Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 4
jólasveinar einn og átta
ofan koma fjöllunum
o.s.frv.
Nu á dögum tíðkast það mjög að
ganga í kringum jólatré, sem prýdd eru
margs konar skrauti og skærum jólaljós-
um. Þá eru sungnir sálmar og söngvar,
sem ortir hafa verið í tilefni þessarar
hatíðar. Þekktasti sálmurinn var sam-
inn í ævagömlu þorpi í austurísku Ölp-
unum fyrir 142 árum af síra jósef Mohr,
en lagið er eftir Franz Gruber.
Þessi hugþekki sálmur hefst á orðunum:
Heims um ból
helg eru jól.....
Gleðileg jól !
GILDI SKÓLANNA
ALLIR vita, hve mikils virði það
er að eiga gott heimili. Skólarnir eru
okkar annað heimili frá barnaesku. Öll
erum við þar mikinn hluta æskuáranna
og sum lengur. Skólarnir móta ungling-
ana og leggja að miklu leyti hornstein-
inn að framtíð þeirra. Þess vegna er
gildi skólanna mjög mikið. Oft má
heyra börn segja ; "Ég lærði þetta í
skólanum, " eða : "Kennarinn minn sagði
mér þetta. " Og þeim finnst auðvitað
að þau hafi þá lög að mæla. Það er
áríðandi, að gott samstarf náist milli
kennara og nemenda. Nemendur eiga
að bera virðingu fyrir kennurum sínum,
og þeim þarf að þykja vænt um skólann
sinn. Ef þetta samstarf tekst vel, verð-
ur skólagangan ánægjuleg og árangurinn
góður. Við leggjum át í lífið með þá
fræðslu og þau uppeldisáhrif, er við
Frh. á bls„ 11.
E. G.