Bænavikan - 17.11.1956, Blaðsíða 29

Bænavikan - 17.11.1956, Blaðsíða 29
— 29 — artakmarki Kristsíyllingarinnar halda þær áfram að gegna mikilsverðu hlutverki. Á eng- um áfanga á göngu okkar með Guði getum við örugglega varpað þeim fyrir borð, því að af öllu því illa, sem ógnar kristilegum uppvexti, er freistingin til þess að koma óheiðarlega fram við okkur sjálf í sambandi við synd og mannlegan veikleika, hin alhættulegasta. Enginn áreiðanlegur kennari í andlegum málum segir, að það verði nokkurn tíma ómögulegt að syndga, þeir halda því aðeins fram, að syndin hætti að verða óhjákvæmileg og að möguleikar til sigurs standi öllum til boða. Það eru mjög fáir, ef þeir eru nokkrir, sem játa það ekki að þeir hafi stundum beðið ósigur fyrir freistingu, a. m. k. um stundar- sakir einhverntíma á ævinni. Slík misgrip eru hryggileg, víst er um það, en sé þeim tekið með iðrun og yfirbót, þarf samfélag okkar við Guð ekki að truflast nema örskamma stund. Samt getur verið að einstaklingurinn sem mistekst þannig, freistist til þess að bregðast við á einn hátt af tveim. Annaðhvort freistast hann til að láta hugfallast eða hann freistast til að hylma yfir syndina með afsökun og rök- semdafærslu. Og hvorttveggja er rangt. Það er öllum ljóst, að það að láta hugfallast er ekki leiðin til sigurs og því síður heillavæn- legt, þegar um misgrip er að ræða. Það er heldur engin þörf á slíku. Frelsaranum, sem hjálpar okkur með mætti sínum, hafa engin mistök orðið á. Hann er jafn fær um að hjálpa okkur, og þó að við hefðum aldrei syndgað. Hve alvarlegt sem afbrot okkar kann að vera, er ekki nauðsynlegt að það dragi okk- ur út í sorglegt hugarvíl. Mistök okkar er fremur óvéfengjanleg sönnun þess, að við þurfum að treysta Guði betur. Vonleysið veik- ir aðeins. Það er óumflýjanleg skylda hins kristna, að forðast það eins og hann mundi forðast holdsveiki. En hvað um það að afsaka syndina? Sú spurning sýnir okkur aðeins, hve fráleit og óréttmæt slík hegðun er. Samband okkar við Guð krefst fullkomins heiðarleika, þegar glímt er við óhlýðni. Blessunin, sem synd okkar myndi aðeins trufla um stundarsakir, ef hún væri strax játuð og beðin fyrirgefning á, mun vissulega glatast algjörlega, ef við sýnum óheiðarleik í afskiptum okkar við þá synd. Athyglisverð saga hefur verið sögð viðvíkj- andi notkun orðsins hreinskilni í sambandi við kínverska leirkerasmíð. Það er gömul hefð að hreinskilni á latínu (sincere) þýði vaxlaust eða ekta, falslaust. Kína er land leirkerasmíðinnar. Það er til góð leirkerasmiði jafnframt því sem ómerkileg stæling fyrirfinnst líka. Samvizku- lausir kaupahéðnar tóku oft brostið leirker og fylltu skörðin með mjúku lituðu vaxi, svo það liti út eins og það væri af beztu tegund, þegar búið var að fága það. Kaupandinn uppgötvaði þó fyrr eða síðar, að hann hafði verið svikinn. En samvizkusamari kaupmenn fylgdu þeirri reglu, að skrifa orðið hreinskilið á vöru sína, þ. e. vaxlaust, ekki límt yfir neitt. Þetta var vörumerki góðra leirkera. Þannig verður ekki aðeins fyrsta skrefið í undirbúningnum til að mæta Guði, heldur hvert eitt einasta að vera hreinskilið — vax- laust, eða ef þið viljið heldur, ekki límt yfir neitt. Spekingurinn sagði: „Ofmetnaður hjart- ans er undanfari falls, en auðmýkt er undan- fari virðingar." Orðs. 18, 12. Minnizt þessa ávallt, þegar þið freistizt til að hylma yfir synd. Afsakið aldrei veiklyndi. Sigrizt fremur á því fyrir mátt Krists. Umbreytingin heldur áfram. Iðrun og játning koma ekki einungis starfi endurfæðingarinnar af stað, heldur er þetta tvennt nauðsynlegt framhaldandi vexti. Þær vinna gegn því að allt miðist við okkur sjálf og að því að allt miðist við Krist. Og hér komum við að hinu örðuga og sífellda vanda- máli þess, við hvað beri að miða. Það að miða allt við sjálfan sig — á hvaða hátt sem er — lamar hið andlega líf. Það fjötrar manninn við gamla lífið, hversu trúaður sem hann lítur út fyrir að vera. Þessi breyting á þungamiðju lífsins er óhjákvæmileg. En til þess að upp- ræta langvarandi tilhneigingar þess að miða allt við sjálfan sig, hvort heldur það er í byrjuninni með Kristi, eða þegar Guð biður um dýpri og fullkomnari uppgjöf, — verða hreinskilin iðrun og hjartanleg játning að vera fyrir hendi. Dæmi: Fyrir nokkrum árum var ungur maður í heimili sínu, sem gerðist uppreistar- gjarn og óhlýðinn. Þær tilhneigingar, sem gerðu vart við sig hjá honum, ollu foreldrum hans mikillar hryggðar. Kvöld nokkurt sagði

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.