Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Page 11

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Page 11
- 11 9. gr. Kosning bekkjarfulltrua skal hefjast í 4. bekk. Tveir hinir atkvaeðahæs tu í hverjum 4, bekk skulu síðan vera í'fram- boði til stjórnarkjörs. Fer þá fram leynileg kosning í 4. bekk og kýs hver nemandi þrjá í aðalstjórn. Sá verður formaður, er flest atkvæði hlýtur, sá gjaldkeris er næstflest fær, og hinn þriðji hæsti ritari. Síðan skulu þessir þrír gangast fyrir kosningum í öllum öðrum bekkjardeildum skólans. Skulu kosnir tveir bekkjarfulltruar í hverjum bekk, og skal aðalfulltrui vera í framboði, þegar kosnir eru meðstjórn- endur og varaformaður, sem vera skal úr 3. bekk. 10. gr. Allar kosningar skulu vera skriflegar og ræður einfaldur meirihluti atkvæða úr- slitum. U- gr» Aðalfund skal halda fyrir 1. desember ár hvert, og þá jafnan í sambandi við málfundi. Fráfarandi formaður flytur þar skýrslu stjórnarinnar, reikningar felagsins frá fyrra ári eru birtir og lagabreytingar ræddar, ef þörf þykir. Rætt skal um framtíðarstarfsemi félags- ins og skal hinn nýkjörni formaður hafa framsögu um þau mál. 12- gr. Nemendafélagsgjaldið skiptist þannig : 4/10 í félagssjóð, 2/10 í bókasafnssjóð, 1/10 í verðlaunasjóð og 3/10 í áhalda- sjóð. 13. gr. Tekjur af skemmtunum renna allar í ferðasjóð og skiptast þannig : Nemendur 4. bekkjar hljóta allan ágóða af árshátíð skólans, en tekjur af öðrum skemmtunum skiptast eftir vissum regl- um milli 2. bekkjar og landsprófsdeilda. 14. gr. Um hina ýmsu sjóði : a) Bokasafnssjóði skal verja til styrkt- ar bókasafni skólans. b) Úr verðlaunasjóði skulu að jafnaði veitt ár hvert verðlaun fyrir frábær félagsstörf, íþróttaafrek, ritgerðir o.fl. c) Áhaldasjóði skal verja til kaupa á ýmsum tækjum til eflingar félags- starfseminni, svo sem hljómplötum, upptökuvélum, listaverkum til fegrun- ar skólanum o.fl. eftir því, sem þörf krefur. d) Ferðasjóði er ætlað að styrkja ferðalög, sem nemendur fara að loknum vorprófum. 15. gr. Stofna má áhugadeildir innan félagsins um ýmis mál, svo sem bindindi, íþrótt- ir, skák og fleira, enda komi samþykki félagsstjórnarinnar til. 16. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Reykjavík, 7. nóvember 1958. GILDI SKÓLANNA, frh. af bls. 4. höfum hlotið í veganesti x skólunum, og auðvitað öll með þeim ásetningi að verða góðir og nýtir þjóðfélagsþegn- ar. Ef við setjum markið hátt, er sig- urinn vís. Þorhildur V. Sigurðardóttir III. - E.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.