Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Qupperneq 18

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Qupperneq 18
18 - þunnur„ Höfuðið frekar lítiðs snjáldrið í meðallagij munnurinn í stærra lagi, skoltarnir íbognir, augun eru smá, tennur sterkar og hvassar, bolurinn alllangur, stirtlan stutt og allsterk. Liturinn á ný- gengnum laxi er grágrænn að ofan, silfur- skínandi á hliðunum með dálitlum fjolublá- og blálitum blæ. Höfuð er að neðan, og kviðurinn hvítur. Einkennilegastir eru dökkir dílar, margir þeirra X-myndaðir, dreifðir um bakið nema á uggum og mjög fáir á tálknaloki, og fyrir neðan rákina. Hann skiptir um lit eftir hrygninguna og verður riðlitur. Stærð: Minni laxinn er 65-100 cm langur og vegur 2,5-10 kg. Stærri laxinn er 110-120 cm langur og veg- ur um 15-20 kg. Laxinn gengur í flestar ár á Suð-Vesturlandi, t. d. Þjorsá, Ölfusá (Hvítá og Sogið ) og Bruará upp í Apavatn. í Hvammsfjarðarárnar sumar, en á öllu svæðinu þaðan kringum Ye stfjarðakjálkann til Hrutafjarðar verður lax varla vart. Þaðan til Vopnafjarðar er þo nokkuð um lax einkum í Þingeyjarsýslunum. Frá Vopnafirði verður lax varla vart að Þjorsá, Pema lítið eitt í Skaftá og við og við í ós- um nokkura vatna á suðurströndinni. Stærri laxinn gengur 1 árnar í maí til júní, en minni laxinn í júlí til ágúst, hrygnir svo í október til november á Suðurlandi, en á Norðurlandi í september til oktober. Þegar laxinn gengur í árnar til hrygninga, sýnir hann oft frábæra sundfimi t. d. að stökkva upp beljandi fossa, og er hann þá nefndur uppgöngulax. Til hrygninga velur laxinn sér hentuga staði í ánni, þar sem í botni er þykkt lag af smámöl eða grjotamylsnu, tært, kalt vatn, með röskum straumi og dýpið 0, 5-1 m„ Hrygnan dvelur oft lengi í nánd við riðin (hrygningastaðina) á undan hrygningunni, og með henni einn, eða fleiri hængar. Þegar svo hennar tími er kominn grefur hún (síður hængarnir) með snjáldri og einkum sporði tveggja metra breiða og hálfs metra djúpa gróf niður í botninn, mylsnan, sem upp rótast, berst upp í hrúgu við neðri enda grófarinnar. Að því búnu tekur hún sér stöðu við efri enda grófarinnar, en einn af hængjunum kemur þjótandi fram úr fylgsnum sínum, strýkst fram með hrygnunni og staðnæmist fyrir framan hana, og samtímis buna frá þeim eggin og frjóið, sem straumurinn þyrlar niður í grófina, þar fer frjóvgunin fram. Efalaust verða mörg egg útundan því að þau halda ekki frjóvgunarmætti sínum í meira en 20-30 sek. Eggin liggja svo í mylsnulagi meðan þau eru að klekjast. Hrygnan endurtekur hrygninguna í nýjar grófir nokkrum sinnum á 7-10 daga fresti. Eftir hrygninguna er erindi laxins í ána lokið, og fer hann þá að leita til sjávar, og nefnist þá niðurgöngulax (hoplax )„ Er hann þá horaður og slæptur. Ekki er það víst, að allir laxar sem í ár ganga gjóti í hvert skipti, og ekki er það ólíklegt að lax geti stundum hindrazt frá því að gang í ár í eitt skipti. Tíðast leit- ar laxinn til hrygningar í ána, sem honum var gotið í, en þó getur brugðið út af því. Aldur laxins : Hann er tíðast 3-4 vetra hér á landi, er hann gengur fyrst í sjó, þar við bætist tíðast við 1-2 vetra ( ára ) dvöl í sjó, svo að aldurinn verður að jafnaði hér á landi 4-6 vetur ( ár )„ Lax- inn á marga óvini, t. d. rángjarna fiska, seli, ýmsar bakteríur, krabbadýr og fleira. Nytsemi laxins; Hann þykir herramannsmatur fyrst eftir að hann kemur úr sjónum, en tapar sér fljótt í vatninu, og langstaðinn lax og riðlax er orðinn magur og horaður eftir hrygning- una. Vetrarlax, það er að segja eftir- legukind, sem ekki hefur komizt í sjó niður, er jafnvel talinn eitraður. Eigi má veiða lax nema á tímabilinu frá 20. maí til 20. september. Beztu veiðiárnar eru: Hvítárnar báðar og þverár þeirra Haffjarðará, Laxá í Suður-Þingeyjar- sýslu, Elliðaár og árnar, sem falla í HÚnafjörð. Urriði; Hann er gildari og höfuðstærri en laxinn og aldrei eins stór. Hreistrið er smærra. Urriði greinist. í sjóurriða, lækjarsilung og vatnaurriða. Sjóurriði : Hanner líkur á litinn og lax- inn en með fleiri X-dílum„ Hann er tíð- ast 46-65 cm langur og vegur 0,5-2 kg, en getur orðið 5-9 kg ( laxbróðir )„ Lífshættir hans eru líkir og hjá laxinum, það er að segja hann gýtur í ám en gengur í sjó á milli. Hrygning hans fer frarn a líkum tíma og með líku sniði og hjá Lax- inum. Hann lifir mikið á sandsíli, smá- síld, krabbadýrum og fleiru. Lækja.r- silungur er 30 cm langur og 200 grömm að þyngd. Þetta afbrigði er í því tilliti líkt sjóurriða, að fiskurinn er gotinn og getinn í ám og lækjum, en gengur alólrei í sjó niður, nær því aldrei stærð :né þroska hins. Hann heldur sig á grýttum botni í lækjum. Fæðan er allt ætil.egt af dýratagi. Lækjarsilungurinn er í útliti alllíkur sjóurriðaseiðum á sömu stærð. Um riðtímann leitar hann sem lengst upp

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.