Bænavikan - 17.11.1956, Blaðsíða 27

Bænavikan - 17.11.1956, Blaðsíða 27
— 27 — sýna það, að þeir þekkja ekki náðina né hinn auðmjúka og lítilláta Jesúm. Hefðu þeir kynnzt honum, myndu þeir haga sér sam- kvæmt því.“ Test. 1. b., bls. 137. Mannkynið hefur um tvær leiðir að velja, annaðhvort veg lífsins eða veg glötunarinnar. Þessar leiðir liggja í gagnstæðar áttir og einnir þeir, sem ganga þær, eru ólíkir í lífs- venjum og lunderni og hafa ólík áhugamál. Ef við reynum að ganga meðalveginn munum við brátt leiðast út á glötunarbrautina, því að hún er breið og margir fara hana. í Orðskv. 16, 17. lesum við: „Braut hreinskilinna er að forðast illt; að varðveita sálu sína er að gæta breytni sinnar." „Þess vegna farið burt frá þeim, og skiljið yður frá þeim, segir Drottinn, og snertið ekki neitt óhreint, og ég mun taka yður að mér, og ég mun vera yður faðir, og þér munuð vera mér synir og dætur, segir Drottinn alvaldur.“ „Þar eð vér því höfum þessi fyrirheit, elskaðir, þá hreinsum sjálfa oss af allri saurgun á holdi og anda svo að vér náum fullkomnum heilagleik með guðsótta.“ 2. Kor. 6, 17. 18; 7, 1. Við trúum því að saga heimsins sé brátt á enda. Guð þarfnast manna og kvenna, sem eru fyllt anda Krists, anda krossins. Það er aðeins með einum hætti sem þú og ég getum unnið sálir fyrir Krist; það er aðeins með einum hætti sem við getum náð góðum árangri í starfi okkar og það er með hætti fórnarinnar. Þá getur líf Krists birzt í okkur og borizt frá okkur til annarra og það mun einnig hjálpa okkur til að losna við heimsleg áhrif og til að helga okkur algjörlega í þjónustu hans, sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir okkur. — Megi Guð hjálpa okkur, svo að ekkert geti hindrað það að dýrð krossins ljómi að nýju í hjörtum okkar og ljómi svo þaðan með endumýjaðri birtu út til þessa vesæla heims, sem er á glöt- unarbraut.

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.