Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Síða 14
14 -
HRINGIÐAN - HANGIKJÖTIÐ OG HERINN
Það var einn a£ þessum nóvember-
dögum, þegar rignir nóg til þess að ég
verð að fara í gömlu kápunni í bæinn og
skrýða höfuð mitt hinni þýðingarmiklu
regnhettu. Ég lít á klukkuna. Þetta er
ekki í fyrsta skipti, sem ég er að missa
af lestinni. NÚ verður rnaður víst að
bregða undir sig betri fætinum, og til
stöðvarinnar hleyp ég ofsahratt.
Þegar svo loks er komið á leiðarenda
kemur í ljós, að ég hef framkvæmt
vinnu, sem engin not eru í; vagnsins er
ekki von fyrr en eftir 5 mín. Flestir,
sem hér eru viðstaddir, virðast afar
óhamingjusamir á þessum drottins degi.
já meira að segja daman þarna undir
regnhlífinni, er að vorkenna veslings
"bjudílokkunum" sínum, en eins og kunn-
ugt er þrífast þeir sjaldan vel í svona
loftslagi. Nokkrir lífsreyndir sveita-
bændur ræða um garnaveiki í sauðfé, og
einhver kona hefur gleymt þvottinum á
snárunni. Og þannig mætti lengi halda
áfram að lýsa óhamingju fólksins hér.
En upp stytta öll él um síðir og
eftir þessar löngu 5 mínátur, stöndum
við, þetta sama fólk, öll undir sömu
regnhlífinni, þ.e.a. s. þaki strætisvagns -
ins. Og ná er að sjálfsögðu öll áham-
ingja gleymd og grafin, þar sem allir
sitja í þægilegum sætum og bruna áfram
í þessu furðuverki nátímans.
Ég hef ekki ennþá orðið aðnjótandi sæl-
unnar, þar sem ég stend hér fyrir fram-
an gildan kassa, sem eindregið vonast
eftir 1, 75 í gogginn. já það er vissu-
lega sárt,að sjá auðæfi sín renna niður
í þennan kassa. En gleymt er þá gleypt
er og ég hugsa ekki meira um það.
Ég tek mér sæti við hlið dómunnar með
regnhlífina, og ná kemst ég að því, að
hán á franskt ilmvatn, en hvort hán not-
ar varalit 1 eða 2, get ég ekki sagt þér,
því að ná stendur hán upp og hringir
bjöllunni. Við erum reyndar stödd niðrá
Laugavegi. Ég færi mig nær glugganum
og horfi á umferðina. FÓlk af öllum
stéttum, allt frá slæpingjum til ösku-
kalla, gengur hér hiutleysislega hvert
fram hjá öðru. Og verzlanirnar með
sínum aðdráttaraflsmiklu gluggum þjóta
framhjá augum mér, unz við erum kom-
in að miðstöð allrar hringiðunnar,
Lækjartor gi.
Klukkan hér er skelfing venjuleg
klukka með tvo vísa, en engu að síður
er hán afar þýðingarmikil. Ef hán er
vitlaus verður um leið allt vitlaust hér
á torginu. FÓlk ákallar bílstjórana og
biður guð að hjálpa sér. Og ungar
meyjar á hælum í líkingu við skýja-
kljáfa Manhattaneyjunnar verða iðulega
að reyna mikið á jafnvægi sitt við slík
tækifæri.
En eigi tjóar þetta, ef ég man rétt,
hefur mér verið falið að velja vænt
hangikjötslæri til helgarinnar. Ég stekk
át ár troginu, sem hefur fyllzt á ný af
masandi fólki. Fyrir eyrum mér
hljómar þríraddaður kórsöngur, hér er
um að ræða bílflautur, blaðastrákasöng
og her hjálpræðisins. Að þessu sinni
hann skinnháfu Óli, sem nær hæstum
tón, við hinn alkunna texta sinn :
Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn
og Tíminn. En þið skuluð ekki halda,
að það sé Óli, sem fólkið þyrpist um.
Og nei, nei, sei, sei, nei, það er her-
inn. Hver persónan þarna er annarri
frumlegri, og ekki síður tónar þeir,
er frá þeim koma. Gítar er notaður
til undirleiks og er það óvanaleg notkun
á slíku hljóðfæri. Síðan hættir allur
söngur á torginu, en fólkið í hernum
heldur áfram að tráa. Klukkan heldur
áfram að ganga, en þó stend ég hér
ennþá, með hangikjötslæri við hönd,
strandaglópur á torgi lífsins.
Ein í iðunni.
MÖGULEIKI er fyrir kennara að
skrifa í bekkjarskrána fja.
Það þýðir : fjarverandi í anda
Gunnar : Hvaða tíð er að borða?
Stefán : já, eh, er það ekki máltíð ?