Ný kynslóð - 01.10.1941, Side 25

Ný kynslóð - 01.10.1941, Side 25
Okt. ’41, Nj kynslóð Hver hefir leikið þig svona hart? Vínsalarnir mega blyg’ðast sín fyrir að féfletta viðskiptavini sína. Væri ég konungur, léti ég hengja þá alla. — Pað er einmitt það, sem ég mun láta gera, mælti Maurus og andvarpaði þungan. — Lánaðu mér yfirhöfn þína, og ég mun verða við csk þinni. — Ætlar þú að láta hengja þessi hrakmenni? Hver ert þú? — Ég er konungurinn. Dim starði undrandi á hann. — Hefur þú ekki séð mynd mína á gullpeningunum? — Eg hef aldrei eignazt gullpening, mælti betlar- inn um leið og hann fékk konunginum yfirhöfnina, Maurus hraðaði sér til lystihúss Rogusar. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman við garðshliðið, enda þótt þetta væri mjög árla morguns. Fólk ræddi sam- an 'í hálfum hljóðum sem í eftirvænting. Konungur- inn bar kennsl á nokkra af hinum trygglyndu hirð- mönnum sínum. Þeir véku úr vegi fyrir honum,, svo að yfirhöfn hans óhreinkaði ekki skrautklæði þeirra. Maurus barði á hliðið krepptum hnefa og hrópaði hárri röddu: —• Ljúkið upp án tafar. Eg er konungurinn. — Aumingja maðurinn, mælti varðmaðurinn og hló við. Maurus sneri sér að þeim, sem viðstaddir voru, fullur örvæntingar. — Þekkið þið mig ekki, hóf hann máls. — Kæru þegnar mínir, ég er konungur ykkar. Honum var svarað með almennum hlátri. Kabul. Ég gaf þér óðalsjörð fyrir örfáum vik-

x

Ný kynslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.