Bænavikan - 17.11.1956, Blaðsíða 34

Bænavikan - 17.11.1956, Blaðsíða 34
isborgararétturinn var mikils virði, eftirsókn- arverður heiður og mikils metin forréttindi. Hersveitarforinginn í Jerúsalem sagði við Pál: „Fyrir ærið fé keypti ég þennan þegn- rétt.“ Og Páll svaraði fullur hreykni: „Eg er meira að segja með honum fæddur.“ Síðar meir, þegar skrælingjar, þrælar og aðrir af lítilfjörlegum uppruna fengu rómverskan rík- isborgararétt, hættir sagan að greina frá því, að „gleðikennd" hafi farið um borgarana. Það, að ríkisborgararétturinn hætti að vera svo mikilsverð forrétindi að dómi þegnanna, er álitið að hafi átt drjúgan þátt í hruni hins mikla Rómaveldis. Svipaðri þróun, sem leiðir til upplausnar, er lýst í hinum sjö innsiglum 6. kap. Opinber- unarbókarinnar, hjá meginhluta hins kristna stofns á ýmsum tímabilum sögunnar. Hrein- lyndi og trúmennska safnaðarins á fyrsta tímabilinu eru táknuð með hvítklæddum ridd- ara, sem situr á hvítum hesti og fer út „sigr- andi og til þess að sigra.“ Hinn fyrsti kristni söfnuður, sem þetta tákn á við, fann vissu- lega til gleðikenndar yfir því að vera nefndur söfnuður Guðs, útvalinn vottur Guðs á jörðu. Hinir kristnu sýndu honum og meginreglum hans fyllstu hollustu. Þeir lifðu með gleði samkvæmt hugsjónum hans og létu fúslega líf sitt fyrir hann, þegar svo bar við. Sagan geymir margar hetjusagnir um menn, konur og jafnvel böm, sem elskuðu ekki líf sitt meira en svo, að þau kusu fremur dauðann en að afneita trú sinni. Til er saga um aldraða kristna konu, sem neitaði hiklaust, þegar henni var heitið lífi, ef hún vildi aðeins fórna hinum rómversku guðum reykelsi, og sagði við kvalara sinn: „Ég er þess fullviss, að meðan ég lifi ber ég hærri hlut í viðureign minni við ykkur, og ef þið látið taka mig af lífi, mun ég samt vera sigurvegari." Early Christianity and Paganism, bls. 193. Okkur er sagt að það hafi verið raunveru- leiki trúar þeirra, sem hóf þá upp yfir þján- ingar og gaf þeim þrek til að horfast í augu við dauðann, sem venjulegast var grimmileg- ur. Þörf okkar í dag. Þörf okkar nú er innileg og raunveruleg trú — trú, sem við lifum fyrir og deyjum jafnvel fyrir, ef það er nauðsynlegt. Aukin kirkjusókn og hærri meðlimatala á okkar dögum er talið bera vott um almenna kristi- lega trúarvakningu. Rithöfundur nokkur bendir á, að meðlimatala safnaðarins og kirkjusókn séu ekki alltaf merki um guð- hræðslu. Fólk getur verið áhugasamt í kirkju- sókn sinni, en skort sannan guðsótta. Bezti votturinn um trú manna sést í dag- legu lífi þeirra; í heimilum þeirra og í því hvernig þeir hegða sér gagnvart hinum mis- munandi vandamálum lífsins. Eitthvað af himneskum uppruna er sýnilegt í lífi hins sanna fylgjanda Krists. „Andlit þeirra manna og kvenna, sem ganga með Guði og starfa með honum, tjá himnesk- an frið. Þau eru umkringd himnesku andrúms- lofti.“ — Desire of Ages, bls. 312. Slíkir menn og konur eru „auðug af rétt- lætis ávexti, þeim, er fæst fyrir Jesúm Krist, til dýrðar og lofs Guði.“ Fil. 1, 11. Við verðum aldrei þreytt á að lesa um trú hinna kristnu á fyrstu árum timatals okkar. Með látleysi og í einlægni lifðu þeir trú sína og hefur einn höfundur þeirra tíma ritað eftirfarandi um þá: „Þeir eru í holdi, en lifa þó ekki eftir holdinu. Þeir eyða ævi sinni hér á jörðunni, en eru borgarar himinsins. Þeir hlýða fyrirskipuðum lögum, en skara þó fram úr lögunum með lífi sínu. Þeir elska alla og eru ofsóttir af öllum; þeir eru óþekktir og fordæmdir; þeir eru líflátnir en lifa samt; þeir eru fátækir, en augra þó marga; þá skort- ir alla hluti, en hafa þó gnægð alls; þeir eru vanvirtir, en með vanvirðingunni hljóta þeir samt heiður; þeir gera gott, en er þó hegnt sem óbótamönnum; þeir fagna, þegar þeim er hegnt. Þeir eru útlægir gjörðir meðal Gyð- inga og þeir eru ofsóttir af Grikkjum, þó geta þeir, sem ofsækja þá, ekki fært nokkra ástæðu fyrir hatri sínu.“ — Conflict of Christianity with Heathenism, bls. 167. Aðaleinkenni lyndiseinkunnar þessara barna Guðs var kærleikur. „Líf hins kristna safnaðar er aðalsönnunin. Kærleikurinn gegnsýrði allt lífið. Ekkert furð- aði heiðingjana meira, ekkert var þeim eins óskiljanlegt. — „Sjá,“ sögðu þeir, „hve þeir elska hver annan!“ Sín á meðal kölluðu hinir kristnu hver aðra bræður, og þetta var ekki

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.