Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 6

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 6
- 6 - Eftirtaldir nemendur skipa NEFNDIR nemendafélagsins : Malf undanefnd : Hrafn Magnusson 3. -Z, formaður Tryggvi Karlsson 3, -L, Kristján Guðmundsson 3.-L Hans Indriðason 3. -Z Guðrún Guðlaugsdóttir 2.-A Hjalti N. Zophaníasson 2.-A Orn Johnson 3. -L Taflnefnd : Trausti Björnsson 3. -X, formaður Sigmar Björnsson 3. -X Sveinn Sigurkarlsson 3. -Z Pall Bragi Kristjónsson 2. -B Skemmtinefnd : Ólafur Gústafsson 4. -B, formaður jón Kaldal 3. -X Matthías Matthíasson 3. -E Aðalheiður Johannesdóttir 4.-B Sveinbjörn Rafnsson 2. -B Þorsteinn Ingólfsson 2. -A Magnús Ólafsson 2. -E Sveinbjörn Kristjánsson 2. -G Ár shátíðarnefnd: Þorgils Axelsson 4. -A, formaður Hrafn Magnússon 3. -Z Ólafur GÚstafsson 4. - B María Hjálmarsdóttir 4. -C Aðalheiður jóhannesdóttir 4. -B jón Kaldal 3. -X Matthías Matthíasson 3. -E Andrés Indriðason 3. -X íþróttanefnd : LÚðvík LÚðvíksson 3. -E , formaður Ágústa Þorsteinsdóttir 4. -C Helgi Gústafsson 4. -A Vilhjálmur Grímsson 3.-Z Þuríður ísólfsdóttir 3. -F Grímur Valdimarsson 3. -Z ÁRSGJALD NEMENDAFÉLAGSINS Eins og allir vita, hækkaði ársgjald nemendafélagsins úr 10 í 20 krónur, samkvæmt hinum nýju lögum nemenda- félagsins, sem gengu í gildi í haust. Þegar farið var að innheimta ársgjald- ið, kom heldur en ekki aukahljóð í strokkinn, því svo virtist, sem nemend- ur skildu ekki fyllilega, hvað átt væri við með þessu. Sumir voru jafnvel þeirrar skoðunar, að gjald þetta rynni beint til skólans. Fyrir þennan mis - skilning þarf að girða rækilega, því að skólinn sem slíkur á hér engan hlut að máli. Eins og glögglega er tekið fram á kvittuninni, er þetta gjald eingöngu til nemendafélagsins. Rennur helmingur þess í ferðasjóð, en hinum helmingnum er ætlað að greiða útgáfukostnað skóla- blaðsins, sem allir nemendur eru áskrifendur að. Mjög er áríðandi, að kvittunin kom- ist ekki á flæking, því að nemendafé- lagið getur á engan hátt tekið ábyrgð á glötuðum kvittunum. Sem sagt : nemendur greiða 20 króna ársgjald til nemendafélagsins ; innifalið er árs- gjald að skólablaðinu og ber að sýna kvittunina við afhendingu blaðsins. Nú ætti þetta að liggja nógu Ijóst fyrir. HÆST BYLUR í TÓMRI TUNNU Öflun efnis í þetta fyrsta BLYS á skólaárinu gekk mjög treglega fyrst í stað. Á öðrum stað í blaðinu er greint frá verðlaunasamkeppninni og örlögum hennar. Má segja, að tveir bekkir eigi mestan heiður af þessu blaði. Eru það landsprófsbekkirnir 3. -X og 3. -L. ÞÓ mega menn alls ekki álíta, að þetta sé bekkjarblað ; slíkur hugsunarháttur er reginvitleysa. Þessi vanmáttarkennd þegar nemendur segja "ég get ekker'c skrifað", er ill — þolanleg. Gott félagslíf getur aldri borið barr sitt, ef enginn fæst til að gera neitt. Hér þarf að ráða bót á, og það strax. Auðvitað þarf það ekki að vera neinn listrænn skerfur til heimsbók- menntanna ; svo strangar kröfur eru alls ekki gerðar. Til dæmis væri mjög

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.