Ný kynslóð - 01.10.1941, Page 11
Okt. '41, Ný kynslóA
síður slæmir tímar fyrir okkur, sem ætlað er að hafi
nóg fé undir höndum. •
Gesturinn leit til hans biðjandi augum. Pað var
eins og bæn speglaðist í þeim. Varir hans titruðu
eins og í angist og málrómur hans var hás.
— Ég ákalla yður við allt, sem yður er heilagt, að
hjálpa mér. Litla telpan mín hefur það kannske ekki
annars af. Hugsið aðeins til litla, saklausa barnsins.
Djúp þogn,
Hann horfði á gestinn festulegum augum. Hann
hafði þegar tekið ákvörðun sína.
— Eg- veit, að lífið er erfitt, sagði hann af skiln-
ingi og samúð. Mér þykir það leitt að geta ekki
hjálpað yður, af því að svona stendur á. En ég hef
fyrir iöngu síðan tekið þá ákvörðun að lána engum,
hver svo sem í hlut á cg hvernig sem á stendur.
Mér þykir þetta leitt. Það getur líka verið erfitt að
neita mönnum um hjálp, þó að maður neyðist til þess
oft og einatt.
Gesturinn stóð seinlega á fætur. Hann var niður-
brotinn maður. Hann gekk þungum skrefum út
að hurðinni, þar sneri hann sér við og horfði litla
stund á hann djúpum, alvarlegum augunum, sem
tómleikinn og hryggðin skein úr.
Pað var eins og gesturinn ætlaði að segja eitthvað
fleira, en svo sagði hann aðeins:
— Verið þér sælir.
— Sælir.
Hurðin lokaðist á eftir gestinum, og þungt og
vonleysislegt fótatak hans fjarlægðist.