Heima er bezt - 01.02.2009, Page 45
Hann snerist á hæli og gekk að borðinu með hinum ljúfu
veigum og fyllti glasið sitt.
Við stofudymar stóð maður með örlitla myndavél í höndunum.
Öðm hvom beindi hann henni eitthvað út í stofuna og hélt
vísifmgri þétt að tökutakkanum. Myndavélin tifaði án afláts.
Þó gestimir héldu að það væri verið að taka af þeim myndir,
var það nú ekki öldungis rétt. Myndavélinni var beint aðeins
að einni manneskju, með eldrautt hár. Af Gústu myndi hann
aldrei eiga nóg af myndum.
Fjörið stóð ffam effir nóttu. Klukkan var farin að hallast í
fimm. Nokkrir vom samt famir og aðrir vom að ferðbúast.
Andrea hafði passað að fara ekki yfír strikið í glögginu, hún
hafði dansað mikið og skemmt sér ótrúlega vel. Allir vom vel
þéttir og sumir rúmlega það.
Jósefína læknisffú og Jóffíður prestsdóttir höfðu aldeilis komið
á óvart. Fyrir það fyrsta dönsuðu þær saman án afláts. Jóffíður
prestsdóttir, sem aldrei hafði fengið það orð á sig að vera nein
selskapsdama eða dansrófa, smakkaði varla neitt sterkara en te og
hafði haft óbeit á reykingum, hafði slegið öll met sín margsinnis,
því hún sveif áffam hálf flækt í tjullflyksum Jósefínu og þess á
milli drakk hún hvert glöggglasið á fætur öðm og reykti eins og
strompur, Jósefínu til samlætis. Læknisffúin varð samt stjama
næturinnar. Hún sem alltaf var dúðuð í þessi kynjaföt, kastaði
allt í einu af sér bæði fötum og hömlum og hóf að dansa glæstan
magadans, eftir suðuramerísku tónlistinni, rétt eins og hún væri
uppalin á kjötkveðjuhátíð í Ríó. Gesti manni hennar hafði orðið
ansi bylt við. Annað eins hafði aldrei gerst í þeirra búskapartíð.
Hann hafði ekki ástheit augun af konu sinni. Þetta var ný og
spennandi hlið á henni sem hann vonaðist til að entist lengi.
Karlmennimir hugsuðu að svona ætti hún bara að vera. Hún
tæki sig nú eitthvað betur út á undirfötunum, sem vom virkilega
flott, heldur en fatadmslunum sem hún var alltaf í.
Ómar og Andrea sátu í djúpum samræðum í sófanum og
hann fékk meir og meir á tilfínninguna að hann hefði hitt hana
einhvem tíma áður en það var bara útilokað. Leiðir þeirra hlutu
að hafa legið svona sterkt saman í fyrra lífí að hann væri að
upplifa það núna.
Ulli hafði þraukað óvenju lengi lítið drakkinn. Þar til
Gústa hafði ráðist að honum með skömmum fyrir dansinn
við Andreu. Þá hafði Ulli brugðist við fokvondur og sagðist
aldrei myndi stíga dansspor við Gústu meira í lífinu, enda
héldi hún ekki nokkrum takti, hvorki í dansi né öðru. Svo
skvetti hann úr glasinu sínu framan í hana. Gústa rauk
hljóðandi fram á bað og öskrað þar svo fólk hélt að hún
væri alveg búin að missa vitið. Síðan kom hún strunsandi
inn í stofuna og sagðist vera farin heim.
„En þið skuluð fá fyrir ferðina,“ sagði hún og steytti hnefana
framan í Andreu og Ulla til skiptis.
„Góða snautaðu,“ sagði Úlli og virtist hvergi smeykur.
Það sem eftir var af gestunum fór að þakka fyrir sig og
kveðja.
„Ég ætla að labba með þér heim, svona til öryggis,“ sagði
Ómar.
„Það er nú alveg óþarfi, Gústa ræðst varla á mig núna,“ svaraði
Andrea og leit út undan sér á Gústu sem virtist vera að renna
reiðin og var að reyna að troða Úlla í frakkann sinn, en hann
setti hendumar í buxnavasana og horföi glottandi á hana..
„Ég skal fylgja þér heim Gústa,“ sagði Keli sem allt í einu
stóð við hlið þeirra.
„Hvaðan ber þig að?“ spurði Ómar hissa.
„Ég held ég hafi bara óvart sofnað smástund þama inni,“
sagði Keli og benti á svefnherbergisdyr Ómars.
„Þú ert sannur vinur Keli,“ drafaði í Gústu sem gafst upp á að
troða Úlla í frakkann. „Ég þigg það að þú fylgir mér heim.“
„Ertu að meina þetta? Ég er svo aldeilis hissa. Ég hef bara aldrei
orðið eins hissa á ævi minni,“ sagði Keli hamingjusamur.
„Margt nýstárlegt ber við í þessu jólateiti,“ hvíslaði Ómar að
Andreu, sem kinkaði kolli.
Gústa og Keli köstuðu kveðju á þau og stauluðust út.
„Detti mér öll dauð og lifandi kvikindi úr höfði,“ sagði Úlli
og starði á effir þeim. „Þetta verð ég að sjá betur,“ svo snaraðist
hann furðu lipurlega í frakkann og tölti á effir þeim.
Ómar slökkti á kertunum sem logað höföu um alla íbúð,
fullvissaði sig um að allt væri í lagi og læsti svo hurðinni á
eftir þeim.
Nóttin var stjömubjört og fullt tunglið varpaði birtu á snjóinn,
sem glitraði eins og á hann væri varpað töfraljósi. Þau Ómar
löbbuðu þegjandi en hann haföi lagt handlegginn utan um axlir
hennar. Andrea fann hlýjuna og öryggið sem streymdi frá honum
og hallaði ósjálfrátt höföinu að öxl hans. Töframir sem hún
haföi orðið fyrir í dansinum við Úlla voru eins og fjarlæg, góð
minning um stund, sem aldrei myndi endumýjast.
Ómar beygði höfuð sitt og kyssti hana á ennið. Þau horföust
í augu, brostu og héldu áfram.
Keli, Gústa og Úlli vom komin inn þegar Andrea opnaði
útidymar.
„Já, góði farðu að leggja þig. Þú ert hvort sem er aldrei nýtur til
neins,“ heyrðu þau að Gústa sagði og átti sennilega við Úlla.
„Það er auðséð að hér býr smekkmanneskja. Svona jólalegt
hef ég bara aldrei séð fyrr,“ sagði Ómar þegar þau vom komin
upp.
„Heyrðu,“ sagði Andrea. „Ertu ekki svangur? Ég veit að það er
engin kurteisi að spyija svona, þar sem ég er að koma úr veislu
hjá þér, en ég persónulega hef vel lyst á pitsu.“
Þau borðuðu heita pitsuna með góðri lyst og dmkku kók
með.
„Þetta var gott,“ sagði Ómar og kveikti í pípunni sinni,
afslappaður að venju.
Andrea fékk sér sígarettu og reyndi að kæfa geispa sem braust
fram.
„Fyrirgeföu hvað ég er óskemmtileg,“ sagði hún afsakandi.
„Þú ert orðin dauðþreytt vinan mín, ég ætla að koma mér
heim og þú ferð beinustu leið í draumalandið.“
Andrea fylgdi honum fram á stigapallinn og fannst ekkert
athugavert við að hann tæki hana í faðminn og kyssti af vaxandi
ákafa.
„Ég heföi gjaman viljað vera hjá þér lengur,“ hvíslaði hann, en
um leið og varir hans nálguðust hennar á ný, heyrðist reiðiöskur
á neðri hæðinni.
Heima er bezt 93