sýnast róleg.
„Það var góð stúlka, eins og þú. Við vorum vinir, miklir vin-
ir.“
Laginu var lokið og annað tók við. Svellandi tangó eins og
þeir gerðust bestir.
„Þetta er minn dans.“ Úlli beið ekki svars, heldur dansaði með
hana út á gólfíð. Hann dansaði jafnvel og forðum og Andreu
fannst sem árin þurrkuðust út. Gamla tilfinningin að þau hefðu
aldrei dansað nema hvort við annað streymdi um hana alla eins
og hlýr blær á sumardegi.
Hún lokaði augunum andartak og fann hvemig tak hans um
mitti hennar hertist, þar til hún komst ekki nær líkama hans.
Dansspor þeirra mnnu saman eins og bráðinn straumur af efiii
sem myndi síðan geta storknað í eina óijúfandi heild.
Tónlistin þagnaði og þau horfðu eins og dáleidd hvort á
annað. Fólkið í kringum þau hló og skvaldraði, en þau heyrðu
það varla.
„Svona hefur enginn dansað við mig fyrr, utan ein kona,“
sagði hann lágum rómi. „Ég get svarið að eitt augnablik hélt
ég að þú værir hún Andrea mín. Þú ert alveg dásamleg Vera,
alveg dásamleg.“
„Ert þú orðinn að steini, Úlfljótur eða hvað?“ Rödd Gústu
minnti á óveður í aðsigi. „Það er naumast að þið dansið.“
„Þetta var besti dans sem ég hef dansað ámm saman,“ sagði
Úlli og leit ögrandi á Gústu.
„Ef þú hefðir nú annan eins hrynjanda í kroppnum Gústa,
þá myndi ég dansa við þig í allt kvöld. En því miður, þetta er
bara fáum gefið.“
92 Heima er bezt