Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Side 17
- 17 -
STAÐUR, SEM MÉR ÞYKIR VÆNT UM ■
Það er erfitt að velja stað, sem
manni þykir vænt um, fyrir umtalsefni í
ritgerðo Ég hef valið mér sætið, sem
ég sit í í skólanum. Ekki vegna þess, að
mér þyki vænna um það en marga aðra
staði, og því síður vegna þess, að þægi-
legt sé að sitja í því. Nei, ég hef valið
það vegna þess, hve margar skemmtileg-
ar og lærdómsríkar stundir ég hef átt á
þessum stól. Þo að hinar leiðinlegu hafi
jafnvel verið eins margar, þá gleymir
maður þeim fljótt. Eins og ég sagði
áðan, er þetta enginn hægindastóll.
Hann er gerður ur tré og járni, en svo
óhaganlega, að enginn tryði því, nema
hann hefði séð hann. En ekki er hægt
að saka stólgreyið um það. Sjálfsagt
eru það einhverjir hámenntaðir sérfræð-
ingar, sem hafa staðið að sköpunþess-
arar ómyndar. Stóllinn er í Gagnfræða-
skóla Austurbæjar, stofu 18, aftastur til
vinstri í miðröð og stingur mjög í stúf
við umhverfi sitt, sem er framurskar-
andi af skóla að vera. Þrátt fyrir þetta
er mér fremur hlýtt til stólgreysins.
Það litla, sem ég hef lært í ensku,
dönsku, nátturufræði og fleiri greinum
hef ég lært í þes sum stól. Við höfum
átt saman margar góðar stundir og til
merkis um vináttu okkar skal ég segja
ykkur, að ég hef aldrei fe: ’ið teiknibólu
í afturendann, þegar ég hef selzt í hann,
en það hafa flestir nemendur i mínum
bekk orðið að þola.
Ólafur Gíslason
3.- L
Hér birtast tvær ritgerðir,
eftir nemendur iír 2.-B:
NYTJAFISKAR í ÁM OG VÖTNUM
Nytjafiskar í ám og vötnum fslands
eru af hinni svonefndu laxaætt.
Af laxaættinni eru til um 100 tegundir
útbreiddar um vötn og sjó í tempraða
belti og kuldabelti norðurhvelsins.
Hér á landi eru þó aðeins þrjár tegund-
ir af ættkvísl þessari, og er það lax,
urriði og bleikja, ( fjallbleikja ).
Urriði og bleikja nefnast einu nafni sil-
ungur. Áður en ég reyni að segja frá
þessum fiskum, ætla ég að skýra frá
með hverju veiða má í ám og vötnum
á landi hér. f straumvatni ( ósalt vatn,
á eða ósasvæði, sem í er greinilegur
straumur, þá er enginn vöxtur er í,
og um stórstraumslágflæði ) má veiða
með eítirtöldum veiðitækjum :
Færi, stöng, lagnet og króknet.
í stöðuvatni ( ósalt vatn, sem eigi er í
greinilegur straumur, annar en sa, sem
stafar af sjávarföllum, vindi eða að-
rennsli í leysingum ) má nota þau veiði-
tæki ein er hér segir : Færi, dorg,
stöag, lóð, lagnet og aðdráttarnet.
Eigi má veiða með öðrum tækjum nema
með leyfi ráðherra og samþykki veiði-
málanefndar og veiðimalastjora.
Um lífshætti laxins er það fyrst að
segja, að hann er vatnafiskur, sem get-
irn ev og gotinn í ósöltu vatni. f sjó
eöa söitu vatni geta eggin eigi klakizt,
það er margsannað, en sökum fæðu-
skorts í vötnunum verður hann að
dvelja í sjó, skemmri eða lengri tíma,
til þess að ná aexlunarþroska. Aðal-
fæða laxins eru einkum síli og krabba-
dýr. Lýsing á laxi : Gildastur um
miðjuna, mjókkar til endanna, nokkuð