Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 18

Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 18
Ný kynslóð, okt. ’41 — Já, göfugi konungur. — Láttu mig heyra þau. Ráðgjafinn lauk upp gullnu bókinni og las: — Góður konungur líkist garðyrkjumanni, sem fellir m,örg tré. —- Þetta lætur vel í eyrum, mælti konungurinn næsta ánægður. Hann tók ofan kórónuna og bjóst til farar út í garðinn á strönd hinnar heilögu Nílar. Þjónar og- hirðmenn, sem á leið hans urðu, lutu til jarðar og ávörpuðu hann: — Heill sé þér Maurus konungur. — Það blikaði á klæði hans, er voru úr gulli, svo að mönnum lá við ofbirtu í augum, og hon- um fannst sem jörðin skylfi, þar sem hann steig fótum. Næturgalinn í garðinum hóf að syngja um ást, eins og hann læsi hugsanir konungsins. Liljurnar lutu honum, og rósirnar stráðu blöðum sínum á braut hans. Kvöldblærinn, sem bærði trjálaufin og blómin, hvíslaði nafn, en þó ekki nafn hins volduga Maur- usar konungs heldur nafn Floiriliu hinnar fögru, eig- inkanu Rogusar, sonar Narzis. Það var einmitt á fund hennar, sem konungurinn hraðaði f.ör sinni. Hallarverðirnir undruðust, hvers vegna konungurinn hefði svo hraðan á. — Þessi för konungsins mun kosta einhvern vor á meðal höfuðið, dirfðist ráðgjafinn að hvísla að syni sínum. Rogus varð óttasleginn við þá tilhugsun, að ef til vill kynnu slík örlög að bíða hans. Hann mælti við þann, sem gætti hliðsins: 14

x

Ný kynslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.