Bænavikan - 17.11.1956, Blaðsíða 32
— 32 —
Lestur fyrir hvíldardaginn 24. nóvember 1956.
Dýrðlegur söfnuður.
EFTIR R. R. FIGUHR.
„Kristur elskaði söfnuðinn og lagði sjálfan
sig í sölurnar fyrir hann ... til þess sjálfur
að framleiða handa sér dýrðlegan söfnuð.“
Ef. 5, 25—27.
Hin undursamlega gjöf himinsins í persónu
Krists hefur orðið til þess að sérstakur hópur
manna hefur myndazt á jörðunni, sem nefndur
er söfnuður Guðs. Þeir menn og konur, er
mynda þennan söfnuð, eru útvaldir vottar
himinsins í þessum heimi. Hlýðni þeirra við
Guð og meginreglur hans auðkenna þá sér-
staklega frá öllum öðrum. í hinni guðlegu
innblásnu, sögulegu frásögn um fyrsta tíma-
bil þessa heims, lesum við, að eftir því sem
mönnunum fjölgaði á yfirborði jarðar, hafi
þeir gleymt Guði og snúið frá hans vegi og
gengið sínar eigin brautir. Þar sem þeir höfðu
útilokað Guð úr hugskoti sínu, jókst synd og
illska hröðum skrefum og breiddist eins og
dökk elfur yfir alla jörðina. „Allar hugrenn-
ingar hjarta hans voru ekki annað en illska
alla daga.“ 1. Mós. 6, 5. Þannig gerði maður-
inn, sem skapaður var í Guðs mynd, skapara
sínum smán og olli honum ósegjanlegrar sorg-
ar.
En mitt í þessu myrkri, og þrátt fyrir alls-
ráðandi illsku voru til „synir Guðs“ á jörð-
unni. Hollusta við Guð var einkunnarorð
þeirra. Þeir stóðust freistinguna til að syndga
og lifðu í samræmi við meginreglur Guðs. Á
öllum öldum, sem síðan hafa liðið, hafa þeir
verið leiðarljós öllum hinum trúuðu, sem á
eftir komu. Ljós þeirra skín æ bjartar eftir
því sem tíminn líður. Þeir marka veg trú-
mennskunnar og skora á okkur að lifa helg-
uðu og hugdjörfu lífi á þessum vondu dögum,
„ til þess að þér verðið óaðfinnanlegir og ein-
íægir, flekklaus Guðs börn meðal rangsnú-
innar og gjörspilltrar kynslóðar, sem þér
skínið hjá eins og himinljós í heiminum.“
Fil. 2, 15.
Söfnuðui'inn er Guði dýrmcetur.
Af öllu því sem finnst á jörðinni er söfnuð-
urinn, sem inniheldur hina trúu fylgjendur
Krists, Guði lang dýrmætastur. Honum til
endurlausnar gaf sonur Guðs líf sitt. — Með
þessari ómetanlegu gjöf hefur hann gert
manninn dýrmætari Ofírgulli. Fólk hans er
orðið að dýrmætum gimsteinum hans, því það
er keypt með blóði Krists, en ekki með for-
gengilegum hlutum eins og silfri og gulli.
Þó að verðið væri hræðilega hátt, mun Kristi
aldrei finnast það of hátt. Það verður engin
eftirsjón af hans hálfu. Jesaja skrifaði um
hinn síðasta ógurlega dag, þegar Frelsari okk-
ar mundi líta herskara hinna endurleystu og
að „vegna þeirra hörmunga er sál hans þoldi,
mun hann sjá og seðjast af þekking sinni.“
Hve undursamlegur er kærleikur Guðs til
fylgjenda sinna! Hve djúpur og eilífur er ekki
kærleikur hans til safnaðarins!
Hvað er dýrðlegur söfnuður?
Postulinn segir í Efesusarbréfinu 5, 26., að
dýrðlegur söfnuður sé það sem er hreinsað og
helgað. í 27. versinu segir hann, að hann sé
það sem er hreinsað og helgað. í 27. versinu
segir hann, að hann sé án bletts og hrukku.
Þegar blettir, gallar og hrukkur hafa verið
afmáð með guðlegri hreinsun, kemur dýrð-
legur söfnuður í ljós.
I opinberunarbókinni 7, 14., er dregin upp
mynd af dýrðlegum hóp manna á himni. At-
hygli er vakin á hvítum skikkjum þeirra og
því lýst yfir, að þær hafi verið „hvítþvegnar
í blóði lambsins.“ Það er undursamleg sjón.